Fimmtudagur, 2. október 2008
Mál að laga bindin
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, hittu Geir Haarde forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gærkvöld.
Heimildir herma að Geir hafi viljað fá álit þeirra á því fárviðri sem ríkir í efnahagslífinu. Því hafi verið haldið fram að Kaupþing standi þokkalega og því sé ekki úr vegi að leita skýringu þess, sem gæti gagnast hinum bönkunum.
Þeir félagar, Hreiðar og Sigurður, vildu lítið láta hafa eftir sér. Þó sagði Hreiðar við blaðamann Í storminum fjúka bindin. Þá verða menn að hagræða þeim að nýju.
Eins og allir vita er það lykilatriði, ætli menn að stunda ágóðasöm viðskipti, að klæðast bindum. Þau þurfa jafnframt að vera elegant.
![]() |
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Er hleraðr var Snjólfr hinn ungi ok frilla hans
Óyggjandi sönnun! segir Guðni Jónsson, sagnfræðingur og fornminjavörður, um kálfsskinn er fannst á hlöðuloftinu að Ytri Hamri, í Þingeyjasýslu. Á skinninu má óljóst greina setninguna er ek hleraði Snjólf hinn unga ok frillu hans. Guðni telur að um frásögn af Sjólfi 'hinum unga' og heitkonu hans Jófríði, sé að ræða. Ritaða af frænda Sjólfs, Þorvaldi.
Sagan segir að faðir Snjólfs, Sigfinnur 'öxl', hafði ákveðið aðra konu til handa syni sínum. Þegar grunur hans hafi vaknað um hið leynilega ástarsamband hafi hann fengið Þorvald bróður sinn til að fylgjast með og hlera samtöl þeirra segir Guðni.
![]() |
Átti að hlera Jón Baldvin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. september 2008
Byr sameinist ríkissjóði
Sameiningarviðræður Byrs og Glitnis hafa, í ljósi nýjustu atburða, verið blásnar af. Stjórn byrs hefur sent frá sér tilkynningu. Þar segir:
Í ljósi yfirtöku ríkisins á Glitni þykir sjórn Byrs rétt að kalla eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um sameiningu ríkissjóðs við sparisjóðinn, enda ljóst að sterk staða Byrs muni styrkja og efla ríkissjóð til muna.
![]() |
Hætt við sameiningu Byrs og Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. september 2008
Ríkisvæðingin hafin
Það kom á daginn, sem Bergmálstíðindi fluttu frétt af í morgun. Ríkisvæðing bankanna er hafin. Stíf fundahöld standa nú yfir víða um bæ, enda margt sem liggur fyrir að ríkisvæða.
Babb hefur þó komið í bát eftir að ríkisvæðing Glitnis var í höfn. Leit að nýjum bankastjóra ætlar að reynast erfiðari en gert var ráð fyrir.
Satt best að segja gleymdist alveg að pæla í þessu segir Rafn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi. Nú funda ráðamenn um þetta mál. Svo virðist sem erfitt verði að finna einhvern nægilega vanhæfan til verksins segir Rafn jafnframt.
Bergmálstíðindi munu hafa fingur á púlsinum og flytja fréttir jafnóðum og þær berast.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. september 2008
Viðsnúningur í efnahagsmálum
Mikil leynd hefur hvílt yfir fundi forystumanna flokkanna með bankastjórum Seðlabanka og viðskiptabankanna. Eðlilega hefur fólk velt fyrir sér hvað búi að baki. Bergmálstíðindi láta ekki sitt eftir liggja í þeim málum sem öðrum.
Bergmálstíðindi telja sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir að í vændum séu róttækar breytingar í íslensku efnahagslífi. Viðskiptabankarnir verði ríkisvæddir og gjaldeyrishöftum verði komið á að nýju. Eins verði gengi krónunnar ekki lengur fljótandi.
Við einfalda skoðun sést að mesta uppgangstímabil íslandssögunnar var á síðari hluta tuttugustu aldar segir einn flokksformaðurinn. Því er eðlilegt að horft sé til þess tímabils.
Verðlagsráði verður komið á laggirnar að nýju. Eins verða ýmsar smærri breytingar sem munu hafa sín áhrif, s.s. endurvakning Bifreiðaeftirlits ríkisins og Viðtækjasölu ríkisins. Útvarpslögum breytt til fyrra horfs og sala áfengs bjórs bönnuð að nýju svo eitthvað sé nefnt.
Það er allt til vinnandi að búa betur að krónunni okkar segir ónefndur bankastjóri.
Frést hefur að fyrrum framámenn Sambands íslenskra sammvinnufélaga fundi einnig þessa stundina.
![]() |
Ráðamenn funduðu fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. september 2008
Hraðfrystihúsið Íbó
Íbúðalánasjóður leyfir viðskiptavinum sínum að frysta lán í allt að þrjú ár vegna greiðsluerfiðleika.
Það minnir mig á nokkuð, fyrir nokkrum árum síðan. Þá var smá brekka hjá mér, fjárhagslega. Eitt af því sem þá var reynt var að biðja um frystingu láns hjá Íbó. Nokkrum dögum síðar barst mér bréf þar sem mér var tilkynnt að ekki væri hægt að verði við beiðninni þar sem ég hefði of lágar tekjur.
Aha, nákvæmlega.
Ég varð of kjaftstopp til að hringja og spyrja á hverju þau væru þarna niðurfrá. Verst þykir mér að hafa asnast til að henda umræddu bréfi, í stað þess að ramma það inn.
![]() |
Gæti bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Andlegar klósettferðir
Ég skil vel þá múslima sem finnst ekki við hæfi að hægja á sér mót Mekka. Hvort eitthvað sambærilegt eigi við um salerni og önnur trúarbrögð veit ég ekki. Líklega enginn hægðarleikur að vera strangtrúaður, vilji maður iðka trú sína af lífi og sál. Hinsvegar getur andleg iðkun hægt á huganum og ef til vill fleiru innra með manni.
Á boðorðum ég byggja fer
með blóði og svita.
Hallelúja og hægi á mér.
Ó, himneska skita.
![]() |
Ólympíusalernin snúi ekki að Mekka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. september 2008
Bláauglýsingar
Bergmálstíðindi brydda nú upp á enn einni nýjung. Blogg/Smá - auglýsingum, eða svokölluðum bláauglýsingum. Um leið og við birtum fyrstu auglýsinguna, viljum við hvetja bændur og búalið að nýta sér þjónustuna.
Einkamál
Ungur karlmaður óskar eftir að kynnast öðrum karlmanni með félagsskap í huga.
Er snyrtilegur og flottur. Ath. er 'bottom'
Svör berist afgreiðslu Bergmálstíðinda, mekt Bimbó 2008
![]() |
Jóhann er toppmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Heimskreppan skollin á?
Þetta er punkturinn yfir I-ið. Skollin er á heimskreppa segir Guðvarður Þorvarðarson, fjálmálafræðingur, um þau tíðindi að heimsmarkaðsverð á hjólkoppum hafi hrapað í morgun.
Við opnun kauphallarinnar í London hríðféll heimsmarkaðsverð á hjólkoppum. Verð hjólkoppa fyrir meðal fólksbíl, samkvæmt Valdibusvísitölunni, hefur verið nokkuð stöðugt um langan tíma, eða um 10 dollarar settið. Nú um hádegið var verðið komið niður í 3,2 dollara og hefur ekki verið lægra síðan árið 1931.
Sérfræðingar virðast á einu máli um að líklega eigi koppabransinn sér ekki viðreisnar von úr þessu, enda hafi kauphéðnar í síauknum mæli snúið sér að viðskiptum með áldósir og felgur. Guðvarður tekur undir þetta. Hann vill jafnframt meina að offramboð á teinóttum amerískum koppum hafi gert útslagið.
Það vill enginn þessa koppa lengur. Þeir voru vinsælir milli 1970 og 1980, meðan fólk ók enn um á viðarklæddum amerískum sleðum. Kaninn hefur ekki verið að fatta að þeir eru löngu orðnir 'out'.
Frekari tíðinda má vænta á viðskiptavef Bergmálstíðinda.
![]() |
Koppabransinn riðar til falls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. september 2008
Sannleikurinn um þyngri refsingar
Erlendur Baldursson afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir að þingmenn þyngi óhikað refsingar en þegar komi að fjárveitingum til fangelsismála hafi hinsvegar gegnt öðru máli. Á meðan dómar séu sífellt að þyngjast þurfi að koma til fleiri fangelsispláss.
Svo segir í frétt mbl.is. Í fyrstu virðist sem sjónarmið Erlends sé rétt og að breytingar laga hafi verið vanhugsaðar. Við nánari eftirgrennslan kemur þó annað í ljós.
Bárður Engilberts, sérfræðingur í fangelsismálum, segir þetta vera misskilning hjá Erlendi. Sjálfur hafi hann [Bárður] komið að undirbúningi frumvarps til laga á sínum tíma, sem ráðgjafi. Hann hafi áralanga reynslu af fangelsismálum, bæði í N-Kóreu og Lýbíu.
Bárður segir málið einmitt vera að lengja fangelsisvist án þess að bæta við gistirýmið. Það, eitt og sér, sé þó ekki nóg. Með lengingu refsivistar án fleiri fangaklefa þarf að setja tvo eða fleiri fanga saman í klefa. Hvernig fangar eru valdir saman í klefa er lykilatriði við hina raunverulegu þyngingu refsingarinnar.
Allir fangar þurfa nú að ganga gegn um ítarlegar rannsóknir og viðtöl. Niðurstaða þess er allnákvæm greining á skapferli, skoðunum, kímnigáfu, vitsmunum, ásamt mörgum fleiri þáttum. Þannig má setja saman ólíka einstaklinga sem ekki munu þola návistir hvers annars. Þannig verður vistin óbærilegri og refsingin þ.a.l. þyngri.
Framsóknar- og listamenn henta t.d. vel saman í klefa segir Bárður en bætir við, ég veit þó um eitt tilfelli þar sem það virkaði ekki. Ástæðan mun hafa verið sú að listamaðurinn var sænskur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)