Færsluflokkur: Bloggar

Efnahagslegur alkóhólismi

Fjallkonan er ung og saklaus. Eftir að hafa lifað við þröngan kost um langt skeið hefur hún hlotið talsvert frjálsræði. Aukið frelsi til orða og athafna.

Eftir mörg ár, undirokuð af umhverfi sínu, sem byggði innra með henni skert sjálfsmat hlaut hún skyndilegt frelsi.

Skyndilega gat hún verið lengur úti á kvöldin. Meira var í boði er ginnti unga sál. Meira fé milli handanna, að eyða.

Lífið var draumur. Hún kynntist hinu ljúfa lífi. Sem var nú eitthvað annað en í gamla daga.

Hún hóf að dreypa á lystisemdum lífsins. Kannski heldur ótæpilega á stundum. Hún komst að því að lífsins má njóta í dag, þótt það kostaði örlítinn hausverk á morgun. Nautnin nú skipti meira en vanlíðanin seinna. Ástandið ágerðist. Lengst af fór hún á stutt fyllerí, sem á eftir fylgdi stutt þynnka. Að lokum var svo komið að hún uppgötvaði að enginn þörf væri á að stoppa nautnina. Henni mætti viðhalda. Hún hóf sinn fyrsta almennilega fyllerístúr. Það sem gjarnan vildi fylgja fylleríunum var minnkandi sjálfstraust og sjálfsmat.

Vitanlega taldi hún sig samt allan tíman hafa stjórn á drykkju sinni. Hún lét lönd og leið raus annarra um að hún skyldi nú slaka á. Jafnvel gera eitthvað í sínum málum. Nei, henni þótti engin þörf á því. Hún réði við þetta sjálf. Því hélt hún fylleríinu áfram. Ein og sjálf. Hún lét ekki smá móral samfara fylleríi draga úr sér móðinn. Eftir fáeina daga byrjaði ballið á ný.

Margir höfðu varað hana við að án tilkomu annarra myndi hún verða sér til skaða. Hún hélt nú ekki. Hún væri sjálfstæð og gæti séð um sig sjálf. Þyrfti sko ekki leiðsögn einhverra annarra.

Því hélt hún áfram í sama mynstrinu, þar til botninum var náð. Hún drakk sig í þrot. Hún hlaut andlegt og líkamlegt skipbrot. Sjálfsvirðingin og sjálfsmatið var komið niður í núll. Enginn leit á hana sem ábyrgan aðila sem mark væri á takandi.

Þegar hér var komið við sögu hugsaði hún að kannski væri það rétt að hún þyrfti stuðning. Hún gæti ekki stjórnað sinni drykkju sjálf. Kannski það væri rétt eftir allt saman að án aðstoðar gæti hún þetta ekki. Sjálfsmatið var í algerri lægð. Nú væri tíminn, að læra af reynslunni og breyta, eða halda áfram í sama farinu. Ekki væri hægt að komast neðar.

Í áfallinu hugsaði hún hvort ekki væri rétti tíminn nú, að taka sér taki og ganga í félagsskap þeirra sem áður höfðu tekið sig saman um sameiginlega og gagnkvæma samvinnu um að eiga betra líf. Líf án rússíbanareiðar. Rússíbanareiðar þess sem stendur einn í vanmætti sínum.

Raddirnar sem til hennar töluðu voru þó margar og misjafnar. Sumar sögðu að hún gæti vel höndlað sína drykkju. Hún þyrfti bara aga og dugnað. Hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfstæði sitt. Raddir sem töluðu af vanþekkingu þeirra sem ekki þekkja til þess sjúkdóms sem hana hrjáði.

Nú situr hún, hvumpin og hugsar um framhaldið. Á hún að taka skrefið og ganga í hóp þeirra sem kjósa að vinna saman, eða standa áfram ein og óstudd. Hún veit að þótt vonleysið æpi á hana nú, kemur sú stund að sjálfsmatið lagast. Mórallinn þverr. Tekinn næsti túr með tiheyrandi skipbroti, verði ekkert að gert.

Hún veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort skipti meira máli, fullkomið óskert sjálfstæði eða að lifa hamingjusöm?


Hugleiðing um fyrirtæki, stjórnmál, tilgang og markmið

Mér finnst að mörgu leiti mega líkja þjóðfélagi við stórt fyrirtæki.

Ég er ekki að fara inn á HHG brautina!

Þjóðfélag er í raun stórt fyrirtæki þar sem þeir sem þar starfa eiga það og þeir sem eiga það starfa þar. Starfsemi félagsins er aðallega tvenn. Verslun og þjónusta.

Það rekur margvíslega þjónustu við starfsmenn sína og á viðskipti við starfsmenn og önnur fyrirtæki.

Fyrirtækið hefur tilgang og markmið. Þessu tvennu hafa sumir viljað ruglast á og/eða blanda saman.

Tilgangur félagsins er að veita starfsmönnum sínum sem besta þjónustu og starfsskilyrði.

Markmið félagsins er að bæta skilyrðin og þjónustuna.

Markmiðið er semsagt að efla tilganginn. Til að svo megi vera þarf fyrirtækið að hagnast. Hagnaðinn á síðan nota til að efla tilganginn.

Þeir sem hér hafa stjórnað hafa gjarnan ruglað saman markmiðinu og tilgangnum, eða a.m.k. hlustað á menn sem gera það.

Sumir menn hafa nefnilega talið að tilgangurinn sé að hagnast. Þá vill hinn raunverulegi tilgangur, þjónustan og starfsskilyrðin, gleymast.

...

Í Stórum fyrirtækjum, þar sem eigendurnir eru fjölmargir, er sá háttur hafður á að eigendur þess koma reglulega saman og velja þá menn sem stjórna skulu fyrirtækinu. Þeir sem fyrir valinu verða kallast stjórn fyrirtækisins. Stjórnin ákvarðar stefnu fyrirtækisins. Stjórnin ræður síðan aðra til að framkvæma það sem þarf, til að framfylgja megi hinni ákvörðuðu stefnu. Séu þeir sem eiga að framkvæma ekki að standa sig í starfi, getur stjórnin vikið þeim frá og ráðið nýtt fólk. Á sama hátt geta eigendurnir knúið fram fund til að velja nýja stjórn.

Þetta er ekki ósvipað í þjóðfélagi. Þó ekki alveg. Eigendurnir eru fólkið í landinu. Með reglulegu millibili velja þeir sér fulltrúa í stjórn. Stjórnin kallast þing. Eftir þetta eru völdin hinsvegar úr höndum eigendanna.

Eftir að stjórnin, þingið, hefur verið valið draga menn sig saman í fylkingar. Sú stærri ræður sjálfa sig til að framkvæma stefnu fyrirtækisins, sem að auki er aðallega mörkuð af stærri fylkingunni án mikils samráðs við hina smærri.

Stjórnendur fyrirtækisins kallast ráðherrar. Framkvæmdastjórinn kallast forsætisráðherra. Fjármálastjórinn kallast fjármálaráðherra og svo mætti áfram telja.

Séu ráðherrarnir ekki að standa sig í starfi hefur stjórn þess, þingið, vald samkvæmt lögum fyrirtækisins til að víkja umræddum aðila með að lýsa hann vantraustan. Þar sem stjórnin hefur hinsvegar dregið sig í fylkingar og sömu menn þeirrar stærri eru hinir sömu og á að reka, gerist það aldrei í raun. Eigendur hafa enga leið til að knýja fram fund til að velja sér nýja stjórn. Einungis stjórnin sjálf hefur til þess vald.


Davíð á Veðurstofuna!

Í fyrrakvöld skoðaði ég spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga. Samkvæmt henni þá, átti að snjóa eitthvað norðan- og austanlands en engin snjókorn sýnd á suðvesturhorninu. Ég hafði hugsað mér að skipta yfir á vetrardekkin áður en snjóaði að nýju og sleppa við langar biðraðir. Planið var að gera það seinni partinn í dag.

En, nei nei. Blasti ekki við manni alhvít jörð í morgun. Það var þá ekki annað að gera en hefja daginn á dekkjaverkstæði, með tilheyrandi bið.

Mér varð á orði við vinnufélaga, í fjaskasti, að Veðurstofan gæti ekki spáð einn og hálfan dag fram í tímann. Sama var uppi á teningnum um daginn, þegar fyrirvaralaust kyngdi niður snjó meðan forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína.

Ég sagði að Davíð hefði frekar átt að leggja niður Veðurstofuna en Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun hefði líklega getað átt þátt í að koma í veg fyrir að efnahagsástandið þróaðist eins og raun ber vitni. Hinsvegar sé Veðurstofan vita gagnslaus.

Eftir þetta fjas mitt kom félagi minn hinsvegar með frábæra lausn. Lausn fyrir Veðurstofuna, en ekki síður fyrir ástandið í þjóðfélaginu.

Gera þarf Davíð Oddsson að Veðurstofustjóra.

Með þeim gjörningi mætti ekki bara taka til í Seðlabankanum, heldur fengjum við mann á Veðurstofuna sem gæti tryggt okkur betra veðurfar. Það var nú hann sem fann upp góðærið, var það ekki?

15,5°C stýrihitastig ásamt afnámi vindskyldunnar myndi gerbreyta öllum aðstæðum hér. Ég gæti þá látið gamla drauminn rætast, að gerast kókoshnetubóndi.


Vísukorn um þróun íslensku útrásarinnar

Góðvinur minn, Bóas Bóason bóndi á Bræðrabólsstað, bað mig að birta þessar línur fyrir sig. Hann vill taka fram að hann er ekki framsóknarmaður, heldur borði hann lífrænt og stundi jóga.

 

Sagan hefst er alþjóð sat
og átti ei mat.
Var frat.

Í þá tíð menn riðu um sveitir.
Sumir feitir,
Búlduleitir.

Aðrir, með nöfn eins og danskinn.
Þekktu manninn
og hinn.

Í bróðerni þeir rjómann hlutu.
Undan skutu
og nutu.

Að kjötkötlum einir sátu.
Þeir sem gátu
og átu.

Tími skipta og gjafa
Sértu í vafa,
spurðu afa.

Öldin leið á Sovét-eyju.
Þar til sem meyju
úr spennitreyju.

Losað um allt sem að var keppt.
Öllu sleppt.
Fráhneppt.

Menn sem höfðu harma að hefna.
Fengu banka gefna.
Þá eigi skal nefna.

Einn og annar fermingarfýr
Kankvís og hýr,
eignaðist kýr.

Í austur og suður skunduðu fljótt.
Eignuðust skjótt.
Dag og nótt.

Í innanhússbisbíss má feika,
gróða og meika,
bónusa bleika.

En Bónus gríss mátt þér óska,
sé það þrjóska
og þú ljóska.

Víkingarnir heiminn trylltu.
Þeir kónginn hylltu
og fylltu.

Á Svörtuloftum bindin skildu
að bindiskyldu
þeir ekki vildu

Ríkisforsjáin var ekki á sveimi.
Hún var í algleymi,
höfð í teymi.

Alþjóð tók þátt í sukki.
Í lánajukki,
með trukki.

Vildi ekki góðærinu sleppa.
Hún þurfti jeppa,
til að skreppa.

í góðærinu birtist einstaka haus.
Með varnaðarmaus.
Þvílíkt raus.

Í orgíunni eltast hverjir við aðra.
Ha? Uppblásin blaðra?
Hvar?...Naðra?

Hún Ameríka fór að sverfa.
Djöfuls herfa.
Best að hverfa.

Nú allt í einu þjóðin var í súpu.
Hinir skruppu í rjúpu,
til Kúbu.

Þótt gott sé að dvelja syðra.
Koma þeir sem vilja iðra,
þegar betur mun viðra.


VARÚÐ!! Foreldrar athugið! Nýtt eiturlyf á markaðnum!

Eftirfarandi skilaboð fékk ég í tölvupósti frá íslenskum lögreglumanni nú áðan.

Please pass this on even if you do not have kids in school. Parents should know about this killer drug.






This is a new drug known as 'strawberry quick '.
There is a very scary thing going on in the schools right now that we all need to be aware of.

There is a type of crystal met h going around that looks like strawberry pop rocks (the candy that sizzles and 'pops' in your mouth). It also smells like strawberry and it is being handed out to kids in school yards. They are calling it strawberry meth or strawberry quick.

Kids are ingesting this thinking that it is candy and being rushed
off to the hospital in dire condition. It also comes in chocolate, peanut butter, cola, cherry, grape and orange.

Please instruct your children not to accept candy from strangers
and even not to accept candy that looks like this from a friend (who may have been given it and believed it is candy) and to take any that they may have to a teacher, principal, etc. immediately.

Pass this email on to as many people as you can (even if they don't have kids) so that we can
raise awareness and hopefully prevent any tragedies from occurring. 

Read more about this in the link below.


http://www.foxnews.com/story/0,2933,271215,00.html
 

 

 

Detective Danny Perry

Louisville Metro Police Department

Criminal Intelligence Unit

633 West Jefferson Street

Louisville, KY 40202

502-574-7618 Desk

502-744-6618 Cell

502-636-4247 Fax


Gengisfelling orða

Það er með ólíkindum hvernig fólk virðist komast upp með að kalla alla skapaða hluti mansal. Lengi hafa ýmsar raddir hérlendis t.d. notað orðið mansal í tengslum við súludans.

Samkvæmt mínum orðskilningi er mansal ekkert annað en þrælasala. Það er nöturleg staðreynd að slíkt er til. Sumsstaðar eru t.d. konur sviptar vegabréfi sínu og neyddar í kynlífsþjónustu. Það er ekkert annað en þrældómur. En þegar einhver, af fúsum og frjálsum vilja, kýs að afla sér tekna við að glenna sig upp við súlu er ekki um að ræða þrældóm.

Í viðtengdri frétt er fjallað um smyglhring. Fólk frá Indlandi borgar fúlgur fjár til að fá sér smyglað til Bretlands. Þau ákveða það sjálf og borga fyrir þjónustuna. Hver er þrældómurinn? Hvert er mansalið?

Mansal er grafalvarlegur hlutur  og óþolandi að sjá það orð gengisfellt sí og æ. Á endanum hættir fólk að gera sér grein fyrir alvarleika þess.

Fólkið sem um ræðir í fréttinni, er líklega einungis að reyna að eignast betra líf og er tilbúið að greiða það háu verði. Að tala um mansal er hrein firra.

 


mbl.is Mansalhringur upprættur í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélagslegur súrrealismi

Menn tala um að Íslendingar hafi nægar stoðir að byggja á, s.s. álframleiðslu og sjávarútveg. Æði!! En hvað þegar menn fá ekki borgað fyrir fiskinn? Allt stíflað vegna gengis matadorpeninganna okkar og vegna vantrausts á íslenska bankakerfinu.  Jú, ok. Menn tóku á það ráð að framkvæma allar millifærslur gegn um Seðlabankann. Sniðugt. Samt er allt stíflað enn Woundering Skyldi það vera vegna þess að útlendir treysti ekki Seðlabankanum betur en svo?

Menn funda. Funda og funda sem aldrei fyrr. Fermingardrengur mætir á blaðamannafund og segir að eitthvað verði ákveðið á næstu dögum.

Það er fjármálakreppa á bátnum. Við höfum fermingardreng, fiski-líffræðing og dýralækni um borð. Jú, líka einn hagfræðing, en hann virðist hafa gleymt öllu sem hann lærði í skóla. Svo höfum við löffa í Seðlabankanum.

Það er nefnilega þannig, að sama hvað maður lærir, ef maður tileinkar sér það ekki fennir fljótt yfir vitneskjuna.

Er ég bara svona súr, eða er þjóðfélagið svona súrt? Þetta er eins og súrrealískur draumur. Hann er þó ekki blautur þessi.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konráð er góður

Ekki veit ég hvort verð og gæði fari saman hér. Það er víst ekki algild regla. Ég væri samt alveg til í góðan konna.

Ég þarf væntanlega að vera útrásarvíkingur til að hafa ebbni á þessu. Held mig líklega bara við íslenska ölið


Ég er bátsmaður, einn á báti og heimta kjöldrátt

Nú á seinustu dögum, í öllu efnahagsfarganinu, er sumum ansi tíðrætt um báta. Talað um þjóðarskútuna, sem réttilega hefur strandað langt upp á túni. Í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra, sté varla sá maður í pontu að hann talaði ekki um báta. Að tala í líkingum var þema kvöldsins og tengdist aðallega sjávarútvegi. Ólgusjór, allir í sama bát, yrir utan þjóðarskútuna sjálfa. Það gefur á bátinn við Grænland, söng einhver. Jú, Ísland er við Grænland svo það er allt satt og rétt.

Hvar var ég?....Jú, þetta með bátinn. Allir í sama bát. Það er auðvitað tómur þvættingur. Í besta falli störfum við hjá sama útgerðarfyrirtækinu, Bruðli hf. Hver á sínum bát þó. Einhverir á lystisnekkjum, aðrir á skemmtiferðaskipum. Flestir þó á opnum árabátum og því miður einhverir sem ekki einu sinni hafa bát, heldur halda sér í fljótandi trjádrumba. Sjálfur er ég á þokkalega vel tjörguðum árabát. Ég sé þó engan biskup þar um borð.

Í öllu havaríinu undanfarið hafa heyrst raddir um að nú sé ekki tíminn að leita sökudólga. Heldur skulu allir taka til, saman. Mér finnast það klénar raddir. Hví ætti ég að taka til eftir partíið í næsta báti? Bátnum þar sem formaðurinn var fullur og klessti á bátinn minn, svo leki kom að. Á ég bara að ausa og ausa meðan fíflið sem ók á mig siglir makindalega burt? Nei!

Þannig vill til að ég hef ráðið mér starfsmenn á minn bát. Nokkrir eru nú að ausa og ég vil að hinir fari nú og kjöldragi kvikindið á hinum bátnum. Það getur vel gerst samhliða austrinum og má ekki bíða. Hinn seki má ekki komast undan.

En svona án líkinga og annars orðskrúðs, þá á þetta við um raunveruleikann líka. Auðvitað á að taka til og bjarga því sem bjargað verður, strax. Hins vegar má á sama tíma setja aðra í þá vinnu að þefa uppi sökudólgana, áður en þeir koma sönnunargögnum fyrir kattarnef.

Svo ég skelli mér aftur í líkingarnar...Ef kveiknar í, er strax hafist handa við að rannsaka brunann. Það er ekki beðið í margar vikur eða mánuði meðan húsið er endurbyggt. Nei, vísbendingarnar um upptök brunans eru nefnilega til staðar í upphafi, en ekki eftir að skipt hefur verið um hverja spýtu hússins.

Það þarf að finna sökudólgana strax og gera þá óvirka svo þeir valdi ekki meiri skaða en orðinn er. Það er ekkert vit í að hafa þá enn valsandi allsstaðar og innan um, meðan hinir eru að reyna að byggja upp.


Davíð konungur híf(a)ður

Með ferilskrá sem meðal annars státar af afrekum á borð við þau að fella sjálfan Glitni, hefur Davíð konungur hingað til verið talinn geta staðið af sér flestar ógnir. Ekki þó af völdum dansks glæpamanns með krana.

Þótt Davíð þyki mikill að efni og umfangi verður þó að segjast að danskurinn, Egon Jeppesen, hafi færst of mikið í fang. Overkill, eins og tjallinn kallar það. Að sögn blaðsins Bergmåletidende í Esbjerg, mun Egon hafa ætlað sér að hefna ófara sinna. Hann mun hafa átt hlutabréf í ónefndu fyrirtæki, sem gekk manna í millum í fyrra, með tilheyrandi hækkandi tölum á verðmiðanum. Hinsvegar hafi komið í ljós að verðmiðinn var úr svo lélegum pappír að verðgildi hans hafi í raun verið ekkert. Það hafi hins vegar ekki komið í ljós fyrr en Davíð hafði keypt ölið og drukkið. Því hafi hafi hann verið hífður hífaður.


mbl.is Davíð konungi í Vorrar frúarkirkju stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband