Færsluflokkur: Bloggar

Blætisblæti

Já. minns alveg að týna sér í blætinu. Klikkaði á einni klippu í breikdansblætinu. setti inn 'first battle' en klikkaði á 'second battle' Þar er sem fyrr Ice-T að jóðla. Glöggir athugendur heyra ef til vill í 'The art of noise' fyrstu sekúndurnar. engir andsotans sveittir og rifnir gítarar þar.

Annars ætlaði ég ekki að blæta svo mikið núna. Smá breikblæti on ðe sæd.

Klukkan er orðin allt of seint. Allavega, þá er hverjum manni hollt að taka Össurinn stöku sinnum. Nú hef ég Össurað talsvert og er sæll og glaður.


Meira blætisblogg

Eins og ég gat um í Kraftwerksblogginu, er ég á blætistrippi þessa dagana. Jafnframt hótaði ég sérstöku blætisbloggi um electro funk. Nú ætla ég að standa við þá hótun, en fara smá krókaleið. Lagt verður upp frá Kraftwerk, komið við í breikdans-blæti og þaðan í elektró fönk-blæti.

Þegar ég fór á youtube að leita að Kraftwerk myndböndum, rakst ég á atriði úr kvikmyndinni Breakdance. Kraftwerk leikur fyrir dansi.

Kallinn fékk heilmikið nostalgíukast við að rekast á þessa klippu og tók sig upp mikið nostalgíublæti. Best að henda inn öðru atriði úr sömu mynd.

Finna má heilmikið af breikdans efni á netinu, en það er sérstök ástæða fyrir að ég valdi klippuna að ofan, fyrir utan nostalgíuna. Tónlistin. Þeir sem nenntu að skoða klippuna hafa ef til vill tekið eftir að þarna var enginn annar en Ice-T gamli að fremja elektró fönk. Fáum aðra klippu frá sama tíma, en úr annarri mynd. Beat street.

Elektró fönkið allsráðandi á þessum tíma sem breikdanstónlist.

Ég ætla ekki að halda neinn lærðan pistil um elekró funk, heldur bara að hafa hér í frammi nostalgíurunk. Kannski samt smá útúrdúr í lokin.

Á sama tíma og sumir breikuðu úti á götu, við elekró fönk, dönsuðu aðrir við Italo disco, á skemmtistöðum evrópu. Í dag er mikil tíska að minnast níunda áratugarins með hæðnisglotti á vör og æluna í kokinu. Hér er ein klippa sem er skemmtilega hallærisleg. Á meðan þið lokið augunum og ælið yfir lyklaborðið, skuluð þið samt hlusta. Hér er ekta Ítaló diskó.

Þá er komið að uppskrift mánaðarins.

Takið nokkur afbrigði af Ítaló diskó og marinerið í elektró fönki í 25 ár.

Berið svo á borð fyrir almúgann, t.d. á Thorvaldsen og Nasa.

Verði ykkur að góðu.

Þetta lyktar langar leiðir af elekró fönki og Ítaló diskói.


Kraftwerksblæti

Meira blæti, meira blæti. Þetta eru orðin alger blætisblogg hjá mér núorðið og fleiri blæti bíða bloggunar. Nú er maður svo skrambi önnum kafinn alla daga að maður tekur bara Össurinn á þetta og bloggar síðla nætur.

Kraftwerk er blæti þessa pistils.

Ég klæddi mig í bol í morgun, merktum Kraftwerk.

„Pabbi, hvað er þetta með þig og Kraftwerk?" spurði sonurinn mig. „Kraftwerk eru guðir" svaraði ég.

Það var snemma árs 1982 sem ég kynntist Kraftwerk. Fram að þeim tíma var ég bara strákskratti sem hlustaði á Halla og Ladda meðfram því sem var meinstrím og spilað á Gufunni.

Þetta vor vildi svo til að fjögurra ára gamalt Kraftwerk-lag varð vinsælt í Evrópu. Lagið heitir The Model (Das Modell) og kom út árið 1978 á plötunni The Man Machine. Stóri bróðir minn keypti þá téða plötu. Ég stalst í hana og varð heillaður. Gersamlega heillaður. Ekki bara flottar melódíur. Líka flott sánd. Ekki þá bara upptökurnar, heldur heillaðist ég svo af hljóðgervlunum og öllu því gumsi.

Ég hafði fundið eitthvað sérstakt.

Ég man að um sumarið fór ég í sveit og hringdi, gegn um sveitasímann (tvær langar, tvær stuttar) til bróður míns og bað hann að taka plötuna upp, á kassettu og senda mér. Eftir að ég fékk kassettuna í hendur varð hún staðalbúnaður í bifreið heimilisins. Það voru allir að fíla tónlistina. Karlinn, kerlingin og sonur þeirra. Fyrir utan okkur öll, krakkana sem vorum þarna í sveit. Spólan var spiluð langt fram yfir heyskap.

Allavega. Þarna uppgötvaði ég tölvutónlist og komst að því að það þarf ekki endilega að heyrast í rifnum gítar til að geta notið.

Tónlistarlega, eru þetta tímamót í mínu lífi. Ég fílaði samt og fíla enn sumt af gamla pönkinu, eins og Clash, sem er hrein snilld.

Eftir þetta fór ég að gefa meiri gaum að annarskonar tónlist en einhverju meinstrím rokki og poppi. Árið 1984 kynntist ég svo electro funk tónlist, sem er bara snilld. Tek alveg sér blætispistil um það síðar.

Kannski varð þessi tímapunktur árið 1982 til að gera mig að þeim píkupoppara sem ég er í dag. Hú nós. Allavega...þá var þetta alveg dæmigert fyrir Kraftwerk. Lag sem þeir gáfu úr árið 1978 varð ekki vinsælt fyrr en fjórum árum seinna. Þeir voru alltaf of langt á undan sinni samtíð.

Svo auðvitað kom að því að það dró saman með Kraftwerk og öðrum. Tæknin gerði öðrum kleift að framkvæma svipaða hluti (án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því). Kraftwerk verður þó ávallt feti framar í huga mér.

 

Ég setti í spilarann endurblandaða útgáfu af laginnu Autobahn. Lagið kom first út árið 1974. Við erum að tala um ári aður en diskóið varð til.

Skondið, að sum lögin þá (endurblönduð árið 1991) voru gersamlega endurgerð en Autobahn ekki. Það hljómar svo til eins og árið 1974 nema með nútíma tækni hafa þeir gert það eins og þeir hefðu viljað geta gert það árið 1974.

 


Auglýsingablæti

Jæja. Búinn að skella auglýsingunum góðu í ramma. Næsta verk er að finna hverri og einni stað. Ætli sá hausverkur endist ekki eitthvað fram á haustið Tounge

Eins og sjá má er smá sjúskleiki til staðar, eftir nag tímans tannar. Það er líka miklu betra. Hvað er gaman að gamalli auglýsingu sem er eins og ný?

Iðunnar skór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gefjunargarn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Emmess ís

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heklupeysur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Happadrætti Styrktarfélags vangefinna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flamingo hárþurrka frá Fönix

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Cherry Blossom skóáburður


Smellurammar

Sussu. Hví ætti einhver að blogga um smelluramma og hví ætti einhver að nenna að lesa smellurammablogg? Líiklega enginn.

Það er nú samt þannig að fyrir áratug eða svo áskotnaðist vini mínum gamlar auglýsingar, sem voru prentaðar í fyrirtæki sem hét Fjölprent og er ekki lengur til. Hann sá ekki bjútíið við auglýsingarnar þá, en hefur nagað af sér bæði handabökin síðan, eftir hann gaf mér téðar auglýsingar. Ég setti þær í smelluramma og hengdi upp.

Þegar ég skildi, fyrir 6 árum síðan lentu myndirnar utangátta og náðu aldrei upp á vegg hjá mér. Síðan brotnuðu flestir rammarnir og hef ég síðan verið á leiðinni að kaupa nýja. Sirka 3 ár síðan.

Í gær keypti ég nýja ramma og bíða auglýsingarnar þess að fá veglegan sess. Uppi á veggjum.

Ein lifði af bramboltið um árið, en hinar verða rammaðar inn á morgun. Svo er bara að hengja þær upp.

Pósta myndum af þeim seinna. Alveg unun að spá i 40 - 50 ára gamlar auglýsingar. Svo ólíkar þessu gumsi sem sést í dag.


Monopolytíðindi

 

Monopoly - The SimpsonsFöðurbetrungarnir og ég héldum áfram fjármála- og umsýsluspilinu Monopoly í kvöld. Leiknum sem við hófum í gærkvöldi.

Ég hafði ekki spáð í það fyrirfram, en þetta er ágætis leið til að kenna þeim ýmis fjármálafyrirbæri, s.s. hvað tryggingaveð er og lögmál framboðs og eftirspurnar. Undir- og yfirboð. Hvenær maður er í stöðu til að prútta kaupverð niður og söluverð upp. Viðskipti með eignir á opnum markaði er leyfð. Í spilið vantar hinsvegar vexti af lánum. Höfum rætt að innleiða og útfæra reglur um vexti í næsta leik.

Framvindan í kvöld var á þann veg að ég hagnaðist verulega á leigu af eignum mínum og stofnaði Brjánn Group.

Á morgun verður leiknum haldið áfram. Leikið verður til þrautar þar til eitthvert okkar stendur uppi með allar eignir. Eðlilega, enda heitir leikurinn Monopoly.

 Duff gardens

 

Duff gardens og lestarstöðvarnar hafa skilað sínu.

 Hreysið og Dekkjahrúgan

 

Þessi hétu Reynimelur og Víðimelur í Matador.

 

Bóbó on ðe húkkBóbó var hengdur upp á krók í kvöld. Allt svo, búrið hans. Hann var í sjöunda himni með þá ráðstöfun, enda hans líkar hrifnastir af að vera ofarlega og hafa yfirsýn. Hann hefur verið og verður skilinn útundan í Monopoly. Hann er of mikill sósíalisti fyrir þann leik. Hann myndi ríkisvæða allt klabbið.


Gums

Búinn að vera latur að blogga undanfarið. Tilhugalífið tekur sinn toll. Hef verið að kynnast yndislegri konu. Erum búin að spjalla mikið og lengi. Skemmtileg og spennandi manneskja. Já og líka flott. Fokking flott, en umfram allt, skemmtileg og opin og laus við afbrýðisemi, sem mér finnst mikilvægt. Ég hef fengið meira en nóg af afbrýðisemi í fyrri samböndum. Afbrýðisemin er eitrandi og bara hreinn viðbjóður. Bara gaman. Samdi um það lag sem ég setti í spilarann.

Annars bara æðislegur tími núna með föðurbetrungunum. Keyptum smá stöff handa Bóbó, sem varð alveg himinlifandi. Nýtt dót og eitthvað nýtt að naga. Bóbó er alsæll.

Fullt að gera susum, en á morgun höldum við áfram með Simpsons-Monopoly sem við spiluðum í kvöld. Minns á fæstar eignir en mestan pening. Spurning hvernig það fer. Þau mala mig örugglega, enda miklu klárari en ég.

 

b.t.w. mér finnst að landspabbi eigi að finna sér vinnu í skósmiðju. það er, ef hann kann til verka eða hefur verkvit yfir höfuð.

hmmm, er ekki viss

 

 

ave


Neytendablæti

LoXins er sumarfríið hafið og föðurbetrungarnir komnir í föðurhús. Já og Bóbóhús. Sótti þau um hádegið og svo fórum við á búðaráp.

Það er einn réttur í uppháhaldi okkar allra. Pasta með Carbonara sósu. Ég nenni þó sjaldan að gera ekta sósu, með ekta Parmesan og öllu hinu júmmúlaðinu. Það er svo þægilegt að geta græjað pakkasósu á nokkrum mínútum. Þó ekki hvaða sósu sem er. Ó nei. Það er einungis ein sem kemur til greina. Sósan frá Toro. Toro CarbonaraNei, þetta er ekki auglýsing. Þetta eru meðmæli. Aðrar sósur þykja mér ýmist vera bragðdaufar eða hreinlega vondar á bragðið, eins og sú sem víðast virðist fást og bragðast sem viðbrennd. Þar sem það er gæðavottun fyrir verslun að hafa til sölu Carbonara frá Toro beini ég viðskiptum mínum þangað. Eins skrýtið og það er er leitun að verslunum sem selja þessa sósu, meðan viðbrennda sósan fæst alls staðar. Svo er alltaf að breytast hvaða verslanir það eru sem selja hana. Eitt sinn fékkst hún alls staðar. Síðan bara í Hagkaupum. Því næst bara í Hagkaupum í Kringlunni. Síðan bara í Skeifunni. Síðan ekki í Hagkaup, heldur í Bónusi. Úff. Ekki lengur í Bónusi í Skeifunni heldur í Kringlunni. Því hef ég það fyrir reglu að byrgja mig vel upp þegar ég kaupi Carbonara. Maður veit aldrei hvenær hún hættir allt í einu að fást og maður þarf að hefja leitina á ný.

Eins og áður sagði, fórum við að versla í dag. Vitanlega var meðal annars farið í Bónus í Kringlunni.

Ég tel mig sæmilega meðvitaðan neytanda, en ég er enginn neytendamála- eða verðlagsfíkill. Er þó skráður félagi Neytendasamtakanna. Ég er ekki sérlega duglegur að fylgjast með verðhækkunum milli daga og vikna, en ég spái í kílóverðið og hlutum eins og hvort skinkan er að tólf eða þrjátíu hundraðshlutum vatn. Afleiðing af þessari neytendavitund minni er að ég tek eftir verðmerkingunum og hvort þær vanti. Ein regla hjá mér er að óverðmerkt vara fer ekki í innkaupakerruna.

Allur gangur er á hvernig verslanir standa sig í verðmerkingum. Sumar standa sig almennt vel. Vil ég þar nefna Hagkaup. 10-11 finnst mér mætti bæta sig. Allt of mikið um að merkingar vanti, eða séu beinlínis rangar. Kjöthakkið kallað kjúklingur og sultan kölluð hveiti. Bónus, a.m.k. í Kringlunni, notast við rafrænar merkingar. Það tryggir hvorki að merkingar vanti ekki né þær séu við rétta vöru. Þær tryggja þó að verðið er 'öpp tú deit'. Mér finnast merkingamál Bónuss í Kringlunni vera almennt í lagi. Einu tók ég þó eftir. Sum verðspjöldin sneru á hvolfi. Mér er óskiljanlegt hvernig það getur gerst, þar sem greinileg gul rönd er á spjöldunum neðanverðum og því augljóst hvort þau snúi rétt eður ei. Kaldhæðnislegt líka að fyrir vikið virðist verðið hærra, séð á hvolfi.

Ég smellti af þremur myndum. Hefði ég myndað öll skiltin sem sneru á hvolfi, hefðu myndirnar orðið miklu fleiri.

Verðmerkingar

 

 

 

 

 

 

Verðmerkingar

 

 

 

 

 

 

Verðmerkingar

 

 

 

 

 

 

 

Nú er hagsýna húsmóðirin á leið fram í eldhús og að eldavélinni. Þar sem hennar staður vitanlega er.

Er semsagt farinn að elda. Ave


Bergnuminn!

Vá! Vá og aftur Vá!

Ég hef löngum talið dýr hugsa og vita meira en okkur mannfólkið grunar, en það sem ég var að sjá gerði mig algerlega kjaftstopp.

Er búinn að vera á bloggrölti í kvöld og hjá Svani Gísla Þorkelssyni er tengill á myndband af listafíl. Ég skora á alla að skoða það.

Svo dirfist fólk að tala um skynlausar skepnur.


Föðurbetrungarnir endurheimtir

Það var stór stund í gær. Ég hitti föðurbetrungana mína á ný eftir 3ja vikna aðskilnað. Þau búin að þvælast um Florida skagann og Bahama eyjar.

Sagðist ætla að bjóða þeim út að borða og eins og venjulega fengu þau að velja staðinn. Aldrei þessu vant voru þau sammála um staðarval. Farið skyldi á Pítuna.

Áttum gæðastund þar. Spjölluðum, fífluðumst og hlógum. Mikið finnst mér alltaf vera skemmtilegra og skemmtilegra að vera pabbi. Hvert aldursskeið er einstakt. Nú eru þau orðnir unglingar og aldrei verið skemmtilegri.

Flottust

 

 

 

 

 

 

 

Hver eru flottust? 

Þau færðu mér gjafir að vestan. Alveg frábært hvað þau hafa góðan sans fyrir gamla kallinum. Náðu sko alveg að finna eitthvað sem hitti í mark.

Eins og þessir bolir.

Bank of dad

 

 

 

 

 

Peningar pabba vaxa á trjám

 

Leti borgar sig strax

 

 

 

 

 

Segið svo að leti borgi sig ekki!

 

Svo auðvitað bjór bjóranna...

Duff

 

 

 

 

 

Reyndar bara orkudrykkur, en samt...

 

Svo ein í lokin, þar sem hún Birna mín ákvað að 'pósa'

Pós

 

 

 

 

 

 

 

Ef þetta eru ekki falleg börn, veit ég ekki hvað falleg börn eru

Ég er svo ríkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband