Færsluflokkur: Dægurmál

Er mig að dreyma?

Nei, svei mér þá. Þetta er raunverulegt.

Hvaða fádæma snillingi datt í hug sú fráleita hugmynd að taka hér upp norska krónu? Hvort heldur er beint, eða með að tengja íslensku krónuna við þá norsku.

Þær raddir eru ekki nýjar að hér skyldi taka upp €vru, þá með tilheyrandi inngöngu í €vrópuklúbbinn. Þær hafa þó gerst mun fleiri og mun háværari eftir því sem mánuðirnir og árin hafa liðið. Einhverjir voru framsýnir og sáu fyrir lifandis löngu að íslenska krónan væri ekki upp á marga froska. Eftir að fór að halla af alvöru undan fæti hafa fleiri bæst í þann hóp. Flestir þeirrar skoðunar að beinast lægi við að horfa til Evrópu.

Á sama tíma eru aðrir sem mega ekki fyrir nokkra muni sjá eða heyra neitt sem heitir Evrópa. Sumir þeirra hafa þó áttað sig á hversu handónýtt drasl íslenska krónan er. Þó má ekki tala um Evrópu. Þeir hafa, í móðursýki sinni, reynt hvert hálmstráið á fætur öðru. Einhver nefndi svissneska frankann, annar snillingur nefndi dönsku krónuna. Nýjasta ruglið er norska krónan.

Hvað gengur mönnum til?

Þeir sem harðast leggjast gegn Evrópusambandsaðild leggja fyrir sig framsal sjálfstæðis og segja að ekki yrði gæfulegt að vera undir seðlabanka Evrópu, án þess að hafa þar áhrif. Halda menn að íslendingar hefðu einhver áhrif, tengdir öðrum gjaldmiðlum? Nei. Herra Joð viðurkenndi það meira að segja sjálfur, í Silfri sunnudagsins.

Ok. Menn geta svo sem tínt til fleiri rök gegn Evrópusambandsaðild, eins og yfirráð yfir auðlindum. Slíkir hlutir eru umsemjanlegir og til að semja megi um þá verða menn að hefja viðræður við Sambandið.

Nei, það má alls ekki. Miklu notalegra er að lúra í skotgröfunum eitthvað áfram.

Þótt við íslendingar hefðum e.t.v. lítil áhrif innan Evrópusambandsins, vegna smæðar okkar innan milljónaþjóðanna, hefðum við þó okkar fulltrúa þar og gætum látið okkar rödd hljóma. Hefðum minni áhrif en stóru þjóðirnar, en hefðum þó áhrif. Sem undirsátar Norðmanna eða annara hefðum við engin áhrif. Enga rödd. Hefðum ekkert að segja um peningamálastefnuna. Ekkert. Niente. Nix. Void.

Það er væntanlega það sem Joð & Co vilja helst?


mbl.is Norsk króna ekki í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tell me something I don't know

Þetta kemur bara alls ekki á óvart, nema þá að það sé einungis þriðjungur að velta þessu fyrir sér.

Sjálfur hef ég velt þessu fyrir mér og geri enn. Ekki það að kreppan sem slík sé að bíta mig. Það þarf ekki endilega kreppu til þess.

Að horfa síðan um á þetta gegnsýrða meðvirknissamfélag er svo ekki til að draga úr manni að hverfa burt.


mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kornið sem fyllir mælinn

Er nú ekki orðið nokkuð ljóst að það er ekki verandi hér, á þessu skítaskeri.

Fyrst lætur þjóðin stjórnmála-, banka- og auðmenn, sem og aðra bananamenn, landsins taka sig í ósmurt og hefur ekki kjark til að gera neitt í því. Þá er ég ekki að tala um mótmæli, heldur eitthvað sem mark er takandi á. Tómata, egg eða Mólótov.

Skuldinni er, eins og við var að búast, skellt á sauðsvartan almúgann. Honum fær að blæða. Kaupmáttur hrapar líkt og hin handónýta króna meðan skyldabyrði eykst.

Þeir sem sitja á toppnum og bera ábyrgð á ruglinu, segja...ha ég? nei, ég ætla ekki að taka ábyrgð. Það er svo hlýtt og notalegt við kjötketilinn.

Þótt skoðun almennings sé klínt í augun á þeim, sjá þeir ekkert athugavert.

Traust Seðlabankans neðan við frostmark.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins fellur hraðar en lortur oní skál. Eru algerlega fastir í sinni skoðun að hér þurfi engu að breyta. Ok, samkvæmir sjálfum sér en eru þó úr takti við þegnana sem þeir ættu að vera að þjóna. Undantekningin er kannski kjarnakonan hún Þorgerður.

Samfylking hefur ekki þor til að taka af skarið og blása af hjónabandið. Of notalegt við kjötketilinn, sjáið þið. Þau tala reyndar um að eitthvað þurfi að gera í Evrópumálum, en þora ekkert að gera. Innantóm orð.

Hinir tuða líkt og venjulega, en benda sjaldnast á raunhæfar lausnir heldur. Jú, einhverjir eru farnir að nefna Evrópusamband án þess að verða rauðir af bræði. Það er þó byrjun. Samt er ekki nóg að blaðra og álykta.

Einhver verður að fara að gera eitthvað!

Á meðan bíður almúgurinn og sér fátt annað en að skella sér í ríkið og koma sér í mók. Komast út úr þessum ömurlega raunveruleika hér og inn í eitthvað annað.

Nei, nei. Þá hækka þeir mókgjafann.

Ég læt alveg ósagt hvernig samfélagið samþykkir að afætum sé gefið veiðileyfi á annað fólk, án ástæðu. Það er önnur umræða.

Því miður, þá fækkar óðum ástæðunum til að hanga hér lengur.
Auglýsi síðar hvenær uppboðið á innanstokksmununum verður haldið.


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir, kunningjar og Krónan KR 0

Það eru hlutir sem þessir sem skilja að vini og kunningja. Kunningjarnir eru kannski tilbúnir að hjálpa þegar til þeirra er leitað. Vinirnir koma þó að fyrra bragði og bjóða fram hjálp sína.

Hvaða önnur þjóð hefur komið að fyrra bragði og boðið okkur hjálp?

...

Hvað eiga þessir menn sameiginlegt?

DavíðGeirGuðniSteingrímurÖgmundur

 

 

 

 

Jú, þeir eru eða voru þingmenn. Ég er ekki að spyrja um það.
Jú, þeir eru karlkyns. Ég er ekki heldur að spyrja um það.
Jú, þeir eru í svart/hvítu. Ég er ekki að spyrja um það.

Gefstu upp?

Þeir hafa hvorki viljað sjá né heyra neitt sem kallast €vrópusamband.
Því skal haldið til haga að þeir eru alls ekki einir í þeim hópi, en kannski einhverskonar tákngervingar þó.

Þeir eru semsagt miklir áhugamenn um smábátasiglingar.

BáturÉg trúi vel að gaman hljóti að vera að sigla um á litlum opnum báti og dorga, einn með sjálfum sér, þegar gott er í sjóinn og veður milt. Hinsvegar er það ekki eins gaman þegar hvasst er og sjór er úfinn. Kannski einhverjum þyki það þó gaman. Ofangreindum þykir það væntanlega. Þó er spurning Evrópuskipiðhvaða rétt menn hafa til að þvinga heila þjóð með sér í slíka háskaferð, að leggja til hafs þegar spáir slæmu. Þjóðin hefur neyðst til að velkjast um á sínum opna báti, Krónunni KR 0 sem er í eigu Seðlabankans, í stað þess að sigla með hinum. Vel viðraði framan af, en svo skall á með ofsaveðri.

 

Krónan KR 0

 

 

 

 

 


Myndin er tekin árið 2001, er Krónan var sett á flot.

Fúfú

 

Viðvörunarflautur blésu hvarvetna, en menn voru of uppteknir við að dorga. Stormurinn skall á og færin lentu í sjónum.

 

Enn þrjóskast þeir við. Leita heldur leiða að ausa út bátnum og útvega ný færi. Leki er kominn að bátnum og líklega tímaspursmál hvenær þeir hætta að hafa undan að ausa. Allavega, finnst þeim rétt að láta á það reyna í stað þess að koma sér í öruggt skjól í um borð í stærra skip. Vitanlega draga þeir þjóðina með sér í það ævintýr.

Þótt ótrúlegt megi virðast jókst verðgildi Krónunnar á tímabili. Vel veiddist og stemmningin um borð var góð. Nú er svo komið að verðið hefur hrapað. Eins má segja um önnur útgerðarfyrirtæki sem hafa, eins og Krónan, verið að mestu í eigu banka. Þó annara en Seðlabankans.

Verð Krónunnar KR 0 hefur ekki einungis hrapað, eftir margra ára „overload“, heldur sveiflast það gífurlega. Seðlabankinn hefur því tekið upp nýja leið við að mæla verðgildi Krónunnar, frá degi til dags.

Gengismælir

 


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskenning

Ætli þetta sé ástæða þess að ónefndur hafi látið af meintri andstöðu við að fá aðstoð IMF?

Stýrivaxtagaurar


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður mermite bannað á Íslandi?

Fregnir herma að sendinefnd Englandsdrottningar muni vera á leið sinni til Íslands. Embætti íslenska konungsembættisins hefur ekkert vilja segja um málið. Samkvæmt öruggum heimildum er um að ræða að enskir vilji að í skiptum fyrir fisk, kaupi Íslendingar breskt mermite.

Mermite mun vera sá mesti hroðbjóður er uppi hefur verið fundinn. Má í því tilefni geta að mermite var notað við pyntingar á þýskum njósnurum, af MI5, á stríðsárunum.

Heimildir herma að sinnepsgas og cyclon B séu kisulingar í samanburði við mermite.

 

og vitanlega, eins og almennilegum fjölmiðli sæmir, hefur fyrirsögnin litla skírskotun í efni fréttarinar.

 

Undirritað af Andeby Titende bladskonsul.

Joakim von And


mbl.is Bresk nefnd aftur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nóg komið af orgíunni hér

Samkvæmt orðabók Íbúðalánasjóðs merkir orðið samdráttur: „Holdlegt samneyti milli fleiri en tveggja einstaklinga. Hvort heldur er framsóknarmanna eða annara.“

Í ljósi þessa er varhugavert að ýta undir efnahagssamdrátt á tímum sem þessum. Ég tel að alþýða fólks sjái sé meiri hag í að drýgja tekjurnar t.d. með starfi á lyftara, steinsög eða með heimabróderingum, heldur en samdrætti í þágu kapítalsins.

Ó mæ God. Hvar er Sóley?!!


mbl.is Spá 10% efnahagssamdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur í íslenskri eigu

Komið er í ljós að eldurinn sem upp kom í togaranum Lynx er íslenskur.

Samkvæmt vefsetrinu strand.is er hér um að ræða alíslenskan eld. Þann sama og logað hefur í fjálmálageiranum undanfarið.

Eldurinn mun, sem betur fer, ekki hafa skaðað áhöfnina að neinu ráði þar sem hann mun ekki vera eldspýtnanna virði, frekar en togarinn.

Lynx mun verða settur á brunaútsölu síðar í vikunni, ásamt lífeyrissparnaði og öðrum brunnum eignum íslendinga.


mbl.is Eldur í togara í íslenskri eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjáröflunarbingó Ögmundar

Ögmundur Jónasson stígur upp á skókassann og segir að ríkisstjórnin hafi ekki heimild til að skuldbinda komandi kynslóðir. Jafnframt talar hann um að ekki hafi verið haft samráð við Alþingi um samninga við AlÞjóða gjaldeyrissjóðinn.

Ekki skal ég um það segja hvort ríkisstjórninni beri lagaleg skylda til að hafa samráð við Alþingi vegna samningarins. Ég get þó ekki séð að það breyti neinu hvort eð er, hvort menn þrefi um það í einn dag eða tvo. Það er enginn annar raunhæfur kostur í stöðunni. Menn verða bara að feisa það. Nógur tími hefur farið í fundi og þvarg nú þegar.

Eins og staðan er, verður að fá innspýtingu strax svo halda megi draslinu gangandi. Koma líka í veg fyrir verðrýrnun eigna. Þá má jafnvel fá eitthvað fyrir þær síðar.

Ögmundur nefnir reyndar engar lausnir. Vill hann slá upp brunaútsölu? Selja allt strax með 90% afföllum? Hefur hann ef til vill aðrar fjáröflunarlausnir í handraðanum? Kannski bingó eða basar?


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fermingardrengurinn

Fermingardrengurinn enn og aftur. Nú segist hann vera reiðubúinn að skoða allar leiðir varðandi verðtryggð lán. Handa sumum. Samkvæmt frétt Vísis mun það ekki ganga yfir alla.

Eins og segir í fréttinni, „Viðskiptaráðherra segist opin fyrir öllum færum leiðum til mæta vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum eða munu eiga í erfiðleikum með verðtryggð lán.“

Þetta þýðir að þeir sem ekki eiga í sérstökum greiðsluerfiðleikum, fá að borga verðtrygginguna áfram. Væntanlega þangað til þeir eiga í erfiðleikum.

Fyrir utan alla hina sem hafa erlend lán. Mikið elska ég jafnræðið á Íslandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband