Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 16. janúar 2010
Icesave - Glæsileg niðurstaða
Nú þykir mér týra á tíkarskarnið.
Á mannamáli merkir það að nú finnist mér brugðið ljósi á hundaskítinn.
Fyris tæpu ári þótti Joð samningurinn sem sendiherrann og heimspekingurinn lönduðu, glæsileg niðurstaða. Nú fyrst er hann að fatta að niðurstaðan var meira glötuð en glæsileg. Ekki síst vaxtakjörin, sem eru lítið skárri en lýðnum býðst hér heima.
2 - 3,5% og þá getum við farið að tala saman.
En vitanlega, eins og flestum ætti að vera orðið morgunljóst, er Joð eðal lýðskrumari. Ragnar Reykás bliknar við hliðina á honum. Hví er hann ekki í Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokknum? Jú, því þar næði hann ekki að komast í framlínuna. Framlínan er það sem öllu skiptir. Hvað maður segir og gerir er síðan algert aukaatriði.
En svona í framhjáhlaupi og algerlega útfyrir efnið. Mér skilst að hinir fræknu íslensku björgunarkappar á Haiti gangi undir nafninu IceSafe. Alltént mun betra orðspor sem fer af þeim en höfundum hinnar glæsilegu niðurstöðu.
Myndu stefna á lægri vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. janúar 2010
Ofbeldi AGS
Þið Íslendingar verðið að hafa stuðning alþjóðasamfélagsins til að geta haldið áfram.
segir Strauss-Kahn. Svo segir hann...
Varðandi spurninguna um Icesave. Öfugt við það sem margir segja þá er lausn á deilu um þessar skuldbindingar ekki skilyrði þess að AGS aðstoði Ísland, en við erum stofnun sem er stjórnað af alþjóðasamfélaginu og við þurfum að hafa stuðning meirihluta alþjóðasamfélagsins þegar við tökum ákvarðanir. Ef margar aðildarþjóðir telja að við eigum að halda okkur til hlés þá verðum við að gera það.
Meirihluti alþjóðasamfélags AGS eru hverjir? (bretar og hollendingar ?). Ekki liggur fyrir að aðrar þjóðir hafi beitt AGS þrýstingi vegna málsins. Því er ekki hægt að túlka orð Strauss Kahn á annan hátt en að sjóðurinn láti stjórnast af þrystingi frá bretum og hollendingum. Sem sagt ekki af meirihluta þjóða, heldur þeirra sem mesta eiga peningana.
Stuðningur alþjóðasamfélagsins nauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Skapa neyðarlögin íslendingum ekki ábyrgð?
Í gær, í Silfri Egils, var rætt við franska vrópuþingmanninn Alain Lipietz. Hann kom víst eitthvað að setningu vrópsks regluverks.
Í stuttu máli vildi hann meina að íslendingar bæru ekki ábyrgð á sofandahætti breta og hollendinga, sem hann vill meina að hefðu borið ábyrgð á eftirliti með Ísbjörgu.
Margir hafa talið, ég þeirra á meðal, að þótt íslendingar hafi ekki borið lagaleg skylda til að tryggja innlánstryggingasjóðinn hefði íslendingar gert sig ábyrga með setningu neyðarlaganna, sem tryggðu innistæður í bönkum á Íslandi, en ekki íslenskra banka erlendis. Hefðu með þeim lögum mismunað fólki vegna þjóðernis.
Mismunun vegna þjóðernis er ólögleg, samkvæmt hinum vrópsku reglum.
Í kvöldfréttum ríkissjónvarps bendir Lipietz hins vegar á að mismunun vegna þjóðernis átti sér hvergi stað. Sem, þegar betur er að gáð, er hárrétt.
Neyðarlögin tryggja einungis innistæður í bönkum á Íslandi. Algerlega óháð þjóðerni þeirra sem þær eiga.
Þannig voru innistæður breta og hollendina, sem áttu innistæður á Íslandi tryggðar, en innistæður íslendinga á Icesave í Bretlandi og Hollandi voru það ekki.
Því er ekki um mismunun á grundvelli þjóðernis að ræða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Viðsnúningur
Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það séu kostir í fari fólks að geta skipt um skoðun, verði eitthvað til að knýja á um það.
Ég hef verið þeirrar skoðunar að skárst væri að ganga að Icesave samkomulaginu og geta snúið sér að öðru eftir samþykkt þess.
Ég skráði mig ekki á lista InDefence.
Eftir ákvörðun forsetans hef ég æ meir hallast að því að þetta hafi verið snilldar 'move'.
Ég viðurkenni að í fyrstu var mér ekki um sel, en eftir að hafa séð að bretar, hollendingar, ásamt öðrum virtust ekki hafa meira vit á málinu en ég á matvælafræði, sá ég að þau æðu villu og svíma sem hægt væri að leiðrétta. Óupplýst lið sem annaðhvort taldi að íslendingar ætluðu ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar, eða að héldu að forseti íslands hefði neiturnarvald, a'la France og USA. Bullukollar sem blogguðu án þess að vita rassgat um hvað þeir væru að tala um.
Það er nægt framboð af bjánum í heiminum. Það er eitt að því fáa sem við getum treyst á.
Nú hef ég séð að almenningur erlendis er að sjá hverslax rugl er í gangi. Undantekningin eru danir. Enda eru þeir enn grútspældir yfir Magasin du Nord. Megi þeir ná sér úr sinni gremju sem fyrst.
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Áramótaandvarp
Um áramót er ekki úr vegi að líta um öxl og andvarpa.
Í upphafi árs sat syfjustjórnin sem beið eftir kraftaverki og hafði gert frá 12. maí 2007.
Fólk safnaðist saman og barði teflonhúðaðar pönnur sínar með málmáhöldum. Fatalt! Málmurinn skemmir teflonhúðina.
Sofandastjórnin hætti og Joðhanna tók við. Síðan var boðað til kosninga og Joðhanna styrkt í sessi.
Skjaldborg skyldi reist um heimilin. Svo hófst uppbygging hennar. Áfengis-, olíu- og tóbaksgjöld voru hækkuð um vorið. Síðan aftur um sumarið. Aldeilis það sem vísitölutryggður almúginn hafði kallað eftir.
Eftir þras um vrópusamband og Icesave var aftur bætt á gjöldin góðu um haustið. Alþýðan egndist af fögnuði yfir þeirri snilld að það hækkaði greiðslubyrðina.
Um haustið var svo ákveðið að hækka skatta og gjöld. Þá vitanlega fyrst og fremst óbeina skatta sem hækka vísitöluna.
Joð hugsar um sína. Svo var hann næstum valinn maður ársins (!?!)
Eftir að landsmenn allir hafi fyrir löngu fengið upp í kok af Icesave umræðunni, lauk henni á síðasta korteri ársins. Líklega hefur flestum verið orðið sama hvernig málið færi, svo lengi sem því lyki og þeir gætu farið að hugsa um annað.
Það er margt annað sem hugsa þarf um; Hundinn Lúkas, vróvisjón, Brad Pitt og Angelinu, ...
Nýtum nýja árið í annað en Joð og Icesave.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. desember 2009
Íslandsspik
Það er gott til þess að vita að þeir sem hafa náð að fita sig á aðeins tveimur dögum geti farið og afskrifað spikið á korteri. Svona eins og Bjössi fékk sitt efnahagsspik afskrifað.
Spik er gott, en afskrift er betri.
Steikinni brennt í ræktinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 25. desember 2009
Eftirminnilegar jólagjafir
Það eru alltaf einhverjar jólagjafir sem lifa í minningunni.
Ég man t.d. eftir æpoddnum sem ég fékk frá vinnunni í hitteðfyrra. Þar sem ég er er þverhaus, gaf ég hann. Sömu jól fékk ég takk pabbi pladdann frá dóttur minni. Gjöf sem táraði mig. Hún hitti mig gersamlega í hjartastað, elsku stelpan mín.
Núna gaf hún mér hljóðfæri sem hún smeið sjálf og ég ætla mér að nota við tækifæri.
Sonur minn kom sterkur inn þetta árið og sýndi og sannaði að hann er sonur föður síns.
Hann gaf mér G-streng með íslenska fánanum og með þeim orðum að vonandi ætti ég eftir að nota hann þar til ég yrði sextugur.
Mikið sem ég hló þegar ég opnaði þann pakka. Tilgangnum náð. Hlátur og gleði. Það er málið.
Takk fyrir mig, elsku Logi og Birna. Þið eruð best.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Um bloggara
Margir bloggarar sem hafa náð frægð hér eru farnir annað.
Heiða er farin að blogga á DV. Lára Hanna og Ómar á Eyjunni.
Las færslu eftir Heiðu áðan en gat ekki kommentað nema vera á facebook. frekar asnalegt.
Gat þó kommentað hjá Láru hönnu. En ekki hjá Ómari. Þar þarf ég að innskrá mig fyrst. Hverjir eru þeir sem geta innskráð sig þar? Málsmetandi fólk og elítan. Ég er hvorugt. Því verður Ómar að tala við elítuna framvegis.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Góðar fréttir
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag heilbrigðisfrumvarp Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Með frumvarpinu verður 31 milljón Bandaríkjamanna sem ekki eru sjúkratryggðir veitt trygging. Þetta gæti orðið mesta breyting á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum í mörg ár.
Þetta er lítið hænuskref í rétta átt til betra velferðarkerfis vestur frá. Kerfis sem hingað til hefur verið miðaldakerfi og lagað að aðlinum.
Vitanlega birtist þessi frétt á Vísi en ekki á mbl.is, þar eð mbl.is er tiltölulega statískur fréttavefur sem birtir bara þrjár fréttir á dag og einungis þær fréttir sem henta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Jólaþras 2009
Í sjö ár hefur mágur minn ritstýrt árlegu Jólaþrasi. Jólaþrasið er sent vinum og vandamönnum, þeim að kostnaðarlausu, í aðdraganda jóla ár hvert. Í gær beið mín í póstkassanum sjöunda tölublað/árgangur Jólaþrasins.
Jólaþrasið er einnar síðu fréttabréf (toppar Alþýðublaðið gamla í mínímalisma) þar sem tíunduð eru, í máli og myndum, afrek og aðstæður heimilisfólks á þeim bænum ásamt jólakveðjum.
Í ár gerðust þau stórmerki að heimiliskettirnir tveir, þær Asía og Dísa, blönduðu sér í málið og báðu kærlega að mjálma. Megi þær eiga gott mal um jólin, enda hefðarlæður hinar mestu, báðar tvær.
Fyrir mér, sem hættur er að halda jól, er Jólaþrasið ásamt hádegissúpupartýi systur minnar, það sem gerir þennan tíma ársins hátíðlegan.
En. Ég ætla að hafa í frammmi mitt eigið jólaþras. Réttara sagt jólafjas. Enda hef ég tröllatrú á heilsusamlegu fjasi.
Banki einn býður til sölu svokölluð gjafakort. Þetta eru, samkvæmt upplýsingum bankans, kort sem virka nákvæmlega eins og venjuleg greiðslukort. Með tveimur undantekningum.
Hvorki er hægt að taka út fé í hraðbanka, né í banka. Hins vegar má nota þau til kaupa á vöru og þjónustu, rétt eins og með öðrum greiðslukortum. Eða eins og segir í skilmálunum; Kortið veitir rétt til úttektar á vöru og þjónustu hvar sem er í heiminum hjá þeim sölu- og þjónustuaðilum sem taka við greiðslukortum frá VISA Einnig má nota það á vefnum.
Ég fór í eitt útibúa bankans og spurði hvort ég gæti keypt slíkt gjafakort og greitt með öðru gjafakorti. Þar sem með slíku er ég að kaupa vöru, en ekki að taka út pening, ætti ég að geta það samkvæmt útgefnum upplýsingum bankans.
Svarið var nei.
Hvers vegna ekki? Spurði ég.
Vegna þess að ég þarf að taka út pening. Svaraði gjaldkerinn.
Já, en ég er ekki að taka út pening heldur einfaldlega að kaupa vöru. Sagði ég.
Sem sagt. Gjaldkerinn þarf að framkvæma aðgerð, sem fyrir honum er peningaúttekt og því er ekki hægt að nota kortið. Hins vegar, fyrir viðskiptavininum (mér) er ekki um neina peningaúttekt að ræða þar eð ég fæ enga peninga afhenta. Fyrir viðskiptavininum er einfaldlega um vörukaup að ræða.
Því er mér spurn hvort bankanum sé stætt á að auglýsa eins og hann gerir? Hvað bankinn segir að hægt er, eða ekki, að gera við kortið hlýtur að þurfa að orðast út frá sjónarhóli þess sem á kortið og notar. Ekki út frá því hvaða aðgerðir gjaldkerinn þarf að framkvæma eða ekki.
Annars óska ég ykkur öllum gæfu og gengis, hvort heldur þið eruð á fullu í jólaruglinu eður ei.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)