Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 17. maí 2008
Galdratala, út í hött
Ég hef ekki kynnt mér reglur um gjafsókn, en er sammála því að einhver 130 þúsunda króna tekjumörk eru della.
Í raun ættu allar málafyrirtökur þar sem þegnar sækja á ríkið að vera gefins, rétt eins og erindi til Umboðsmanns Alþingis. Hvað varðar einkamál ætti það að vera matsatriði hverju sinni en ekki einhver galdratala. Fáránlegt að setja puttann í loftið og úrskurða 130 þúsund. Á hverju byggir sú ákvörðun?
Þrengt að réttinum til gjafsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2008 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. maí 2008
Á móti óþarfa lýðræði
Á þingi samtaka sjálfstæðismanna í kvöld hélt Björn Bjarnason, ráðherra dóms- og kirkjumála tölu.
Tjáði hann þá skoðun sína að hann legðist gegn óþarfa lýðræði, s.s. þjóðaratkvæðagreiðslum og þ.h. Betra færi á að þröngur hópur þingmanna færi með allar meiriháttar ákvarðanir.
Í ræðu sinni sagði Björn meðal annars Ég er þeirrar skoðunar að lýðurinn hafi ekki hundsvit á evrópumálum, frekar en öðru. Því er það eindregin skoðun mín að stjórnarskrárbreytingar, sem og aðrar meiriháttar ákvarðanir, skuli fara fram í reykmettuðum bakherbergjum.
Aðspurður hvort ekki væri æskilegt að almenningur kæmi eitthvað að málum, sagði Björn. Æskilegt væri að almenningur vissi eitthvað um eitthvað. Svo er hinsvegar ekki. Ég hef enga lausn á því, aðra en þá góðu og gildu reglu að hafa vit fyrir honum.
Þinginu verður framhaldið á morgun. Þá mun Davíð Oddsson m.a. flytja erindi um stýrivexti.
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
12 spora þing
Al-Skata, 12 spora deild Sandskötunnar, Samtaka hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, berst nú fyrir að Alþingi íslendinga taki upp 12 spora starf og starfi samkvæmt hinum 12 erfðavenjum Al-Skata. Stulli Jóns, talsmaður Al-Skata, segir ljóst að ástandið á Alþingi sé orðið heldur 'alkóhólískt', eins og hann tekur til orða.
Það sér hver maður sem sjá vill, að þarna er t.d. fullt af túrafólki sem hverfur til útlanda dögum saman. Eins má líkja mætingunni við mánudagsveiki, nema hvað hún einskorðast ekki við mánudaga. Ástandið þarna er mjög slæmt segir Stulli.
Al-Skata fundir eru haldnir á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20, á bílaplaninu norðan við Hvalfjarðargöngin.
Við hvetjum alla til að mæta í kvöld segir Stulli að lokum.
Hrópað af þingpöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Framsóknarflokknum bjargað
Alþingi Íslands, í samvinnu við alþjóðastjórnmálaráðið hefur ákveðið að setja lög um verndun Framsóknarstofnsins. Stofninn þykir vera í útrýmingarhættu, þar eð hann telur innan við 2000 dýr.
Eftir seinustu skoðanakönnun Gallup, í Reykjavík, var Alþingi ljóst að þessi fyrrum forystustofn væri að hverfa. Því yrði að taka til hendinni.
Settur var upp kjötketill í miðborginni þar sem fjórir framsóknarmenn fengu athvarf. Hvað lansdbyggðina áhrærir var kveiktur eldur við Káraknjúka og átta Framsóknarmönnum komið þar fyrir að, skara eld að kökum.
Að þessum framkvæmdum loknum þótti nefndinni vel hafa til tekist að bjarga kjarna Framsóknarflokksins frá áhrifaleysi og glötun.
Í framhaldinu var reynt að koma sama skipulagi á annan flokk í útrýmingarhættu. Frjálslynda og óháða. Er til þeirra var leitað fékk Alþingi þau svör að þeim þætti fyrirspurnin bæði ómakleg og óviðeigandi.
Ísbirnir settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Evrópskir forstjórar á köldum klaka
Það eru erfiðir tímar framundan hjá forstjórum risafyrirtækja innan Evrópusambandsins. Nú hefur Sambandið skilgreint hámarks starfslokagreiðslna. Hvað þýðir þetta í raun fyrir forstjóra í Evrópu.
Bergmálstíðindi báru málið undir Vernharð Eysteinsson, sérfræðing í málefnum forstjóra og stjórnarformanna.
Þetta er svartur dagur segir Vernharður. Forstjórar, ekki síður en stjórnarformenn, eru yfirleitt í litlum tengslum við raunveruleikann og kunna vart annað en hnýta bindishnúta og eta vínarbrauð. Því er ljóst að forstjóri eða stjórnarformaður sem missir starf sitt er á köldum klaka.
Bergmálstíðindi spurðu Vernharð í framhaldinu hvort væri rétt að setja á þennan hátt, hátt launaða forstjóra á sama stall og t.d. ræstitækna.
Það er ljóst að ræstitæknir sem missir vinnuna á mun auðveldara að finna sér annað svipað starf við hæfi. Forstjórar kunna hinsvegar ekki að skúra, hvað þá meir. Það er ekki hlaupið að því fyrir þá að finna sér nýtt starf.
Aðspurður hvort hann trúi að innan við þúsund evrur dugi til að brauðfæða fimm manna fjölskyldu, segir Vernharður; Brauðfæða? Ég spyr bara eins og Marie Antonette. Af hverju borðar fólkið ekki kökur?
ESB ræðst til atlögu við ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Golf ei meir
George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur sannað fyrir umheiminum að þar fer maður með stórt hjarta. Af virðingu við stríðandi hermenn Íraksstríðsins lagði hann golfið á hilluna.
Mér þótti ekki við hæfi að á sama tíma og landar mínir deyja fyrir föðurlandið og Exxon, séu birtar myndir af mér, að spila golf með forstjóra Exxon segir Bush.
Talsmaður Hvíta hússins segir forsetann ekki hafa snert golfkylfu síðan árið 2003. Hann hafi heldur valið að fara í spilavítin, enda séu myndatökur þar ekki leyfðar og þar sé líka bar.
Hætti í golfi vegna Íraksstríðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. maí 2008
KR hyggst bjóða fram
Gallup birti í dag nýja skoðanakönnun á fylgi flokanna í Reykjavík.
Samkvæmt henni hefur Samfylking fylgi tæplega helmings borgarbúa. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur dalað. Athygli vekur að samanlagt fylgi Framsóknarflokks og Frjálslyndra og óháðra hefur hrapað úr sjöþúsund og eitthvað niður í tvöþúsund og eitthvað. Fylgi þeirra slær einungis hátt í meðalaðsókn að heimaleikjum KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Í ljósi þess boðaði knattspyrnideild KR til fundar, síðdegis, þar sem ákveðið var að félagið skyldi bjóða sig fram í næstu bæja- og sveitastjórnakosningum.
Bergmálstíðindi náðu tali af Guðfreði Jónssyni, formanns knattspyrnuráðs KR. Guðfreður segir einsýnt í ljósi þessa að tími sé til kominn að íþróttahreyfingin láti að sér kveða í stjórnmálum, enda séu íþróttafélög á jötu borgarbúa og því hægara um vik að skara eld að köku séu réttir menn við kjötkatlana.
Það er ljóst að við stjórnvölinn getum við aflað íþróttafélögunum meiri tekna en sem nemur fimmfaldri pizzu- og pulsusölu allra hálfleikja sumarsins segir Guðfreður. Reynslan sýnir að 6527 atkvæði duga til að ráða lögum og lofum hér í bæ. Við erum við þess fullviss að ná þeim fjölda. Við þurfum einungis að hala þann fjölda inn á kjördag. Síðan má fjöldi stuðningsmanna hrapa niður í fjóra eða fimm, eins og dæmin sanna. Það breytir engu.
Aðspurður hvort það brjóti ekki gegn tilætluðu hlutverki lýðræðis, að keyra á stuðningi fjögurra eða fimm, segir Guðfreður spurninguna ómaklega og óviðeigandi.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. maí 2008
Er Evrópusambandið hlýrra en íslenskur moldarkofi?
Nú lítur út fyrir að fátt sé til fyrirstöðu að innan fárra ára verði öll ríki fyrrum stríðshrjáðrar Júgóslavíu gengin í Evrópusambandið. Vekur þetta upp spurninguna um hvort Ísland skuli standa utan eða innan téðs sambands.
Jóhann Engilberts, talsmaður Samtaka Evrópusinnaðra íslendinga, segir nú vera vert umhugsunarefni fyrir vora þjóð, hvort hún vilji standa úti í kuldanum eða inni í hlýjunni.
Mófreður Rögnvaldz, talsmaður Félags áhugamanna um alþjóðlega einangrun, vísar orðum Jóhanns á bug. Þeir ættu bara að vita hve hlýtt getur orðið í moldarkofa segir Mófreður. Ekki eru norsarar þarna og samt búa þeir ekki í moldarkofum.
Bergmálstíðindi leituðu álits Bergs Böðvarssonar, sérfræðings í Evrópumálum. Hann tekur undir með Evrópusinnum. Íslendingar eru eins og starfsmaður sem vinnur vinnuna, en þiggur ekki laun segir Bergur. Einnig er ekki rétt að bera okkur saman við norðmenn. Þeir hita trékofana upp með olíunni sinni. Þótt íslendingar búi margir hverjir enn í andlegum moldarkofum, eru þeir þó einungis andlegir.
Stuðningsmenn ESB höfðu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. maí 2008
Olsen Olsen, hjá Obama?
Hillary Clinton þarf að öllum líkindum að lúta í gras fyrir keppinauti sínum, Barack Omaba. Talsmaður hennar segir hana taka ósigrinum óvenju vel, enda sjái hún nú loksins fram á gott frí, með sinni fjölhæfu dóttur, Chelsea og sínum fjölþreifa eiginmanni, Bill. Henni skipti engu hver andstæðingurinn er. Hvort heldur er svartur eða hvítur, múslimi eða kristinn, karl eða kona. Fyrir öllu hafi verið að komast reglulega í sjónvarpið, á besta tíma. Hún hyggist nefnilega í framhaldinu hefja framleiðslu á bakkelsi, í samkeppni við Betty Crocker. Þá sé gott að hafa þekkt andlit.
Hillary er hefðarfrú og dama.
Henni er líka nokkurnveginn sama
þó sigri hana svertinginn Obama.
Segist ætla í leyfi til Bahama.
Mánudagur, 5. maí 2008
Yfirlýsing borgarstjóra
Borgarstjóri hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.
Vegna frétta og umræðna í þjóðfélaginu undanfarna daga, vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef aldrei haldið því fram að ég sinni starfi borgarstjóra. Allt tal um slíkt eru mistúlkanir og rangfærslur. Raunar er fráleitt að halda fram að ég starfi í meirihluta F-lista og D-lista. Til mín hefur verið beint spurningum um hvort ég sitji í borgarstjórn eða ekki og þykja mér slíkar spurningar jafnframt afar óviðeigandi.
Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |