Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 5. maí 2008
Íslendingar munu gæta loftrýmis
Tímamót urðu í dag í sögu loftvarna Íslands. Loftvarnir lýðveldisins tóku formlega við því hlutverki að gæta loftrýmis yfir Íslandi. Misskilnings mun þó hafa gætt undanfarið að franskar flugsveitir tækju að sér það hlutverk.
Einhverjir munu hafa lagt ranga túlkin í komu franskra flugvéla hingað til lands segir Engilbert Ögmundsson, nýskipaður aðmíráll Loftvarna lýðveldisins. Frakkar er hér á sínum MýRass vélum í þeim tilgangi að aðstoða við náttúrurannsóknir við Mývatn. Við Íslendingar munum alfarið sjá um eftirlit hér og var fyrsta íslenska njósnatunglinu skotið upp í dag, frá Vigdísarvöllum. Þá staðsetningu töldum við vera við hæfi, þar eð frú Vigdís er verndari verkefnisins.
Eldflaug skotið á loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. maí 2008
Á dauða mínum átti ég von
Ekki hélt ég mig myndi lifa þann dag að heyra Guðna Ágústsson tala á þennan veg.
Ég veit ekki hvort það þýði að engum skyldi óvarnað eða hvort ég sé bara svona djöfulli hrokafullir sjálfur. Líklega seinna atriðið. Þá hef ég verið svo uppfullur af hroka að ég taldi Guðna síðasta manninn að tala á þennan veg. Ég mun því hér með draga til baka allt tal um Guðna og nátttröll. Ég tek hér með ofan fyrir honum.
Hvort heldur menn eru hlynntir aðild að hinu eða þessu, eða ekki, ber að ræða málin af alvöru og án þess að vera í skotgröfum. Þorgerður Katrín stóð upp, sem og Björn. Nú hefur sjálfur Guðni staðið upp úr skotgröfunum. Nú fer eitthvað að gerast.
Það verður gaman að fylgjast með hinum skemmtilega bloggvini mínum Bjarna Harðar, sem kallar ekki allt ömmu sína í evrópumálum.
Nú er gaman.
Þarf að breyta stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. maí 2008
Meiri órækt, meira drasl
Eins og Bergmálstíðindi sögðu frá fyrir stuttu, er hafið hreinsunarátak í Reykjavík. Átakið hófst þann 26. apríl s.l. með hreinsunum að Laugavegi 4 -6 og hefur sú hreinsun staðið yfir fram til þessa dags.
Að sögn Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, reyndist verkið meira en leit út fyrir í upphafi.
Þetta reyndist vera miklu meira drasl en okkur óraði fyrir segir Ólafur. Þá á ég ekki bara við fiskihjallana, heldur ekki síður þessa svokölluðu garða aftan við þá.
Yfir 2 tonn af órækt hefur nú verið safnað saman í hauga við Laugaveg og bíða þess að vera fjarlægð af starfsmönnum hreinsunardeildar borgarinnar.
Starfsmenn borgarinnar hafa unnið nótt sem dag við hreinsunina. Ég geri ráð fyrir að kostnaður við verkið slái nú hátt í fimmhundruð milljónir segir Ólafur.
Mun meiri garðaúrgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Framsóknarstofninn að braggast
Þjóðarpúls Gallup var birtur í dag. Samkvæmt honum dalar fylgi ríkisstjórnarflokkanna, fylgi Frjálslynda flokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka eykst.
Þessar tölur eru eins og við má búast, í ólgunni undanfarið segir forsætisráðherra, sem ekki vill gera mikið úr þessum tölum.
Það sem mest þykir koma á óvart er að framsóknarflokkurinn skuli enn vera til. Eins og fólki er í fersku minni var sá flokkur talinn hafa dáið út. Stofninn mun þó hafa náð sér furðanlega vel.
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Hvernig getur svona gerst?
Ég var að skoða erlendan fréttavef þar sem fjallað er um hið ömurlega mál sem upp kom í Austurríki fyrir fáeinum dögum, þar sem maður hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og gat henni 7 börn. Ekki er langt um liðið síðan annað mál kom upp í Austurríki. Þar hafði 18 ára stúlka sloppið undan manni sem hélt henni í prísund í 8 ár.
Hvernig stendur á að svona hlutir geti gerst? Fólki haldið í fangelsi árum saman án þess að nokkurn gruni neitt?
Þetta er allt of sorglegt til að hafa í flimtingum, en ég spyr mig þó þeirrar spurningar hvort Austurríska lögreglan sé að standa sig. Er ekki kominn tími til að skipta út lögregluhundinum Rex og fara að vinna vinnuna sína?
Þetta er óheyrilega sorglegt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Vextir teknir til baka
Seðlabankinn hefur gefið út þá yfirlýsingu að vextir bankans, stýrivextir, muni verða dregnir til baka. Í upphafi munu stýrivextir bankans hafa verið um 9,5%, en eru í dag 15,5%. Nú hefur stjórn Seðlabankans ákveðið að draga til baka allar stýrivextihækkanir sínar frá upphafi.
Markmið vaxtalækkunarinnar er að koma efnahagskerfinu á þann stað sem það var á árið 1999, er hagvöxtur fór að aukast.
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að gull- og silfurforði ríkisins hafi staðið í stað en bronsforðinn hafi tvöfaldast við verðlaunatöku Völu Flosadóttir, um árið. Því sé nú tími aðgerða.
Vaktakerfið dregið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Athyglisvert
Í mínum huga er hernaðarbrölt Bandaríkjamanna og lagsmanna þeirra (Íslendinga m.a.) í Írak ekkert annað en hryðjuverk. Þangað var ráðist án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og undir yfirskyni einhvers sem enginn fótur var/er fyrir.
Að Obama gefi skít í prestinn sem heldur fram að Bandaríkjamenn fremji hryðjuverk í Írak, þýðir bara tvennt í mínum huga.
1) Hann er sammála honum, en er lýðskrumari.
2) Hann er ósammála og er þá ekki skömminni skárri en eðjótinn sem nú býr í Hvíta húsinu.
Obama snýr baki við prestinum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Mótmæla lækkun olíuverðs
Nú berast fregnir af lækkun olíuverðs. Þær falla í misjafnan jarðveg. Þorri fólks virðist taka fréttunum vel, en einstaka hópar ekki.
Sandskatan, Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, hefur sent frá sér áskorun til ríkisstjórnarinnar að mæta þessum lækkunum með auknum álögum á eldsneyti. Í áskoruninni segir m.a. Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum hvetja ríkisstjórn Íslands til að bregðast við þeim óvæntu og skyndilegum lækkunum á olíu sem hafnar eru. Lækkanirnar ganga gegn hagsmunum þeirra sem eiga hagsmuna að gæta með háu olíuverði. Lækkanirnar munu kippa fótum undan mótmælastarfsemi á Íslandi, sem og að hefta íslenska löggæslu.
Olíufélögin á Íslandi náðu að hækka eldsneytisverð í tæka tíð, í morgun, um það leiti sem fyrirhugaðar lækkanir á heimsmarkaði fóru að spyrjast út. Við rétt náðum þessu í morgun. Kölluðum til skyndifundar í Öskjuhlíðinni segir Jesper Knútsson, talsmaður samráðsnefndar olíufélaganna.
Nú stendur yfir fundur í Seðlabankanum þar sem rædd eru viðbrögð bankans við þessum fregnum. Í samtali við Bergmálstíðindi, fyrir fundinn, sagði Gunnar Hannibalsson fundarmaður hjá Seðlabankanum, Komi allar lækkanirnar til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega hafa of snögg áhrif á afkomu heimilanna, sem er auðvitað ekki gott. Líklega munum við hækka stýrivexti.
Olíuverð á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Uppistand á Alþingi
Það vakti mikla lukku viðstaddra í dag þegar Guðni Ágústsson grínisti tróð upp, með uppistandi. Lét hann margann brandarann fjúka ásamt kímnisögum.
Hann er óborganlegur! sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, með tárin í augunum. Þvílík snilld!
Guðni gaf ríkisstjórninni ýmis 'góð ráð', s.s. að reisa skyldi múr umhverfis landið, til að halda frá hinu ógnandi Evrópuveldi og setja heldur meiri kraft í búvörulög, höft og niðurgreiðslur.
Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. apríl 2008
Kjarnorkuvopn í Bandaríkjunum?
Samkvæmt AFP fréttastofunni þvertók sendiherra Bandaríkjanna fyrir að landið ætti í neinum alþjóðlega ólöglegum samskiptum við Breta og hélt því fram að Bandaríkin ættu mjög góð samskipti við kjarnorkustofnun Sameinuðu Þjóðanna.
Kjarnorkuvopn í Sýrlandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |