Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 15. maí 2009
Þingforsætur
Segja má að dagurinn á þinginu hafi verið dagur formsatriðanna.
Þó fannst mér gaman að frétta að nokkrir þingmenn kusu heldur að minnast þinglegs uppruna síns, á Austurvelli, en að sitja undir messu sjálfskipaðra umboðsmanna almættisins. Smá uppbrot á forminu og mjög til bóta.
Annað formsuppbrot átti sér stað innan veggja Alþingis. Konurnar komu sáu og sigruðu, þegar kosið var í embætti forseta og varaforseta þingsins. Veit ekki hvort þetta teljist brot á jafnréttislögum, að setja karlagreyin út í kuldann, en mér er slétt sama. Alveg tímabært að gefa körlunum frí þarna. Þarna eru konur úr öllum flokkum nema Borgarahreyfingunni. Ég hefði gjarnan viljað sjá skörunga eins og Birgittu eða Margréti þarna á meðal, en líklega voru ekki nógu mörg varaforsetapláss til úthlutunar. Borgarahreyfingin er víst minnsti þinghópurinn. Eins hugsa ég að Borgarahreyfingin hafi engar sérstakar ambísjónir til að fá slík embætti. Þingmenn hreyfingarinnar eru sannir sínum yfirlýsta tilgangi, að vinna að sínum stefnumálum.
Eins fannst mér gaman að frétta að af þeim 59 þingmönnum sem atkvæði greiddu, kusu allir Ástu Ragnheiði. Ekki engilega af því mér finnist hún svo fín og frábær. Hún er samt ágæt. Nei, heldur fannst mér gaman að sjá að sandkassaleikurinn sem fór fram við seinustu þingforsetaskipti, í febrúar, skyldi ekki endurtaka sig.
Mér finnst eins og nýjir og ferskir vindar hafi nú þegar náð að næða um hið gamla þinghús og það er ekki fjórflokknum að þakka. Svo mikið er víst. Mér finnst eins og vindarnir hafi meira að segja náð að gusta um þá. Meira að segja Sjálfstæðisflokkinn og þá er mikið sagt.
Skulum samt ekki alveg missa okkur í fögnuðinum strax.
Allir þingforsetar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Félag áhugamanna um óánægju
Hefur ekki verið eins virkt og æskilegt væri, síðasta áratug. Helst að einn og einn vinstri grænn hafi tjáð sig.
Þó sést ljós í myrkrinu.
Hinn eyrnabaksblauti formaður Framsóknarmanna virðist ætla að gefa félaginu mikla innspýtingu, með stuðningi Engeygardrengsins, Bjarna.
Loksins er eitthvað að rætast úr.
Annað...
Rakst á blogg þar sem vísað er til skrifa óbreytta þingmannsins Jóhönnu Sigurðardóttur, þ. 2. nóvember 1996.
Þar segir óbreytti þingmaðurinn m.a:
Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna
Stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu á udanförnum árum- fyrir tilstuðlan launafólks og verðbólgan verið með því minnsta sem þekkist. Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna. Hækkun á grænmeti á einu ári, sem mörg heimili hafa ekki efni á að kaupa vegna ofurtolla og verndarstefnu ríkisstjórnarinnar, juku engu að síður skuldir heimilanna um 1300 milljónir króna.
og
Við viljum ekki endurtaka leikinn frá 1983 að kippa úr sambandi verðtryggingu launa en ekki lána. Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að svara af hverju Ísland, sem býr við svipað efnahagsumhverfi og þjóðir sem við berum okkur saman við, hafi eitt landa verðtryggingu á lánum til heimilanna. Og það sem verra er. Ætli að viðhalda henni. Því verður að breyta.
Skyldi hún vera enn á sömu skoðun, eða hafa kjötkatlarnir breytt henni? Er málið kannski bara að fólk hafi hugsjónir meðan það er í stjórnarandstöðu?
Lítið um rök fyrir umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Ekkert athugavert við arðgreiðslur
Eins og flestum er kunnugt hefur Orkuveita Reykjavíkur tilkynnt nýjan og bættan matseðil mötuneytis fyrirtækisins til handa stjórnendum þess og eigendum, á sama tíma og matseðill hins almenna starfsmanns hefur verið skorinn við nögl.
Gamli matseðillinn var sá hinn sami fyrir stjórnendur og eigendur, sem og fyrir hinn almenna starfsmann.
Forréttur.
Lauksúpa með brauði eða kakósúpa með tvíbökum.
Aðalréttur.
Spaghetti Bolognese eða stroganoff.
Eftirréttur.
Súkkulaðimús eða vanilluís.
Eftir breytingarnar verða í boði tveir matseðlar. Annar handa stjórnendum og eigendum.
Forréttur.
Styrjuhrogn og lystauki.
Aðalréttur.
Humar að hætti hússins. Borinn fram með Ítölsku eða frönsku hvítvíni.
Eftirréttur.
Kaffi og koníak.
Hinn handa almennum starfsmönnum.
Forréttur.
Brauðsneið með kindakæfu.
Aðalréttur.
Núðlur. Bornar fram með Gvendabrunnavatni.
Eftirréttur.
Freyju karamella.
Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar var spurður hvort honum þættu þessar breytingar eðlilegar. Svaraði hann því til að einhvernveginn yrði að ná fram hagræðingu til að hægt væri að greiða út 800 milljóna arðgreiðslur og þar sem hinnir almennu starfsmenn væru í miklum meirihluta lægi beinast við að skera niður þar. Breytingar á matseðli stjórnenda og eigenda hefðu hvort eð er hverfandi áhrif á efnahagsreikning fyrirtækisins.
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Tók allan þennan tíma að semja þessa litlu klausu?
Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."
Svo mörg voru þau orð. Drög að þingsályktunartillögu.
Reyndar fylgir svo auðvitað einhver doðrantur með. Greinargerð.
Miðað við það sem fram kemur í fréttinni, þar sem vitnað er í greinargerðina:
Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna.
...og...
Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
- Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra
- Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
- Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis
- Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
- Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
Alþingi meti hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB, en viðhorf stjórnarflokkanna er að það sé heppilegt.
...finnst mér óskiljanlegur málflutningur heittrúaðra and-Evrópusinna um óútfyllta ávísun, opið umboð og engin skilyrði.
Ég sé ekki betur en að þarna séu einmitt tiltekin skilyrði og að samráð verði haft við sem víðastan hóp hagsmunaaðila til að skilgreina markmiðin og skilyrðin nánar.
Svona er þetta bara. Sumir eru tilbúnir að tala með rassgatinu, þjóni það tilgangi trúarinnar.
ESB-tillagan birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ríkisstjórn allra landsmanna
Mér þykir sniðugt tiltæki ríkisstjórnarinnar að halda fund á Akureyri. Ég vona að í framtíðinni verði fleiri ríkisstjórnarfundir haldnir vítt og breytt um landið. Þá ekki bara á höfuðstöðunum; Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi, heldur ekki síður á minni stöðum eins og; Trékyllisvík, Þorlákshöfn og Rifi.
Sumir eru þó ósáttir.
Sumir argaþrasast yfir því hvurslags bruðl sé hér á ferð, af ríkisstjórn sem segist ætla að draga úr ferðalögum.
Í mínum huga flokkast skreppitúr norður á Akureyri tæplega undir hugtakið ferðalag, í þeim skilningi. Ekki frekar en bílferð frá Reykjavík suður í Hafnarfjörð sem er jú ferðalag, strangt til orða tekið. Í mínum huga er ferðalag nokkurra daga ferð til útlanda, með tilheyrandi hótela- og dagpeningakostnaði. Já, tökum mengunina með, fyrst hún var nefnd einhversstaðar. Hve miklu meira mengar Boeing 757 þota á þremur til fjórum tímum en Fokker litli á fjörutíu til fimmtíu mínútum?
Hver ætli sé svo kostnaðurinn við þetta Akureyrarævintýr ráðherranna? Þeir lögðu af stað í morgun. Héldu fund um hádegið og hvað? Fóru aftur heim seinni partinn? Hve mikið kostar það í dagpeningum? Ég þekki ekki reglurnar en mig minnir að það sé bundið við fjölda sólarhringa. Leiðréttið mig fari ég með rangt mál. Að því gefnu að svo sé, fær ekkert þeirra dagpeninga fyrir téða ferð.
En fráhvarfseinkennin eru greinileg í liði Sjálfstæðismanna. Fráhvarf frá argaþrasi og málþófi.
Þeir eru rökþrota, þrasþrota og þófþrota, en þau verða seint fjasþrota.
Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Best að taka smá þátt í €vrópuþrasinu
Nú hefur verið birt niðurstaða könnunar um afstöðu fólks til aðildarviðræðna við vrópusambandið. Samkvæmt könnunninni styðja tæplega 2/3 hlutar þjóðarinnar aðildarviðræður.
Mér hefur alltaf fundist stórfurðulegt hve sumir óttast viðræður. Rétt eins og þeir haldi að það eitt að ræða við fólk þýði að þjóðin verði send beinustu leið aftur í steinöld. Þetta fólk þorir líklega ekki einu sinni að svara símanum sínum.
Aðildarumsókn að sambandi þessu er lítið annað en yfirlýsing um vilja til viðræðna og gerð samnings sem, ef yrði samþykktur af þjóðinni myndi leiða til inngöngu.
Sumir hræðast svo að tala við fólkð þarna niðr'í Evrópu að þeir vilja sérstaklega kjósa um það hvort skuli rætt við það, yfirleitt. Einn þeirra hefur verið formaður eins stærsta, ef ekki þess stærsta, stéttafélags landsins.
Myndi sá sami maður láta sér detta í hug að fara fram á að félagsmenn kysu um það fyrir fram, hvort farið yrði í kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög? Tæplega.
Auðvitað sest fólk bara að samningaborðinu, með sín skilgreindi markmið auðvitað og komast að málamiðlun, þar sem báðir aðilar verða væntanlega að gefa eitthvað eftir. Þannig eru samningar.
Síðan, þegar samkomulag liggur fyrir, er það kynnt fyrir félagsmönnum og þeir kjósa síðan um hvort gengið skuli að samkomulaginu eður ei.
Simple as that.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. maí 2009
Slökkvilið íslands
Eins og flestum er kunnugt hafa eldar logað í íslenska moldarkofanum um nokkurt skeið. Eftir sem á veturinn hefur liðið hefur eldurinn breitt úr sér og virðist allt að því ósigrandi, eða hvað?
Nokkrir íbúar moldarkofans hafa komið fram með ýmsar tillögur að framkvæmd slökkvistarfs. Sér í lagi eftir að slökkvilið landsins virðist ekki hafa getað komið sér að verki.
Upp úr áramótum var slökkviliðsstjórinn settur af og við tók nýtt fólk við stjórn slökkviliðsins. Deilt hefur verið um árangurinn, þótt flestir séu sammála um að ekki getur hann verið verri en árangur hinna eldfælnu fyrrum slökkviliðsstjóra.
Fyrir rúmri viku var endurskipað í slökkviliðið. Slökkviliðið hefur þó ekki enn verið kallað að slysstað, þar sem slökkviliðsstjórar hafa ekki enn komið sér saman um framkvæmd slökkvistarfsins. Hvort notuð skuli innflutt evrópskt köfnunarefni eða íslenskt afdalavatn. Líklega verður fundað út maí um málið.
Því mun eldurinn loga eitthvað fram á sumarið, hið minnsta.
Furða sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. maí 2009
farið yfir sviðið vítt og breitt
Leiðtogar vinsti flokkana hafa farið yfir sviðið vítt og breitt en hafa þau komist að málamiðlun varðandi vrópusambandið, vanda skuldara, ásamt öllu hinu?
Bara að spökúlera
Ný ríkisstjórn um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Mjúku málin blífa
Kolbrún Hafþórsdóttir, vinstrisinnaður grænjaxl, hefur sent fréttastofu Bergmálstíðinda eftirfarandi yfirlýsingu.
Vinstrihreyfingin - Grænt framboð setur á oddinn, eins og nafn hreyfingarinnar gefur til kynna, fyrst og fremst aukið framboð á grænmeti. Aukið grænt framboð, hægri og vinstri. Þó aðallega vinstri. Framboð á lífrænt ræktuðu grænmeti, því sjálfbærni er grundvallaratriði. Því stríðir það algerlega gegn stefnu okkar að standa í einhverju olíuævintýri. Olíuvinnsla er í eðli sínu karllæg. Einsýnt er að störf tengd olíuvinnslu yrðu aðallega karlastörf og því í andstöðu við hinar mjúku femínísku áherslur okkar að stuðla að slíku. Því mun Vinstrihreyfingin aldrei samþykkja slíkt. Nær væri að líta í aðrar og mýkri áttir er kemur að eflingu atvinnulífs, eins og eflingu jógakennslu sem og annarar hugleiðslu, að ógleymdu grænmetinu.
VG gegn olíuleit á Drekasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
When you talk like an idiot, and act like an idiot, you become one
Enn eina ferðina rifjast þessi orð, fyrirsagnarinnar, upp fyrir mér.
Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi, hefur sagt það mikinn misskilning hjá Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að halda að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti komið því til leiðar eða haft milligöngu um að Íslendingar geti tekið upp evru.
Án þess að geta fullyrt það, þykir mér talsvert líklegra en ekki að íslenskur fréttamaður hafi leitað viðbragða Percy Westerlunds en að hann hafi tekið upp hjá sjálfum sér að hringja að fyrra bragði til að tjá sig. Ég tel embættismenn Evrópusambandsins ekki svo upptekna af stjórnmálum uppi á Íslandi, eða hvað Sjálfstæðismenn bulla þennan daginn eða hinn.
Hann hafi því einfaldlega verið að svara spurningu fréttamanns. Eru það óeðlileg afskipti af af íslenskum stjórnmálum? Hvurs konar endemis þrugl er þetta?
Vær ekki nær að menn hættu að tala eins og eðjótar og segja heldur eitthvað af viti, svona til tilbreytingar? Þeim veitir víst ekki af. Alla vega svona rétt fyrir kosningar.
ESB blandar sér í kosningabaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)