Mánudagur, 9. mars 2009
Skoðanakvóti tekinn upp í ár
Sú breyting á kosningalögum var samþykkt fyrir helgi að tekinn verður upp svokallaður skoðanakvóti í kosningunum í vor.
Tilgangur skoðanakvótans er fyrst og fremst til þess fallinn að tryggja stöðu lítilla framboða og annarra minnihlutahópa.
Skoðanakvótinn mun þannig tryggja að fáir flokkar geti ekki einokað þingsæti eða átt þar vísan meirihluta í skjóli skoðanafylgis. Þannig munu nýju reglurnar tryggja jafna skiptingu þingsæta milli flokka, óháð fylgi. Einungis oddasæti munu skiptast eftir atkvæðamagni.
Þannig má segja að hið hrópandi óréttlæti, að stórir flokkar stjórni í skjóli fylgis og að hinir litlu líði fyrir lítið fylgi, hafi nú loksins verið upprætt.
![]() |
Karlar upp vegna kynjakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. mars 2009
Mikil viðbúnaður vegna komu hjólabrettagengis
Öryggisgæsla hefur verið efld til muna í Leifsstöð og verður aukið eftirlit þar næstu daga. Ástæðan er koma norska hjólabrettagengisins Hell's Skaters til landsins.
Íslenska hjólabrettagengið Fánar opna nýtt félagsheimili um helgina og hafa boðið norskun vinum sínum hingað að því tilefni.
Yfirvöld líta málið þó alvarlegum augum og hafa, eins að framan er greint, stóraukið gæslu í Leifsstöð sem og allt landamæraeftirlit.
Ekki náðist í sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli, en fulltrúi hans segir nauðsynlegt að grípa í taumana. Það er landskunna að hjólabretti eru stórhættuleg og þar af leiðandi allir hjólabrettaiðkendur líka segir fulltrúi. Við sjáum hvernig komið er fyrir Ingólfstorgi. Almenningur veigrar sér við að fara þangað, að kaupa ís eða Hlöllabát, af ótta við hið illræmda hjólabrettafólk sem lagt hefur undir sig torgið. Við megum ekki láta slíkt henda fyrir önnur torg þessa lands.
Norðmennirnir munu verða sendir úr landi og hjólabrettin þeirra gerð upptæk.
![]() |
Viðbúnaður í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. mars 2009
Ekki of feit
Súperfyrirsætan Heidi Klunn stal senunni nýlega á nærfatasýningunni í Toronto. Þar þótti hún bera af. Hún neitar alfarið þeim sögum að hún sé of feit.
Í þessum bransa gildir að hugsa vel um mataræðið og lífstílinn almennt, segir Klunn. Ég væri varla pöntuð út árið nema fyrir hvað ég er æði.
![]() |
Neitar því að vera of feit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Stofnanir á Facebook
Nú eru hinar ýmsu stofnanir ríkis og sveitafélaga farnar að opna eigin Facebook síður. Í síðustu viku opnaði Slysavarðstofan síðu til leiðbeiningar fyrir þá sem eiga um sárt að binda.
Nú hefur Biskupsstóll ákveðið að gera slíkt hið sama og keppa þannig við Slysavarðstofuna.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Himnaríki ehf og stendur til að veita alls kyns upplýsingar á síðunni, bjóða upp á bænasölu og margt fleira. Umfram allt að bjóða upp á sem flest er lyft getur andanum. Síðan hefur í því sambandi þegar sótt um leyfi til sölu bjórs. Fyrir hafði hún leyfi til sölu messuvína.
Hr. Karl Sigbjörnsson, stólsstjóri, segir marg fleira verða í boði með tíð og tíma. Því ætti fólk að fylgjast vel með og senda vinarboð.
![]() |
Biskupinn kominn á facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Lífeyrissjóðir gráta
Haft er eftir Arnari Sigmundsyni, formanni Landssamtaka lífeyrissjóða, að lífeyrissjóðirnir kvarti yfir gjaldeyrissamningum og gengisvísitölu. Varðmenn þessarar helvítis hítar, lífeyrissjóða, telja sig nafla alheimsins sem endra nær.
Það má ekki afnema verðtryggingu því þá fari lífeyrissjóðirnir í steik. Þó má samt alveg taka upp aðra mynt, sem yrði án verðtryggingar. Það myndi ekki skemma lífeyrissjóðina neitt. (döh)
Fyrir mér eru lífeyrissjóðirnir tómar afætur. Ég tel litlar líkur á að ég nái nokkurntíman 67 ára aldri. Ég er, hef og verð að greiða í lífeyrissjóð. Hít. Börnin mín munu ekki erfa þann sparnað minn. Hann mun líklega á endanum fara í sumarhúsauppbyggingu einhversstaðar, eða til vínarbrauðskaupa á skrifsofunni.
Svo koma svona njólar fram og rausa. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að halda kjafti.
Það væri svo mörgu hægt að breyta til betri vegar í íslensku samfélagi ef ekki væri fyrir þetta afætusamfélag.
![]() |
Málin enn í lausu lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Afsakið mig...
...að ég varpi fram spurningunni.
Er ekki málum þannig fyrir komið, að þegar forkólfar hafa gert samninga við vinnuveitendur þurfi stéttafélögin að samþykkja þá? þ.e. hinir óbreyttu félagsmenn.
Hafa hinir óbreyttu kannski ekkert um málin að segja? Borga þeir bara félagsgjöldin og láta búðingana sjá um að japla vínarbrauðin.
Þurfi óbreyttir félagsmenn að staðfesta samninga, geta búðingarnir ekki bara breytt þeim sisona. Verður ekki að leggja málið fyrir félagsmenn?
![]() |
Samstaða um frestun samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Er Kalli málið?
Maður hlýtur að spyrja sig.
Fyrir ári síðan henti ég inn hér færslu með Bollywoodlaginu um Kalla teygju. Nú, ári síðar kom annar Kalli, sá og sigraði á Óskarsverðlaunahátíðinni. Sá heitir Kalli Hó.
Indversku Kallarnir eru afar þjóðlegir. Sterk indversk ákrif í lögunum þeirra.
Er Kalli kannski lykillinn að velgengni? Spurning fyrir íslenska músíkanta að tileinka sér Kalla. Kannski með sterkum súrsuðum og signum áhrifum. Kannski Kalli kjammi eigi eftir að meika'ða?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Hnetur
Ég er mikill aðdáandi hneta. Saltaðra sérstaklega.
Löðrandi fitan og saltið hefur þessa afurð í hærri hæðir.
Við erum of norðarlega, hér í Mongólíu, til að rækta hnetur. Kaupum þær aðallega frá Thailandi og Indlandi. Hnetur eru okkar feitmeti. Feitmeti hefur bjargað mörgum frá hungri. Í því sambandi má nefna Frakka, Þjóðverja, Japani og Íslendinga.
Japanir og Íslendingar uppgötvuðu spik hvala, en Frakkar og Þjóðverjar voru meira í fituinnihaldi rauðvína.
Kannski þetta sé skýringin á langlífi Íslendinga og Japana?
Hnetur eru góðar, ekki síst vegna fitunnar.
![]() |
Vinna á hnetuofnæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Skák og mát
Hr. Fjasmann
Það hefur löngum verið ljóst, þeim sem hafa viljað fylgjast með, að bankarnir hafa beitt allskyns aðferðum við að halda efnahagsreikningum sínum góðum. Hver sá ekki gegn um gengishrun krónunnar sem varð fyrst í lok mars, síðan í lok júní, síðan í lok september? Svaka tilviljun.
Hefði ég millifært reglulega af yfirdráttarreikningnum yfir á efnahagsreikninginn, hefði ég líklega þótt stöðuglegur. Þótt á sama tíma væri kominn með allt niður um mig. Allt svo, væri ég banki. Sem einstaklingur hefði ég bara verið tekinn í bakaríið.
Ég er hins vegar hvorki banki né skákmaður.
![]() |
Hlutabréfaverði var haldið uppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Olíuverðmæti
Goami NDip
Þannig er það hér í Gambíu, að ólíuverð er í hærri kantinum. Við kaupum olíu aðallega frá Kuwait. Þegar olíuverð hækkar, hækkar lítrinn sem ég þarf að setja á Land Roverinn. Þegar verðið lækkar, lækkar lítraverðið. Svona eins og maður gerir ráð fyrir.
Mér skilst að þessu sé öðruvísi farið norður á Íslandi. Þar hækkar bensínlítrinn með hækkandi olíuverði, en lækkar aldrei. Mér skilst að þá grafi menn upp eitthvað sem kallast íslenskar aðstæður.
Hér í Gambíu er þó vatnsskortur að hrjá okkur meira en olíuskortur. Kannski umhugunarefni fyrir vini mína í norðurhöfum sem sóa vatninu eins og nóg sé af því. Láta sturtuvatnið buna meðan þeir raka á sér táneglurnar.
Með kveðju frá Gambíu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)