Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Strunz
Samtök strunsandi kvenna strunsaði út frá sáttasemjara ríkisins, í dag.
Nú hefur félag kvenna á atvinnumarkaði, ásamt félagi sprautufræðinga hafið verkfall.
Sprautufræðingar sem og kvenmenn almennt munu hafa lagt niður störf sín.
Félag strunsandi kvenna skorar á ríkisstjórnina að gera eitthvað í málunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Vextir teknir til baka
Seðlabankinn hefur gefið út þá yfirlýsingu að vextir bankans, stýrivextir, muni verða dregnir til baka. Í upphafi munu stýrivextir bankans hafa verið um 9,5%, en eru í dag 15,5%. Nú hefur stjórn Seðlabankans ákveðið að draga til baka allar stýrivextihækkanir sínar frá upphafi.
Markmið vaxtalækkunarinnar er að koma efnahagskerfinu á þann stað sem það var á árið 1999, er hagvöxtur fór að aukast.
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að gull- og silfurforði ríkisins hafi staðið í stað en bronsforðinn hafi tvöfaldast við verðlaunatöku Völu Flosadóttir, um árið. Því sé nú tími aðgerða.
![]() |
Vaktakerfið dregið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Frír bjór handa eldri körlum
Jesus de Erectos, bæjarstjóri í Puerto Varas í Chile, hefur fyrirskipað að öllum karlmönnum 65 ára og eldri skuli gefnir átta lítrar af bjór á viku. Forsaga þess máls mun vera sú að eldri konur bæjarins hafi ítrekað kvartað yfir áhugaleysi karlpeningsins. Eldri karlmenn hafi ekki sýnt þeim tilhlýðilegan áhuga, heldur hafi í auknum mæli leitað í yngra kvenfólk. Ástæðan muni ekki vera risvandadamál heldur fyrst og fremst að þær þyki ekki nægilega aðlaðandi. Í tilskipun de Erectos segir: Vitað er að bjór hefur þau áhrif á neytandann að jafnvel ryðguð skófla verður áhugaverð. Því er reynandi sú leið að auka bjórdrykkju eldri karlmanna.
Þar sem ofangreind tilskipun er nýútgefin liggja ekki fyrir tölur um ágæti hennar. Þó munu vera vísbendingar í þá átt að hún hafi gefið góða raun.
![]() |
Eldri borgarar fá frítt viagra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Slæmt leturval eða saurugur hugsunarháttur?
Týpógrafía er mikil listgrein og ekki allra að hafa næmt auga fyrir leturgerðum. Hvar eitt letur eða annað á við og hvað ekki. Hvort heldur er út frá fagurfræðilegu sjónarmiði eða stemmningunni sem leturgerð skapar, sem oftast byggist á uppruna eða þekktri notkun hennar. Ég er aukvisi í þeim fræðum. Ég á hinsvegar vin sem er snilli þegar kemur að týpógrafíu, enda mikill áhugamaður um hana sem og hefur hann starfað í þannig bransa í mörg ár.
Þó held ég að það séu tilfelli þar sem jafnvel aukvisar eins og ég taka eftir klúðurslegu leturvali. Sumar leturtegundir eru þannig að enginn munur er á litlu L og stóru i, sem gera að verkum að auðvelt er að rugla þeim saman í fljótu bragði.
Ég man t.d. eftir, þegar ég var táningur, að pabbi minn og pabbi eins vinar míns voru á sama tíma að lesa bókina Ilmurinn og vorum við sífellt að sjá þessa bók liggjandi einhversstaðar á glámbekk, bæði heima hjá mér og hjá honum. Í okkar sauruga hugsunarhætti tókst okkur alltaf að mislesa titil bókarinnar.
Svo var það áðan að ég fór í Smáralindina og í mínum sauruga hugsunarhætti hélt ég sem snöggvast að þar hefði opnað verslun með hjálpartæki ástarlífsins. Svo reyndist þó ekki vera. Heldur var um að ræða klaufalegt val á leturgerð á auglýsingaskilti, að mínu mati.
Er þetta bara ég og minn neðanbeltishugsunarháttur, eða eru fleiri sem mislesa þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Bréf innkölluð vegna stórfelldra galla
FL Group hefur innkallað öll bréf í félaginu, þar sem komið hefur í ljós stórfelldur galli á þeim. Gallinn lýsir sér þannig að ógerlegt er að hagnast á bréfunum. Eingöngu er hægt að tapa á þeim og það stórlega.
Leifur Eiríksson, talsmaður FL Group, segir gallann ekki hafa komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þó hafa bréfin verið í umferð um nokkurt skeið.
Menn kipptu sér ekki upp við allt tapið, til að byrja með, en þegar það ágerðist fóru menn að skoða þetta betur segir Leifur. Orsökin mun vera mistök í uppsetningu og prentun bætir Leifur við.
FL Group hyggst koma til móts við þá sem eiga hin gölluðu bréf og bæta þeim skaðann. Auðvitað munum við gera það. Enginn mun skaðast þegar upp er staðið. Við munum skipta út öllum bréfunum fyrir önnur bréf, í Asbestverksmiðjunni hf segir Leifur.
![]() |
FL Group tekið af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Öflug 12 spora samtök
það er ekki ofsögum sagt að sprenging hafi orðið í starfi 12 spora samtakanna Al-Qaida. Haft er eftir Afgani Suranami, talsmanni samtakanna í Pakistan, að þar í landi hafi fundasókn fimmfaldast á jafnmörgum árum.
Sprenging á vel við segir Suranami.
Al-Qaida eru systursamtök Al-Anon og annarra 12 spora samtaka sem starfrækt eru um allan heim. Elstu 12 spora samtökin eru AA. Þau voru stofnuð of félögunum Bill og Ted, árið 1935. Í upphafi nefndust samtökin Excellent journey, en heiti samtakanna var síðar breytt í AA þar sem hátt heimsmarkaðsverð á bréfsefni, í kreppunni, gerði stutt heiti hagstæðara.
![]() |
Al-Qaida samtökin að eflast samkvæmt nýrri skýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Það verður vetur í sumar
![]() |
Allt á kafi í snjó fyrir austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Viðvörun frá Veðurstofunni
Veðurstofan gaf út stormviðvörun í kvöld, þar sem varað er við hvössum vindi á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, sem og á Stórhöfða.
Þessir þrír staðir hafa það sammerkt að þar eru vindmælar núllstilltir við 15 m/s.
Von er á um 50 m/s á fyrrgreindum stöðum og eru eigendur hjólhýsa sérstaklega varaðir við að vera á ferli, hvort heldur sem hjólhýsið er með í för eður ei.
![]() |
Varað við hvassviðri og slæmri færð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.4.2008 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Sinueldur á salerninu
Það varð uppi fótur og fit á Slökkvistöðinni í Reykjavík í dag. Mikinn reyk tók að leggja um húsnæðið og fór eldvarnarkefið í gang. Reykkafarar voru sendir um húsið og fannst eldur á salerni á 2. hæð. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thorvaldsen, vill ekki gera mikið úr atvikinu en viðurkennir að vegna samdráttar í fjárveitingum ríkisins hafi Slökkvistöðin þurft að skera niður.
Það er rétt. Við höfum þurft að skera niður og draga úr útgjöldum segir Gunnar. Eitt af því er að við kaupum ekki lengur klósettpappír, heldur notumst við hamp. Hampurinn er þó frekar eldfimur.
Orsök brunans er talið sú að í gær pöntuðu starfsmenn pizzur í hádeginu, með chilli og miklum jalapeño.
Það er bara svona, þegar menn skila svona heitu fæði af sér. Þá þarf að gæta að örygginu segir Gunnar.
Í framhaldi þessa segir Gunnar að Slökkvistöðin muni endurskoða matseðil starfsmanna.
![]() |
Sinueldur við slökkvistöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Athyglisvert
Í mínum huga er hernaðarbrölt Bandaríkjamanna og lagsmanna þeirra (Íslendinga m.a.) í Írak ekkert annað en hryðjuverk. Þangað var ráðist án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og undir yfirskyni einhvers sem enginn fótur var/er fyrir.
Að Obama gefi skít í prestinn sem heldur fram að Bandaríkjamenn fremji hryðjuverk í Írak, þýðir bara tvennt í mínum huga.
1) Hann er sammála honum, en er lýðskrumari.
2) Hann er ósammála og er þá ekki skömminni skárri en eðjótinn sem nú býr í Hvíta húsinu.
![]() |
Obama snýr baki við prestinum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |