Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Spellvirki gegn spellvirki?
Eins og fram hefur komið í fréttum, varð rafmagnslaust í Herjólfsdal, laust eftir hádegið. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um orsök rafmagnsleysisins. Allt frá raka til bilunar í rofa langt uppi á landi.
Nú hefur hinsvegar komið í ljós að rafmagnsleysið hafi verið af Manna völdum. Rétt um það leiti sem rafmagn fór af var Árni Johnsen að hefja brekkusöngsæfingar. Sá er olli rafmagnsleysinu heitir Manfred Slafenwafen og er þýskur skiptinemi. Hann vill meina að rafmagnsleysið hafi komið í veg fyrir andleg spellvirki, eins og hann orðar það. Fjöldi fólks var enn í dalnum og því hætta á miklum andlegum áverkum.
![]() |
Rafmagnslaust í Eyjum í stutta stund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Rockstar-nýlenduvörur hætt rekstri
Í vikunni hætti rekstri hin gamalgróna verslun, Rockstar-nýlenduvörur.
Verslunin var rekin hátt í fjörutíu ár í sama húsnæðinu við Bræðraborgarstíg og eiga ófáir íslendingar minningar tengdar henni.
Stofnandi verslunarinnar, Magni Ásgeirsson, hóf rekstur hennar eftir frægðarför sína til útlanda, í keppnina Rokkstjarna alþýðunnar. Verslunin hafði til sölu ýmsan varning er nauðsynlegur má teljast hverri alþúðurokkstjörnu, s.s. leðurólar og keðjur.
Magni segir mikla eftirsjá vera að versluninni. Þetta hefur verið mitt annað heimili í mörg ár segir Magni. Hinsvegar neyddist ég til að loka. Salan dróst svo saman eftir að heimsmarkaðsverð á leðri rauk upp.
Minningartónleikar verða haldnir í kvöld, klukkan 20, í húsakynnum verslunarinnar. Fram koma ýmsar gamlar alþýðustjörnur s.s. Bo - ðe '69 rockstar og Bubba Mo - the 80's rockstar.
![]() |
Magni hættir verslunarrekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Nýjar íslenskar agúrkur
Það er gaman að vita af hamingjusömu fólki. Það er líka gaman að heyra af öðruvísi athöfnum. Þó þykir mér það skondið að sjá frétt af svona brúðkaupi. það sem mér þykir þó enn skondnara er lokamálsgrein fréttarinnar.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Þessi frétt á mbl.is er semsagt aðeins yfirlit. Mun meira og djúsí lesefni um brúðkaupið í pappírsútgáfu Moggans.
Ég vil alls ekki gera lítið úr brúðhjónunum eða þessari stóru stund þeirra. Ég bara sé ekki alveg í svipinn hversu mikilvægt erindi hún á líklega við okkur hin.
Líklega er hér um að ræða týpískar ferskar sumaragúrkur.
![]() |
Brosað út í annað á brúðkaupsdaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Þýskir sjá rándýr
Sú tíska, að sjá birni í hverju horni, virðist hafa náð útbreiðslu utan landsteinanna. Nú hafa þýskverjar tekið upp þann sið að sjá stokka, steina og hvað annað sem birni. Reyndar hafa þeir sinn afbrigði, þar sem þeir sjá skógarbirni í stað hvítabjarna. Stigsmunur en þó ekki eðlismunur.
Reyndar hafa þýskverjar lengi séð rándýr víða. Hingað til hefur það þó aðallega einskorðast við vöruverð í útlöndum. T.d. hefur mörg varan á Íslandi þótt rándýr.
En aftur að björnum.
Sú frétt barst í dag að sést hafi til nakins manns í Esjuhlíðum. Þrátt fyrir ítarlega leit lögreglu og björgunarsveita hefur hann ekki fundist. Líklega er rétt er sagt var í hádegisfréttum RÚV að hér hafi verið um hvítabjörn að ræða.
![]() |
Þýskir útivistarmenn sjá rándýr í hverju horni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Heimsskortur á rofum
Ástandið í rafvörugeiranum hefur verið bagalegt undanfarið. Ljósarofar hafa t.d. verið illfáanlegir vegna gífurlegrar eftirspurnar.
Sigrún Karlsdóttir, innkaupastjóri Rafvöruverslunarinnar, segir þetta ekki hafa verið svo slæmt hérlendis. Við höfum átt svo mikið á lager að ástandið hér hefur verið skaplegt segir Sigrún. Nú er þó svo komið að allir rofar eru uppseldir, utan einstaka dyrabjöllurofa. Það seldist allt upp fyrir helgina, en sending er á leiðinni sem ætti að koma í hús síðdegis á morgun.
Rafvirkjum landsins er því bent á að sleppa ölinu á morgun. Það verður nefnilega haldið áfram að vinna hinn daginn.
![]() |
Rofar til síðdegis á morgun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Einn handtekinn
Enn á ný er fíflaskapurinn hafinn. Ok, fínt að hafa hugsjónir og allt það en hvaða heilvita maður trúir að svona aðgerðir séu hugsjóninni til framdráttar? Hvaða fíflaskapur er það, að mæta með andlit sitt hulið? Öööh...það er náttúrulega svona týpískt skæruliðalúkk og þetta eru skærur og því skæruliðar á ferð.
Annars finnst mér myndin sem fylgir fréttinni skondin, svona með fyrirsögninni. Ég rýndi í myndina og sá vinnuvélar í baksýn. Ekki tókst mér þó að greina hvort þar væri fólk. Því ákvað ég með sjálfum mér að lögreglumaðurinn væri einn á myndinni. Frekar einmanalegt, en einn handtekinn. Lögreglumaðurinn. Enda lítur hann skömmustulega undan.
Bæðevei. Minni á mótmælabúðirnar. Gnógt úrval mótmæla og hannyrðavara í boði.
![]() |
Einn handtekinn í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Genfarsáttmálinn brotinn?
Bandaríski fréttamiðillinn CNN segist hafa undir höndum gögn er sanni að stórfengle og vítaverð brot á Genfarsáttmálanum hafi verið höfð í frammi af Kólumbísku leyniþjónustunni, er hún bjargaði lífi fimmtán manns úr höndum mannræningja.
Alþjóða Rauði krossinn, segir Sussu! Ljótt ef satt reynist.
Næsta verk segir bandaríski fréttamiðillinn vera, að kanna þær fáránlegu staðhæfingar um að hugsanlega séu framin brot á þessum sama sáttmála, á Guatanamo á Kúbu.
![]() |
Tákn Rauða krossins misnotuð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Heppinn Kóalabjörn
Kóalabjörn nokkur í Ástralíu hefur hlotið viðurnefnið Lycky Strike. Hann þykir alveg ótrúlega heppinn björninn sá.
Fyrir fimm vikum síðan vann hann grill í hlustendaleik útvarpsstöðvarinnar XFM101 í Brisbane. Viku síðar vann hann ferð fyrir tvo til Indónesíu. Í seinustu viku var hann einn með sjö rétta í Ástralska ríkislottóinu og hafði 1,4 milljonir ástralskra dollara upp úr krafsinu.
Heppinn
![]() |
Heppinn kóalabjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Rekaviður finnst við Búrfell
Rekaviður hefur fundist í Búrfellsskógi en hann hefur ekki fundist áður í Þjórsárdal eða í birkiskógum við Heklurætur.
Það var viðarstjóri Hekluskógaverkefnisins, Hreinn Ólafsson, sem rakst á rekaviðinn fyrir skemmstu er hann var á ferð í Búrfellsskógi. Þetta kemur fram á vef Hekluskóga.
Hreinn segist ekki hafa rekist á neinar upplýsingar um að rekaviður væri á þessum slóðum frekar en annarsstaðar í Þjórsárdal eða í birkiskógum við Heklurætur.
Rekaviðardrumbarnir liggja í hrönnum austan Búrfellsskógarins á hálfgerðri eyju sem umlukin er Þjórsá að austanverðu, en tærri á að vestanverðu. Hefur Þjórsá fyrr á árum runnið beggja megin við eyna, að minnsta kosti í vatnavöxtum og því gæti hún hafa verið í friði fyrir beit á einhverjum tíma árs.
Tveir stórir rekaviðarhaugar eru á svæðinu, um 4-5 m breiðir og voru lítið ormétnir um mánaðarmótin júní-júlí. Umhverfis þessa stóru drumba lágu margir smærri rekaviðardrumbar.
Ekki er hægt að fullyrða hvort um náttúrulegan rekavið er að ræða, en lögunin og áferðin gæti bent til þess að svo sé.
Ef einhver hefur upplýsingar um þennan rekavið þá má viðkomandi hafa samband við viðarstjóra Hekluskóga með því að senda póst á netfangið moigrapes@steypa.is.
![]() |
Reyniviður finnst við Búrfell |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 12. júlí 2008
Það er margur dansstíllinn
Við feðgarnir höfðum afar gaman að þessari frétt í dag og hlógum mikið. Frábært að sjá myndklippingarnar þar sem bakgrunnurinn breytist en hreyfingar mannsins ekki. Hrein snilld.
Það er tekið fram í fréttinni að hér sé enginn Fred Astaire á ferð. Ég fellst á það.
Ég fer stundum út á lífið og dansa. Mér hefur ekki enn verið hent út neinsstaðar fyrir dansstílinn. Tæki ég upp dansstíl Matts Harding væri ég þó ekki viss
![]() |
Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)