Skítalykt af málinu

Ég tel að það séu ekki margir hæfir til að fást við sjúkdóminn alkóhólisma, sem enga persónulega reynslu hafa af sjúkdómnum. Ég skal ekki fullyrða um að enginn sé það, en ég tel að það sé í undantekningartilfellum.

Svo ég haldi áfram að beturvitrast og án þess ég hafi einhverjar konkret tölur að vísa í, þá er það jafnframt mín tilfinning að allmargir, ef ekki flestir, þeirra sem starfa beint með sjúklingum hjá SÁA sé óvirkir alkar og þekki af eigin raun baráttuna við Bakkus.

Að sama skapi er eitthvað sem segir mér að hjá fyrirtækinu Alhjúkrun, sem er „þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem útvegar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til heilbrigðisstofnana, fyrirtækja og einstaklinga“ séu óvirkir alkar ekki í meirihluta, ef einhverjir. Fyrirtæki sem er í raun bara starfsmannaleiga, eins og annar bloggari nefnir réttilega.

Hver er skýringin á að þeir sem ákvarðanavaldið hafa kjósi heldur að borga meira fyrir minna hæft fólk, en að borga minna fyrir hæfara?

Mér dettur t.d. í hug að ráðafólk hafi ekki hundsvit á alkóhólisma, ef heilbrigðismálum yfirleitt. Þeir virðast ekki heldur hafa vit á að leita ráðgjafar einhverra sem vit á þeim hafa.

Aðra skýringu hef ég heyrt. Ásta Möller.


mbl.is Gagnrýnir að ekki var samið við SÁÁ um áfangaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuníðingur

Ég átti erindi til kunningja míns í gær, sem býr í Túnunum. Þar sem ég ók niður Hátúnið leitaði hugurinn 24 ár til baka, til sumarsins '84. Þá hafði Glímufélagið Ármann aðstöðu á horni Hátúns og Sigtúns (nú Sóltúns). Ég vann hjá vinnuskólanum (unglingavinnunni) á svæði Ármanns.

Það var sólríkur og fallegur dagur. Þar sem við strákarnir vorum að raka hey eða mold, eða í einni af hinum vinsælu pásum, heyrðum við mikið dekkjaískur og bank. Við hrukkum við og litum kring um okkur. Bíll hafði ekið upp Hátúnið og við Miðtúnið hafði lítið barn hlaupið út á götuna. Það var hræðilegt að koma að. Mér var sagt síðar að barnið hefði lifað af, en þessari minningu gleymi ég þó aldrei.

Nú hefur hámarkshraði þarna verið takmarkaður við 30 Km/klst.

Þar sem ég var staddur svo að segja nákvæmlega á þeim stað er slysið varð, lullandi á 30, brunaði fram úr mér maður á jeppanum sínum. Hann var ekki undir 50 Km/klst hraða. Ég ætla ekki að hafa hér eftir þær kveðjur sem honum voru sendar. Fyrir mér er hann hreinn og klár ökuníðingur.


Hálfur utanríkisráðherra

Í nýjasta hefti Hvunndagstíðinda er skemmtilegt viðtal við Ragnar Reykás, fyrrverandi utanríkisráðherra. Viðtalið er á léttu nótunum og farið er lauslega yfir stjórnmálaferil Ragnars.

Í viðtalinu segist Ragnar ávallt hafa verið hálfur maður í starfi, enda sé það eðli máls samkvæmt. Gefum Ragnari orðið. „Að vera hálfur maður eða heill er nú ekki allt í þessu sambandi, sjáðu til. Ekki var ég alltaf heill þótt ég væri hálfur. Eins er sagt að hugurinn beri mann hálfa leið og svona, svo þá er alveg nóg að vera hálfur til að klára restina. Svo er maður alltaf meira og minna hálfur í þessum ferðalögum.“ Aðspurður um hvort hálfmennskan hafi aldrei háð honum í starfi, svarar Ragnar. „Nei, af og frá. Ég gerði mér alltaf ljóst að það skiptir engu máli hvort maður er hálfur í fullu starfi eða fullur í hálfu starfi.“


mbl.is Nánast hálfur maður sem utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjastjórn heitir 10 milljónum dala

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir að hin ýmsu bandarísku fyrirtæki sem nú berjist í bökkum í Afganistan muni fá 10 milljónir dala aðstoð á næstunni.

Peningunum mun verða veitt gegn um hið opinbera kerfi Good will for good friends, sem hefur gefið góða raun fram til þessa. Að minnsta kosti 45 milljörðum dala hefur verið veitt gegn um kerfið frá árinu 2003 sem opinberlega hefur verið veitt til Íraka þótt í raun renni féð til bandarískra fyrirtækja, eða hverfi með öllu.

Frú Rice segist þess fullviss að milljónirnar tíu muni renna á rétta staði en ekki enda í einhverju félagslegu bulli, eða „Some social crap“ eins og hún orðar það sjálf.


„Engin tilviljun. Bara heppni“

Segir Erlendur Karlsson, lögreglumaður á Seyðisfirði, sem hefur fengið viðurnefnið Karlmaður, fyrir hreysti.

Í morgun vaknaði grunur um að stór hassfarmur væri um borð í skipinu. Við leit um borð fundust nokkur hundruð kíló af hassi. Talið var í fyrstu að um svokallað meint hass væri að ræða, en við nánari skoðun kom í ljós að um ætlað hass var að ræða.

Erlendur Karlmaður Karlsson vildi ekki láta hafa neitt eftir sér hvort þetta þýði vægari eða þyngri refsingu. Það verði að koma í ljós. Um tilviljun og heppni sagði hann þó, „það er engin tilviljun að hundurinn fann þetta, en það var heppni. Hundaheppni, enda hundurinn einstaklega heppinn að eðlisfari.“


mbl.is Ekki tilviljun að hass fannst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný kynslóð iPhone

Apple kynnti nýlega til sögunnar nýja gerð framleiðslu sinnar, iPhone. Mun nýja gerðin vera hlaðin tækninýjungum sem hin eldri hafði ekki. Þar má m.a. telja, myndavél og útvarp, sem og þann nýstárlega möguleika að geta sent svokölluð smáskeyti (SMS).

Notendur hér á landi hafa átt í erfiðleikum með eldri gerðina og hafa þurft að standa í allskyns hugbúnaðaruppfærslum og aflæsingum, reglulega. Nýja gerðin mun þó verða auðveldari viðfangs, því fréttir herma að framkvæma megi slíkar aflæsingar á mun auðveldari hátt.

Uppskriftin er eftirfarandi:

4 þurrkuð og mulin froskaeyru.

5 uglutár

2 tsk. meyjarhland

10 blöð alparósar. ATH. þarf að vera tínd á fullu tungli.

Þessu er hrært saman í skál og tækinu síðan velt varlega upp úr. Aðgerðin tekur ekki nema örfáar mínútur.

Verði ykkur að góðu.


mbl.is Óvíst hvenær iPhone 3G kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópsk Sandskata í farvatninu?

Bergmálstíðindi hafa fyrir því heimildir að formenn stórra S-Evrópskra trukka- og flautusamtaka; þeir Stullo Carlos frá Spáni, Stullois Cavallier frá Frakklandi og Stullando Pedros frá Portúgal hafi sett sig í samband við Stulla Jóns formann Sandskötunnar, Samtaka hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum. Tilefnið er undirbúningur að stofnun sam-Evrópskra samtaka trukkakalla og flautuþeytara.
mbl.is Mótmæli gegn eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selurinn Ásdís

Húsdýragarðurinn í Reykjavík hefur fengið nýjan heimilismeðlim. Það er Selurinn Ásdís Rán, sem togarinn Nökkvi frá Hólmavík fékk í trollið. Ásdís mun hafa verið nokkuð þrekuð eftir, en slapp furðanlega vel við meiðsl. Ásdís er þegar farin að svamla meðal Snorra og hinna selanna og getur fólk því brugðið sér í Húsdýragarðinn strax í dag, að berja Ásdísi Rán augum.
mbl.is Ásdís Rán selur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Íslandi er best að búa

Lagið er í spilaranum.

Íslandi allt!


Skattrannsóknarmenn á sjúkrahús

Fimm starfsmenn skattrannsóknarstjóra í Ungverjalandi hafa verið fluttir á sjúkrahús undanfarna daga, alvarlega veikir.

Vart hefur verið undarlegrar hegðunar starfsmanna Ungverska skattrannsóknarstjórans undanfarið. „Þeir hafa hagað sér kjánalega og tekið heimskulegar ákvarðanir“ segir Zoli Bikavér, stjórnandi hjá stofnuninni.

Þessir fimm starfsmenn hafa undanfarnar tvær vikur unnið að rannsókn á klámmyndaframleiðanda. Hafa þeir ekkert annað gert, í tvær vikur, en að horfa á svæsnar klámmyndir. Menn hafa velt því fyrir sér hvort og þá hvernig tengsl geti verið milli klámáhorfsins og ástands starfsmannanna. Nú virðist þó greining liggja fyrir. Starfsmennirnir þjást af alvarlegu vökvatapi.


mbl.is Klám í vinnunni tekur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband