Miðvikudagur, 14. maí 2008
Evrópskir forstjórar á köldum klaka
Það eru erfiðir tímar framundan hjá forstjórum risafyrirtækja innan Evrópusambandsins. Nú hefur Sambandið skilgreint hámarks starfslokagreiðslna. Hvað þýðir þetta í raun fyrir forstjóra í Evrópu.
Bergmálstíðindi báru málið undir Vernharð Eysteinsson, sérfræðing í málefnum forstjóra og stjórnarformanna.
Þetta er svartur dagur segir Vernharður. Forstjórar, ekki síður en stjórnarformenn, eru yfirleitt í litlum tengslum við raunveruleikann og kunna vart annað en hnýta bindishnúta og eta vínarbrauð. Því er ljóst að forstjóri eða stjórnarformaður sem missir starf sitt er á köldum klaka.
Bergmálstíðindi spurðu Vernharð í framhaldinu hvort væri rétt að setja á þennan hátt, hátt launaða forstjóra á sama stall og t.d. ræstitækna.
Það er ljóst að ræstitæknir sem missir vinnuna á mun auðveldara að finna sér annað svipað starf við hæfi. Forstjórar kunna hinsvegar ekki að skúra, hvað þá meir. Það er ekki hlaupið að því fyrir þá að finna sér nýtt starf.
Aðspurður hvort hann trúi að innan við þúsund evrur dugi til að brauðfæða fimm manna fjölskyldu, segir Vernharður; Brauðfæða? Ég spyr bara eins og Marie Antonette. Af hverju borðar fólkið ekki kökur?
![]() |
ESB ræðst til atlögu við ofurlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Golf ei meir
George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur sannað fyrir umheiminum að þar fer maður með stórt hjarta. Af virðingu við stríðandi hermenn Íraksstríðsins lagði hann golfið á hilluna.
Mér þótti ekki við hæfi að á sama tíma og landar mínir deyja fyrir föðurlandið og Exxon, séu birtar myndir af mér, að spila golf með forstjóra Exxon segir Bush.
Talsmaður Hvíta hússins segir forsetann ekki hafa snert golfkylfu síðan árið 2003. Hann hafi heldur valið að fara í spilavítin, enda séu myndatökur þar ekki leyfðar og þar sé líka bar.
![]() |
Hætti í golfi vegna Íraksstríðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Hægðatregða í háloftunum
Flugfélagið JetBlue á yfir höfði sér skaðabótamál af höndum 25 farþega flugfélagsins. Málsástæður munu vera þær að JetBlue hafði tekið að sér að ferja hægðatregðusjúkling frá Minneapolis til Boston. Sjúklingurinn sat á salerninu alla leiðina og hamlaði þar með öðrum farþegum vélarinnar að gera þarfir sínar þar.
Ástandið var hræðilegt segir Maurice Smith, snyrtifræðingur, er var um borð í umræddu flugi. Fólk var farið að laumast í tómu sætaraðirnar og skila af sér þar. Það var gott að komast undir ferskt loft á ný.
Talsmaður JetBlue vill lítið láta hafa eftir sér um málið. Hann segir þó flugfélagið ekki halda úti rekstri almenningssalerna.
![]() |
Á flugvélarklói í þrjá tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Gunnhildur mætt!
Krían Gunnhildur, sem Seltyrningar líta á sem hinn eina sanna vorboða, lenti við Seltjörn í dag. Gunnhildur, sem er orðin fjörgömul, hefur komið að Seltjörn um margra ára skeið.
Gunnhildur færir okkur vorið segir Ævar Pétursson, Seltyrningur. Án hennar kemur ekki vor.
Þar sem Gunnhildur er komin nokkuð til ára sinna, leita Seltyrningar nú logandi ljósi að verðugum arftaka hennar sem boðbera vorsins, því ljóst er að ekki verður Gunnhildur eilíf.
Já við erum að reyna að finna annan fugl að taka við vorboðahlutverkinu segir Ævar. Við höfum engan fundið enn. Vonandi verðum við ekki of sein í því. Það væri verra er hér kæmi ekki vor eitthvert árið.
Gunnhildur og maki hennar, Sigfinnur, munu ala unga sína við Seltjörn en munu að því loknu flytjast búferlum til Jóhannesarborgar, þar eð þau hafa einungis tímabundið landvistarleyfi á Íslandi.
![]() |
Krían komin á Nesið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
KR hyggst bjóða fram
Gallup birti í dag nýja skoðanakönnun á fylgi flokanna í Reykjavík.
Samkvæmt henni hefur Samfylking fylgi tæplega helmings borgarbúa. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur dalað. Athygli vekur að samanlagt fylgi Framsóknarflokks og Frjálslyndra og óháðra hefur hrapað úr sjöþúsund og eitthvað niður í tvöþúsund og eitthvað. Fylgi þeirra slær einungis hátt í meðalaðsókn að heimaleikjum KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Í ljósi þess boðaði knattspyrnideild KR til fundar, síðdegis, þar sem ákveðið var að félagið skyldi bjóða sig fram í næstu bæja- og sveitastjórnakosningum.
Bergmálstíðindi náðu tali af Guðfreði Jónssyni, formanns knattspyrnuráðs KR. Guðfreður segir einsýnt í ljósi þessa að tími sé til kominn að íþróttahreyfingin láti að sér kveða í stjórnmálum, enda séu íþróttafélög á jötu borgarbúa og því hægara um vik að skara eld að köku séu réttir menn við kjötkatlana.
Það er ljóst að við stjórnvölinn getum við aflað íþróttafélögunum meiri tekna en sem nemur fimmfaldri pizzu- og pulsusölu allra hálfleikja sumarsins segir Guðfreður. Reynslan sýnir að 6527 atkvæði duga til að ráða lögum og lofum hér í bæ. Við erum við þess fullviss að ná þeim fjölda. Við þurfum einungis að hala þann fjölda inn á kjördag. Síðan má fjöldi stuðningsmanna hrapa niður í fjóra eða fimm, eins og dæmin sanna. Það breytir engu.
Aðspurður hvort það brjóti ekki gegn tilætluðu hlutverki lýðræðis, að keyra á stuðningi fjögurra eða fimm, segir Guðfreður spurninguna ómaklega og óviðeigandi.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Rauðhærðum strítt
Það virðist vera staðreynd, a.m.k. sums staðar í heiminum, að rauðhærðir krakkar líði fyrir hárlit sinn.
Þetta þykir mér alltaf jafn einkennilegt. Ég hef t.d. aldrei heyrt um að krökkum, eða fólki almennt, sé strítt fyrir fallegt bros eða falleg augu.
Ég viðurkenni að það er sumt sem mér er ómögulegt að skilja.
![]() |
Bannað að stríða rauðhærðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Athyglisverð rannsókn
Auðvitað er ekki vísindalegt að taka eitt tilvik og álykta út frá því. Hins vegar get ég ekki neitað að niðurstöður þessarar rannsóknar er í algerri þversögn við sjálfan mig.
Fólk sem sefur í minna en sex klukkustundir á sólarhring og þeir sem sofa í meira en níu klukkustundir eru líklegri til að borða of mikið.
Mínar svefnvenjur eru einhvernveginn á þann veg að flesta sólarhringa sef ég undir sex sólarhringum. Svo bæti ég mér það upp um helgar, með að sofa vel yfir níu tíma. Ég borða ekki of mikið. Ég borða eiginlega allt of lítið.
Samkvæmt rannsókninni, sem er ríkisstyrkt, eru þeir sem sofa laust líklegri til að reykja og hreyfa sig minna. Einnig eru þeir líklegri til að neyta meira áfengis.
Ég sef svo fast að háværa vekjaraklukkan mín er oft búin að vekja alla mína nágranna þegar ég loksins rumska. Ég reyki og hreyfi mig ekki meir en brýnasta nauðsyn neyðir mig til. Ég er líklegur til að neyta áfengis.
Öööö, þetta með ríkisstyrkinn.......sé ég ekki hvernig tengist niðurstöðum rannsóknarinnar.
Svo kemur reyndar hér...
Reykingar voru algengastar hjá þeim sem sváfu í minna en sex klukkustundir en 31% svarenda sögðust reykja daglega. Þeir sem sváfu reglulega í meira en níu klukkustundir voru einnig miklir reykingarmenn, alls 26%. Þeir sem sváfu venjulega í sjö til átta klukkustundir reyktu hlutfallslega minnst, eða 18%.
Framar kom fram að þeir sem svæfu laust væru líklegri til að reykja. Hér að þeir sem sofa í sjö til átta klukkutíma reyki hlutfallslega minna. Hvað með þá sem sofa laust, í sjö til átta tíma?
![]() |
Tengsl milli offitu og svefns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Nýju nágrannarnir
Það er svo sem ekki í frásögur færandi að eignast nýja nágranna. Mínir nýjustu eru þó svolítið sér á parti.
Fyst var hún bara ein, en var fljót að finna sér karl.
Þau hafa verið dugleg að fá sér göngutúra um hverfið.
Ég er alveg hæst ánægður með þessa nýju nágranna mína og það virðast fleiri vera...
...en þau flugu sína leið þegar kisi ætlaði að heilsa upp á þau.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. maí 2008
Salernisstuldur í Grímsnesi
Gísli Gunnarsson, frístundabóndi í Grímsnesi, hefur verið ákærður fyrir salernisstuld. Nágranni hans, Pétur Lövgren, lagði fram kæru á hendur Gísla fyrir að hafa stolið salerni úr bústað sínum.
Þetta er rándýrt Gustavsberg, með bremsufarsvörn segir Pétur.
Lögreglan hefur gert salernið upptækt og sent í sýnatöku til Tromsö í Noregi. Rannsókn málsins mun vera á lokastigi og verður að því loknu sent ríkissaksóknara. Þykir nokkuð líklegt að Gísli verði ákærður fyrir þjófnað sem og að hafa stundað ólögmæt þvag- og saurlát um fimm vikna skeið.
![]() |
Rotþró stolið og sett niður í nágrenninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Guðbrandur sest á hilluna
Guðbrandur Grapesson, barþjónn, hefur ákveðið að leggja rasskinnar sínar á hilluna.
Guðbrandur, sem um áraraðir hefur starfað sem barþjónn á Skálafelli er fyrir löngu orðinn landsfrægur fyrir þá list að geta kreist sítrónur með rasskinnunum. Enda hafa vinsældir gins í tónik, með sítrónu, vaxið með eindæmum á þeim bar.
Ég hef nú starfað í þessum bransa í yfir fjörutíu ár segir Guðbrandur. Þegar maður er farinn að nálgast sjötugsaldurinn er ekki laust við að sumir vöðvar muni sinn fífil fegurri. Nú er mál að linni og best að tylla sér á þessa margfrægu hillu.
![]() |
Brýtur kókoshnetur með vísifingri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)