Sunnudagur, 20. júlí 2008
Auglýsingablæti
Jæja. Búinn að skella auglýsingunum góðu í ramma. Næsta verk er að finna hverri og einni stað. Ætli sá hausverkur endist ekki eitthvað fram á haustið
Eins og sjá má er smá sjúskleiki til staðar, eftir nag tímans tannar. Það er líka miklu betra. Hvað er gaman að gamalli auglýsingu sem er eins og ný?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Smellurammar
Sussu. Hví ætti einhver að blogga um smelluramma og hví ætti einhver að nenna að lesa smellurammablogg? Líiklega enginn.
Það er nú samt þannig að fyrir áratug eða svo áskotnaðist vini mínum gamlar auglýsingar, sem voru prentaðar í fyrirtæki sem hét Fjölprent og er ekki lengur til. Hann sá ekki bjútíið við auglýsingarnar þá, en hefur nagað af sér bæði handabökin síðan, eftir hann gaf mér téðar auglýsingar. Ég setti þær í smelluramma og hengdi upp.
Þegar ég skildi, fyrir 6 árum síðan lentu myndirnar utangátta og náðu aldrei upp á vegg hjá mér. Síðan brotnuðu flestir rammarnir og hef ég síðan verið á leiðinni að kaupa nýja. Sirka 3 ár síðan.
Í gær keypti ég nýja ramma og bíða auglýsingarnar þess að fá veglegan sess. Uppi á veggjum.
Ein lifði af bramboltið um árið, en hinar verða rammaðar inn á morgun. Svo er bara að hengja þær upp.
Pósta myndum af þeim seinna. Alveg unun að spá i 40 - 50 ára gamlar auglýsingar. Svo ólíkar þessu gumsi sem sést í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Monopolytíðindi
Föðurbetrungarnir og ég héldum áfram fjármála- og umsýsluspilinu Monopoly í kvöld. Leiknum sem við hófum í gærkvöldi.
Ég hafði ekki spáð í það fyrirfram, en þetta er ágætis leið til að kenna þeim ýmis fjármálafyrirbæri, s.s. hvað tryggingaveð er og lögmál framboðs og eftirspurnar. Undir- og yfirboð. Hvenær maður er í stöðu til að prútta kaupverð niður og söluverð upp. Viðskipti með eignir á opnum markaði er leyfð. Í spilið vantar hinsvegar vexti af lánum. Höfum rætt að innleiða og útfæra reglur um vexti í næsta leik.
Framvindan í kvöld var á þann veg að ég hagnaðist verulega á leigu af eignum mínum og stofnaði Brjánn Group.
Á morgun verður leiknum haldið áfram. Leikið verður til þrautar þar til eitthvert okkar stendur uppi með allar eignir. Eðlilega, enda heitir leikurinn Monopoly.
Duff gardens og lestarstöðvarnar hafa skilað sínu.
Þessi hétu Reynimelur og Víðimelur í Matador.
Bóbó var hengdur upp á krók í kvöld. Allt svo, búrið hans. Hann var í sjöunda himni með þá ráðstöfun, enda hans líkar hrifnastir af að vera ofarlega og hafa yfirsýn. Hann hefur verið og verður skilinn útundan í Monopoly. Hann er of mikill sósíalisti fyrir þann leik. Hann myndi ríkisvæða allt klabbið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Einn handtekinn
Enn á ný er fíflaskapurinn hafinn. Ok, fínt að hafa hugsjónir og allt það en hvaða heilvita maður trúir að svona aðgerðir séu hugsjóninni til framdráttar? Hvaða fíflaskapur er það, að mæta með andlit sitt hulið? Öööh...það er náttúrulega svona týpískt skæruliðalúkk og þetta eru skærur og því skæruliðar á ferð.
Annars finnst mér myndin sem fylgir fréttinni skondin, svona með fyrirsögninni. Ég rýndi í myndina og sá vinnuvélar í baksýn. Ekki tókst mér þó að greina hvort þar væri fólk. Því ákvað ég með sjálfum mér að lögreglumaðurinn væri einn á myndinni. Frekar einmanalegt, en einn handtekinn. Lögreglumaðurinn. Enda lítur hann skömmustulega undan.
Bæðevei. Minni á mótmælabúðirnar. Gnógt úrval mótmæla og hannyrðavara í boði.
![]() |
Einn handtekinn í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Gums
Búinn að vera latur að blogga undanfarið. Tilhugalífið tekur sinn toll. Hef verið að kynnast yndislegri konu. Erum búin að spjalla mikið og lengi. Skemmtileg og spennandi manneskja. Já og líka flott. Fokking flott, en umfram allt, skemmtileg og opin og laus við afbrýðisemi, sem mér finnst mikilvægt. Ég hef fengið meira en nóg af afbrýðisemi í fyrri samböndum. Afbrýðisemin er eitrandi og bara hreinn viðbjóður. Bara gaman. Samdi um það lag sem ég setti í spilarann.
Annars bara æðislegur tími núna með föðurbetrungunum. Keyptum smá stöff handa Bóbó, sem varð alveg himinlifandi. Nýtt dót og eitthvað nýtt að naga. Bóbó er alsæll.
Fullt að gera susum, en á morgun höldum við áfram með Simpsons-Monopoly sem við spiluðum í kvöld. Minns á fæstar eignir en mestan pening. Spurning hvernig það fer. Þau mala mig örugglega, enda miklu klárari en ég.
b.t.w. mér finnst að landspabbi eigi að finna sér vinnu í skósmiðju. það er, ef hann kann til verka eða hefur verkvit yfir höfuð.
hmmm, er ekki viss
ave
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Neytendablæti
LoXins er sumarfríið hafið og föðurbetrungarnir komnir í föðurhús. Já og Bóbóhús. Sótti þau um hádegið og svo fórum við á búðaráp.
Það er einn réttur í uppháhaldi okkar allra. Pasta með Carbonara sósu. Ég nenni þó sjaldan að gera ekta sósu, með ekta Parmesan og öllu hinu júmmúlaðinu. Það er svo þægilegt að geta græjað pakkasósu á nokkrum mínútum. Þó ekki hvaða sósu sem er. Ó nei. Það er einungis ein sem kemur til greina. Sósan frá Toro. Nei, þetta er ekki auglýsing. Þetta eru meðmæli. Aðrar sósur þykja mér ýmist vera bragðdaufar eða hreinlega vondar á bragðið, eins og sú sem víðast virðist fást og bragðast sem viðbrennd. Þar sem það er gæðavottun fyrir verslun að hafa til sölu Carbonara frá Toro beini ég viðskiptum mínum þangað. Eins skrýtið og það er er leitun að verslunum sem selja þessa sósu, meðan viðbrennda sósan fæst alls staðar. Svo er alltaf að breytast hvaða verslanir það eru sem selja hana. Eitt sinn fékkst hún alls staðar. Síðan bara í Hagkaupum. Því næst bara í Hagkaupum í Kringlunni. Síðan bara í Skeifunni. Síðan ekki í Hagkaup, heldur í Bónusi. Úff. Ekki lengur í Bónusi í Skeifunni heldur í Kringlunni. Því hef ég það fyrir reglu að byrgja mig vel upp þegar ég kaupi Carbonara. Maður veit aldrei hvenær hún hættir allt í einu að fást og maður þarf að hefja leitina á ný.
Eins og áður sagði, fórum við að versla í dag. Vitanlega var meðal annars farið í Bónus í Kringlunni.
Ég tel mig sæmilega meðvitaðan neytanda, en ég er enginn neytendamála- eða verðlagsfíkill. Er þó skráður félagi Neytendasamtakanna. Ég er ekki sérlega duglegur að fylgjast með verðhækkunum milli daga og vikna, en ég spái í kílóverðið og hlutum eins og hvort skinkan er að tólf eða þrjátíu hundraðshlutum vatn. Afleiðing af þessari neytendavitund minni er að ég tek eftir verðmerkingunum og hvort þær vanti. Ein regla hjá mér er að óverðmerkt vara fer ekki í innkaupakerruna.
Allur gangur er á hvernig verslanir standa sig í verðmerkingum. Sumar standa sig almennt vel. Vil ég þar nefna Hagkaup. 10-11 finnst mér mætti bæta sig. Allt of mikið um að merkingar vanti, eða séu beinlínis rangar. Kjöthakkið kallað kjúklingur og sultan kölluð hveiti. Bónus, a.m.k. í Kringlunni, notast við rafrænar merkingar. Það tryggir hvorki að merkingar vanti ekki né þær séu við rétta vöru. Þær tryggja þó að verðið er 'öpp tú deit'. Mér finnast merkingamál Bónuss í Kringlunni vera almennt í lagi. Einu tók ég þó eftir. Sum verðspjöldin sneru á hvolfi. Mér er óskiljanlegt hvernig það getur gerst, þar sem greinileg gul rönd er á spjöldunum neðanverðum og því augljóst hvort þau snúi rétt eður ei. Kaldhæðnislegt líka að fyrir vikið virðist verðið hærra, séð á hvolfi.
Ég smellti af þremur myndum. Hefði ég myndað öll skiltin sem sneru á hvolfi, hefðu myndirnar orðið miklu fleiri.
Nú er hagsýna húsmóðirin á leið fram í eldhús og að eldavélinni. Þar sem hennar staður vitanlega er.
Er semsagt farinn að elda. Ave
Bloggar | Breytt 18.7.2008 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Genfarsáttmálinn brotinn?
Bandaríski fréttamiðillinn CNN segist hafa undir höndum gögn er sanni að stórfengle og vítaverð brot á Genfarsáttmálanum hafi verið höfð í frammi af Kólumbísku leyniþjónustunni, er hún bjargaði lífi fimmtán manns úr höndum mannræningja.
Alþjóða Rauði krossinn, segir Sussu! Ljótt ef satt reynist.
Næsta verk segir bandaríski fréttamiðillinn vera, að kanna þær fáránlegu staðhæfingar um að hugsanlega séu framin brot á þessum sama sáttmála, á Guatanamo á Kúbu.
![]() |
Tákn Rauða krossins misnotuð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Heppinn Kóalabjörn
Kóalabjörn nokkur í Ástralíu hefur hlotið viðurnefnið Lycky Strike. Hann þykir alveg ótrúlega heppinn björninn sá.
Fyrir fimm vikum síðan vann hann grill í hlustendaleik útvarpsstöðvarinnar XFM101 í Brisbane. Viku síðar vann hann ferð fyrir tvo til Indónesíu. Í seinustu viku var hann einn með sjö rétta í Ástralska ríkislottóinu og hafði 1,4 milljonir ástralskra dollara upp úr krafsinu.
Heppinn
![]() |
Heppinn kóalabjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Hagræði
Á þessum síðustu og verstu tímum hafa mörg fyrirtæki þurft að hagræða til að mæta mótbyrnum.
Sum fyrirtæki eru enn haldin þeirri trú að af uppsögnum hljótist hagræði. Það er af og frá því óþarfa skrifborð, stólar, eða hvað annað sem tilheyrði fyrrum starfsmönnum, þvælast þá fyrir hinum sem eftir eru. Ekki mikið hagræði af því.
Önnur fyrirtæka hafa tekið hina stefnuna, að taka til og hagræða hlutum hjá sér svo þeir verði starfsfólki ekki til ama. Það hefur gefið ágætis raun.
Færri fyrirtæki, en þó eitt og eitt, hafa farið þá leið sem virðist skila bestum árangri. Felst hún í að hagræða bókhaldinu. Mun það hafa minnsta truflun á daglega starfsemi fyrirtækisins.
![]() |
Fyrirtæki hagræða í rekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. júlí 2008
Olíuverð á Íslandi
Nú hefur heimsmarkaðsverð á olíu orsakað enn eina hækkun eldsneytisverð hérlendis.
Margur kann að spyrja sig hverju það sæti að olíuverð hér hækki um leið og heimsmarkaðsverð, en lækki ekki að sama skapi þegar heimsmarkaðsverð lækkar.
Bergmálstíðindi leituðu til Samúels Guðlaugssonar, sérfræðings um íslenska verðlagningu.
Sko, þegar olíuverð lækkaði um daginn, hafði dollarinn hækkað líka, svo verðið stóð í stað. Síðan lækkaði dollarinn, en þá var forstjórinn með bakverk, svo ekki var hægt að lækka verðið segir Samúel. Svo styrktist krónan gagnvart dollar, en þá vildi svo til að innkaupastjórinn okkar var í fríi. Nú svo kom hann úr fríi og olían hækkaði og dollarinn líka. Þá er bara að pumpa upp verðið, fyrst allir eru heilir heilsu. Ehaggi? segir Samúel að lokum.
![]() |
Eldsneytisverð snarhækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)