Færsluflokkur: Dægurmál

Mistök við vinnslu fréttar

Eitthvað hefur Moggamönnum orðið fótaskortur á ritvélinni. Vitanlega bjóst ég við umfjöllun um mig eftir lestur fyrirsagnarinnar. Wink

Hinsvegar hefur ruglingurinn ollið því að fagotteikaranum og bakverðinum Bruno er blandað í málið. Eins og myndin ber með sér er Bruno bæði hýr og glaður. Enda bakvörður hinn mesti og fagottleikari af guðs náð.

Skrýtið að Moggamönnum hafi tekist að gera þessi mistök. Svo heitir maðurinn líka Bruno.

Say no more.


mbl.is Fallegasti maður í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppuredding

Um helgina var ég akandi í roki og rigningu, með þurrkurnar á fullu. Allt í einu heyrði ég bank og í sömu andrá stöðvuðust þurrkurnar.

Eftir að hafa komist klakklaust heim sá ég að armurinn sem knýr þurrkurnar hafði losnað frá þurrkumótornum.

Á enda þurrkuarmsins er nælonfóðring sem smellur utan um kúlu á enda lítins arms á mótornum. Með tíð og tíma eyðist fóðringin og þurrkuarmurinn losnar af, verði átakið nægt.

Í gær hringdi ég í umboðið til að spyrjast fyrir um nýja fóðringu. Vitanlega fékk ég hið dæmigerða svar að ég þurfti að kaupa allt þurrkustellið. Semsagt, bili klósettið þarf að splæsa í nýtt baðherbergi.


Eitt sinn átti ég 11 ára gamlan skrjóð sem bilaði með sama hætti. Ég reddaði því þá og ákvað að endurtaka leikinn nú. Reyndar er minn núverandi skrjóður einnig orðinn 11 ára gamall, svo kannski þetta sé týpísk 11 ára bilun? 

Í stað þess að kaupa allt þurrkustellið á rúmlega tíuþúsundkall, ákvað ég að framkvæma reddingu fyrir tuttuguogfimmkall. Vinnan ekki innifalin í verðinu.

Svona gerðist það: 
ÞurrkumótorMótorinn lítur svona út. 
Á honum er armur með kúlu á endanum.

 

 

 

 

Þurrkuarmur

Svona lítur þurkuarmurinn út. Nælonfóðringin sem leggst utan um kúluna á enda mótorarmsins.

 

 

 

 

Þar sem armurinn á til að detta af við mikið átak felst málið í að hindra það. Hvað annað? Annars tollir hann sæmilega á.

Losum mótorinn og tökum hann upp á borð. Það tekur tvær ca mínútur. Borum svo inn í miðja kúluna. Ég ákvað að nota 3,5 mm skrúfu þannig að ég boraði með 3ja mm bor.

Búið að bora

Eftir að hafa borað er ekki úr vegi að snitta. Ég notaði reyndar boddískrúfu en notaði aðra, eins, skrúfu til að snitta smá. Þótt ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að endanlega skrúfan brotnaði við að herða. Fá einhvern vísi að skrúfgangi.

 

 

 

Síðan borði ég 4mm gat í bakið á nælonfóðringunni.Fóðringin
Hafa gatið stærra en skrúfan svo hún leiki laus.

 

 

 

 

 Síðan er arminum smellt upp á mótorinn og fóðringin fest með skrúfu.

Finale

Þar sem snúningur mótorsins er í þá átt að hann gæti hugsanlega losað skrúfuna, notaði ég gengjulím. Smá lím í boruðu holuna og síðan skrúfan hert þar til skinnan, sem ég setti á milli, hreyfist ekki fram og til baka nema hvað hægt er að snúa henni þó.

 

 

 

Þannig mun skrúfan ekki hafa önnur áhrif en þau að armurinn mun ekki losna af.

Þessu redding/viðgerð mun líklega lifa bílinn og kostar aðeins ca 1/100 af efniskostnaðinum við að kaupa nýtt þurrkugums. Tók kannski 1,5 tíma í framkvæmd. Borunin tók mestan tímann.

 

Í staðinn fá börnin mín betri jólagjafir.

 


Gefum í!!

Öllum er svo umhugað við að bölsótast yfir hruninu.

En spáum í allt hið góða sem það hefur fært okkur.

Ekki nennir maður að tala um Dabbann. Hólmsteinninn sést ekki lengur. og snilldin við að enginn nenni að horfa á Ýsland lengur er að landið er horfið.

Tær snilld, eins og bankastjórinn sagði. 

Þó rís kannski ýsubitaverksmiðja úr álversrústunum.

Gerum eins og Hólmsteinninn sagði 2007. Gefum í!!!

 

En hvað varðar kaup einhverra jakkafata á magasin du nord...I couldn'd care less.


mbl.is Debenhams kaupir Magasin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úldið rafmagn í rusli

Nú er Orkuveita Reykjavíkur komin í Simbabwe flokkinn. Baqz3, sem orsakast einkum af því að salernispappír starfsmanna hefur verið breytt úr silkimjúkum í dagblaða, sem og að Orkuveitan selur einungis úldið rafmagn.

Um árið samdi Alfreð risarækjukóngur, sem þá var aðal í Orkuveitunni, við flokksbróður sinn hjá Frumherja. Finn Ingólfsson. Samningurinn mun hafa verið undirritaður í hinu opinbera reykfyllta bakherbergi Ráðhússins. Orkuveitan má ekki eiga mælana sem mæla rafmagnsnotkun. Mælingin þarf að framkvæmast af óvilhöllum aðila. Einmitt. Óvilhöllum. Því hringdi Alfreð í hinn óvilhalla flokksbróður sinn, Finn og bauð honum mælana til kaups. Ekki minnist ég þess að opinbert útboð hafi farið fram, en það er auðvitað aukaatriði þegar fyrirfram hefur farið fram óvilhallt val á óvilhöllum aðila.

Nú mælir Finnur Ingólfsson rafmagnið þitt og mitt. Óvilhallt.

Tja, nema þú færir þig yfir til Orkusölunnar, sem undanfarið hefur auglýst ferskara rafmagn. Þá skipta þeir kannski um mæli. Kannski ekki. Veit ekki hvort fleiri framsóknarmenn séu í bransanum.

En, ferskara rafmagn. Hvað er það? Þrátt fyrir að hafa landað sveinsbréfi í rafeindavirkjun minnist ég þess ekki að talað væri um ferskt eða súrt rafmagn. Rafmagn er bara rafmagn. Ég gæti þulið upp ýmis lögmál raffræðinnar og nöfn snillingana sem gerðu uppgötvanirnar, Ohm, Kirchoff, Hertz, Faraday, Henry, Tesla, Marconi og hvað þeir hétu allir. Ekki minnist ég lögmálsins um ferskleika rafmagns.

Er það virkilega þannig að til sé ferskt rafmagn og ég bara notandi úldins rafmagns? Er það eins og með tómata? Ferskir og súrir. Erum við kannski að tala um lífrænt ræktað rafmagn? Er virkilega einhver að gleypa við þessari vitleysu?


Skattablæti

Joð telur það til heilla að skattpína okkur. þannig nær hann kaupmáttinum enn neðar. Hvað hefur skítugur almúginn susum við fjandans kaupmátt að gera? Maðurinn, loksins, kominn í stjórn og svona. allt í gangi. Hafandi haldinn skattahækkunarblæti til margra ára. Yndislegt að sjá hann og hans kóna, svo umhugsað um fólkið. Afskrifa skudir vorra útrásarvíkinga. Sjá hann standa fyrir réttlæti, sumum til handa, en ekki öðrum. Sanngirni og gagnsæi. Lengi lifi Joð!

 Lenín lengi lifi!!


Að lenda á'ðí og lenda í'ðí

„Knattspyrnusambandið staðfesti við mbl.is í dag, að starfsmaður þess hefði fyrir  5 árum lent í því að teknar voru jafnvirði 3,5 milljóna króna á þáverandi gengi út af tveimur kreditkortum sem hann var með,[...]“ Feitletrunin er mín.

Það hlýtur að vera ferlegt að lenda í allskyns aðstæðum. Hvort sem maður er starfsmaður KSÍ eður ei.

Vitanlega er ekkert athugavert við að eiga viðskipti við vafasamt lið og uppgötva svo, obbossí, að maður var snuðaður. Maður bara lenti í slæmum aðstæðum. Ekki það að maður bæri ábyrgð á því að hafa labbað sér inn á staðinn.

Jafnvel þótt maður lendi á'ðí og innbyrði svo mikið kampavín að maður hafi ekki rænu á að lesa yfir greiðslukortakvittanirnar. Nei nei. Auðvitað ber enginn slíkur ábyrgð á eigin ástandi. Maður bara lendir í því.

 

Ég bara lentí í að lesa þessa frétt og var því tilneyddur að blogga um hana. Aumingja ég.

 


mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dallas

Nýlega viðraði ég þá skoðun mína að Skjár 1 ætti að taka aftur upp endursýningar á Dallas þáttunum.

Nú á að fara að framleiða fleiri Dallas þætti. Ég skora því hér með á Skjá 1 að tryggja sér réttinn á sýningunum. Þá geti þeir sparað sér endursýningarnar. Þetta mun örrugglega verða vinsælt hjá báðum áskrifendum Skjás eins.


Lopavinnsla Láru ræður 18 manns árið 2010

Lopavinnsla Láru sem framleiðir ullarlínuna EVE ALMIGHTY hyggst bæta við 18 stöðugildum árið 2010 og þar af um 8 á Íslandi.

Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu ár en þar vinna nú um 44 manns, þar af 23 á Íslandi. Auk Kína er fyrirtækið með starfsstöðvar á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Áhugasamir geta sótt um starf á www.lopavinnslan.cn

 

Sem fyrr, fannst ritstjórn Húsmæðratíðinda ríkt tilefni til að slá þessum stórtíðindum fram sem aðal forsíðufrétt.


mbl.is CCP ræður 180 manns árið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugeldasala

Nú gengur um fésbókarheima einhver grúppa sem vill að björgunarsveitirnar fái einkaleyfi á sölu flugelda.

Ég skal reyna að halda niðri hrokanum, en fyrir mér sjá björgunarsveitirnar aðallega um að sækja fávita af fjöllum. Einhverja sem fóru illa útbúnir og/eða létu ekki vita af sér. Réttast væri heldur að rukka það lið fyrir kostnaði leitarinnar.

Vissulega eru önnur tilfelli einnig, en ég held þau séu í minnihluta.

Það var verslun Ellinsens sem hóf að selja flugelda hér á landi. Síðar stukku björgunarsveitirnar til og tóku það upp. Íþróttafélög selja einnig flugelda til að fjármagna sig.

Hvar ég kaupi flugelda, sem ég hef reyndar ekki gert í nokkur ár, eru mér engin trúarbrögð. Þó finndist mér fé mínu betur varið til íþróttafélaganna sem börnin mín iðka íþróttir hjá. Eða bara liðsins sem ég held með. Heldur en að púkka undir björgunarsveitir svo þær geti leitað að einhverju jeppaliði eða rjúpnaskyttum sem skortir heilbrigða skynsemi.

 

Fyrr myndi ég styðja að Melabúðin fengi einkarétt á jógúrtsölu.


Lopavinnsla Láru auglýsir eftir starfsmönnum

Lopafatnaðarframleiðandinn Lopavinnsla Láru, sem vinnur nú að þremur nýjum vörulínum á íslenskum lopafatnaði, til markaðssetningar í Bandaríkjunum og Kína, hyggst fjölga starfsmonnum sínum verulega á næstu 12 - 18 mánuðum eða um rúmlega 15 manns.

Að sögn fyrirtækisins hefur það þegar ráðið til sín um 9 starfsmenn það sem af er þessu ári og vinna nú um 45 manns hjá Lopavinnslunni, þar af 23 á Íslandi.

Fyrirtækið segir, að tækifæri sé til þess að ráða stóran hluta af þessum 15 starfsmönnum á Íslandi ef mannskapur fæst. Fyrirtækið leiti nú logandi ljósi að fólki með menntun á sviði fatahönnunar, prjónatækni, lopa- og ullarfræði, auk stílista af ýmsu tagi, til þess að framleiða lopavörur framtíðarinnar.

 

Ritstjórn Húsmæðratíðinda þótti ríkt tilefni til að slá þessum stórtíðindum fram sem forsíðufrétt.


mbl.is CCP auglýsir eftir starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband