Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 18. október 2008
Ný hugsun - ný tækifæri
Á þessum erfiðu tímum er ekki úr vegi að hugsa hlutina upp á nýtt. Hugsa út fyrir kassann og finna nýjar leiðir til að efla Íslenskt efnahagslíf.
Eitthvað í þá veruna hafa menn talað undanfarið. Allt gott og blessað.
Dorrit, okkar, lætur ekki sitt eftir liggja. Hún hefur ekki áhyggjur af framtíðinni því hún veit hver grundvöllur framtíðar okkar er. Lopapeysur og lýsi. Þar hafið þið það. Björt framtíð okkar byggist á lopapeysum og lýsi. Ég á lopapeysu. Ég er hólpinn.
Reyndar er það svo að undir sólinni er ekkert nýtt. Á árum áður reyndu menn að markaðssetja lopapeysuna erlendis, svona ásamt þorskinum. Ekki man ég hvernig það gekk, en man eftir auglýsingunni með ljóskunum þremur, íklæddar einni og sömu peysunni. Ég man þó ekki hvort sú auglýsing tengdist að einhverju leiti öðrum auglýsingum um funheitt næturlíf í Reykjavík. Líklega var það einhverju seinna sem næturlífið var auglýst. Enda, hver þarf heitt næturlíf sem á lopapeysu? Svo ég tali nú ekki um lopapeysu með þremur sjóðheitum skutlum innanborðs. Nei hverjum verður kalt við þau skilyrði.
Þetta er aldeilis ekki amaleg framtíðarsýn. Við sameinumst í lopapeysunum okkar og munum eiga eldheitar nætur.
Með lopapeysum skal land byggja.
Höfundur er aðili.
![]() |
Dorrit bjartsýn á framtíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Game over
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Jafnaðarmennska ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Íslands hefur beint þeim tilmælum að skuldarar myntkörfulána fái greiðslustöðvun, sérstaklega vegna húsnæðislána en þó ekki eingöngu. Flokksgæðingar og góðir vinir fái einnig frystingu á jeppalánum sínum. Hinsvegar skuli aumingjarnir sem skulda hefðbundin verðtryggð lán halda áfram að borga.
Samkvæmt yfirlýsingu mun ástæða frystingarinnar vera tvíþætt. Í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir greiðsluerfiðleika. Á hinn bóginn að veita skuldurum aukið svigrúm til að halda áfram og/eða auka neyslu, til að halda þannig uppi og/eða auka verðbólgu svo hinir minna metandi verðtryggu ræflarnir fái nú líka eitthvað til að vera andvaka yfir.
Þetta mun vera útfærsla ríkisstjórnarinnar á jafnaðarmennsku, segir í tilkynningu.
![]() |
Afborganir verði frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Tækifærin...Ég missti af þessu
Ég var einmitt að hugsa um þetta í vikunni, að nú væri tækifærið að hefja sölu á peningaskápum. Nú verður örugglega einhver á undan mér, eftir þessar fréttir frá Bretlandi.
Arrrrgggh!
Hvað þá? Var ekki einhver að segja að efnagahshrunið byði upp á ný tækifæri?
Jú, fyrir peningaskápabransann. En skyldu vera fleiri tækifæri?
Umrædd kreppa hefur ekki náð að bíta í mig ennþá. Ég er bara með mín yndislegu innlendu verðtryggðu lán Hverra ég fyllist þakklæti og hlýhug af að sjá höfuðstóla og aðrar mublur hækka. Ég má víst þakka fyrir að hafa engin lán í erlendu gengi. Ég sé til hvort ég nái að næla mér í eins og eina spælingu ef þeir sem hafa vísvitandi tekið sína gengisáhættu verða skornir niðr'úr snörunni, meðan ég og hinir verðtryggu skuldararnir fáum að halda hand- og fótjárnunum.
What goes up, must come down sagði einhver, sem aldrei hafði heyrt um verðtryggðan höfuðstól.
Hvað um það...
Tækifæri og aftur tækifæri!!
Fyrst aðrir voru á undan með peningaskápana, er þá ekki rétt að markaðsetja sprengjuheld koddaver?
![]() |
Peningaskápasala stóreykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. október 2008
Þarf Geir ekki málsverði einnig?
Miðað við þetta held ég að ekki veiti af
![]() |
Lífverðir gæta Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Aukin hagræðing með tilfærslu frídaga
Nokkrir þingmenn framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um breytta skipan frídaga. Í upphafi var ætlunin einungis að tiltaka þá 6 frídaga sem lenda á mismunandi vikudögum milli ára. Tilgangurinn mun vera sá að ná þannig fram betri framleiðni í þjóðfélaginu sem og betri nýtingu frídaganna. Eftir fyrstu umræðu þótti rétt að tiltaka einnig þá 7 frídaga sem ávallt lenda á sömu vikudögum. Þannig megi ná fram enn frekari samlegðaráhrifum. Eftri enn frekari umræður og yfirlegu þótti réttast að tiltaka einnig hina 104 frídaga sem jafnan koma upp á laugar- og sunnudögum. Með því móti yrði öllum tryggt gott 117 daga sumarfrí, að viðbættu hinu hefðbundna 24 daga sumarfríi. Þannig mætti leggja niður alla innlenda starfsemi í 141 dag á ári, með tilheyrandi rekstrarhagræðingu upp á 38,6%
Frídagar með reikisamning eru; nýjársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur jóla, jóladagur, annar í jólum.
Frídagar á föstum samningi eru, fyrir utan laugar- og sunnudaga; skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, uppstigningadagur, annar í hvítasunnu, frídagur verslunarmanna.
![]() |
Lagt til að frídagar verði fluttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Verslunarstjóri óskast
Glervöruverslun Íslands leitar að verslunarstjóra. Viðkomandi þarf hvorki að að hafa þekkingu á glervörum né meðhöndlun þeirra. Nægir að viðkomandi hafi pólitískan feril að baki.
Ráðningarsamningur verður gerður til óskilgreinds tíma, þar til verslunin fer í þrot eða viðkomandi kýs að láta af störfum að eigin ósk. Hvort heldur verður á undan.
Umsóknareyðublöð liggja hvergi frammi, en hringt verður í þá er til greina koma.
Glermálaráðuneytið.
![]() |
Vill seðlabankastjórana burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 6. október 2008
Tímamót! Gjaldeyrisstreymi sem aldrei fyrr
Bergmálstíðindi hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að forsætisráðherra muni koma með tímamótatilkynningu kl. 16 í dag.
Heimildir herma að náðst hafi samningar milli íslenska ríkisins og himnaríkis um gulltryggt flæði fjármagns. Um sé að ræða allt að sjö þúsund milljarða króna lán með sálnaveði, til sjö ára.
Stjórnvöld hafa átt leynilega bænafundi með nokkrum sendiherrum himnaríkis, innlendum sem erlendum, kristnum sem múslímum. Jákvætt svar mun hafa borist nú um hádegið. Ásamt sálnaveðinu fylgja nokkur skilyrði um breytta lífshætti íslendinga. Þar á meðal um breytt matarræði og bænahald. Strax í kvöld mun ríkisstjórnin halda kynningu á þeim málum, í Lauganeskirkju.
Fregnir af samkomulaginu virðast strax hafa lekið út og t.d. mun Hjálpræðisherinn strax hafa tekið vaxtarkipp.
![]() |
Boðið upp á uppörvun og leiðsögn í sparnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 6. október 2008
Andvarp forsætisráðherra
Í dag kl. 16 mun andvarpi forsætisráðherra verða útvarps- og sjónvarpað um land allt.
Forsætisráðherra hefur alla helgina fundað með helstu aðilum atvinnulífsins og fjármálageirans, ásamt forystu stjórnarandstöðunnar. Seint í gærkvöld komust aðilar að þeirri niðurstöðu að gera ekkert. Líklegast er talið að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti, eins og venjulega.
Undanfarnir dagar hafa einkennst af fumi og fáti. Hverju hefur það skilað okkur? Engu nema örvæntingu í þjóðfélaginu sagði einn ráðherranna í gær. Best er því að halda kjafti og gera ekkert, eins og við höfum lengst af gert.
Forysta stjórnarandstöðunnar hefur sammælst að halda trúnað við stjórnarflokkana og láta ekkert uppi og leggja ekki til lausnir. Þó mun hafa lekið út vísa, úr þeirra herbúðum, sem er á þessa leið:
Ástand er vont, Ísland mun rísa,
eigi um ráð fram skal rasa.
Guðni á svipinn sem gaddfreðin ýsa,
er gullnáma allskonar frasa.
Nánari frétta er að vænta síðar
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. október 2008
Gösprum gætilega
Gaspursfulltrúi hins opinbera, vill vara alþýðu við öllu gerræðisgaspri. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Nú þegar hafi of margir gasprað of mikið og of lengi.
Hann vill sérstaklega vara við öllu gaspri um þjóðstjórn og ríkisvæðingu bankakerfisins. Íslenska þjóðin hefði styrka ríkisstjórn sem hefði góð tök á öllum málum. Fólk skyldi gefa henni næði og svigrúm til sinna starfa, án óþarfa afskipta eða athugasemda.
Þar sem fjármálamarkaðir stjórnuðust af bjartsýni og/eða kvíða fólks víða um heim, rétt eins og olíumarkaðurinn, þyrfti að tala varlega. Ekki gefa út yfirlýsingar sem stæðust ekki. Ekki heldur segja eitt í dag og annað á morgun.
Það gæti t.d. haft alvarlegar afleiðingar að gefa út yfirlýsingar um styrk bankakerfisins í dag og yfirtaka síðan banka á morgun, rétt eins og hann væri gjaldþrota. Það myndi rýra traust markaðarins á öllu bankakerfinu. Á sama hátt myndi tal um þjóðstjórn virka sem vantraustsyfirlýsing á störf ríkisstjórnarinnar.
Ég verð að segja, að í þetta sinn er ég hjartanlega sammála honum.
![]() |
Davíð: Menn tali varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)