Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 3. september 2009
Ali and G
Nú hefur leyniþjónustan í Gabon afhjúpað sjónvarpsstjörnuna Ali G.
Í stað þess að vera að undirlægi Sacha Baron Cohen mun umrædd persóna vera að undirlagi Ali B.
Alibi, eins og sagt er á ensku.
Því er stóra spurningin. Hvar eru Ali C og Ali D?
Óeirðir eftir sigur Ali B | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.9.2009 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Hugleiðingar um verðtryggingu
Árið 1979 voru sett lög um verðtryggingu. Svokölluð Ólafslög. Kennd við Óla Jó.
Í fyrstu voru lögin kannski ekki svo óréttlát, þar sem laun voru jafnframt verðtryggð. Síðan, árið 1983 ef ég man rétt, var verðtrygging launa afnumin. Í óðaverðbólgu þess tíma setti verðbólgan marga á kaldan klaka. Þar sem verðtrygging launa var ekki fyrir hendi lengur hrapaði kaupmáttur og lánin bólgnuðu og bólgnuðu.
Svo hjaðnaði verðbólgan og fólk hætti að hugsa um verðtrygginguna. Lífið mallaði áfram og fólk fann sér annað að fjasa yfir.
Svo rann upp árið 2008.
Gengi krónunnar hrapaði, reglulega ársfjórðungslega. Tilviljun? Afleiðingin sú að innfluttar vörur snarhækkuðu í verði og hækkuðu þar með vísitölu neysluverðs, sem lögð er til grundvallar verðtryggingar. Á sama tíma fór húsnæðisverð að lækka og hefur farið lækkandi síðan, samhliða því að verðbólgan hefur dafnað vel.
Síðan í júlí 2007 til júlí 2009 hefur vísitala neysluverðs hækkað úr 272,4 stigum upp í 339,8 stig. Það er hækkun upp á rétt tæp 25%.
Flest verðtryggð lán, td. hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS), eru jafngreiðslulán. Það þýðir að greidd er að jafnaði sama upphæð (verðtryggð) í hvert sinn. Það þýðir að framan af lánstímanum er fólk aðallega að greiða vexti, sem eru hærra hlutfall af greiðslunni en sjálf afborgunin af höfuðstólnum. Því lækkar höfuðstóllinn lítið sem ekkert á fyrri hluta lánstímans. Í verðbólgu þeirri sem nú ríkir hækkar höfuðstóllinn hratt.
Eins og ég hef áður nefnt, á verðtryggingin að tryggja að lánveitandinn fái til baka, á endanum, sama verðgildi þeirrar upphæðar sem lánuð var. Hins vegar miðast verðtryggingin að mestum hluta við almennar neysluvörur. Þeas. þegar ilmvötn og bananar hækka, hækka húsnæðislánin. Þrátt fyrir að húsnæði hafi lítið ef eitthvað með banana að gera. Væri miðað við vísitölu húsnæðisverðs væri tryggt að lánveitandinn fengi til baka verðgildi þess sem hann lánaði til húsnæðiskaupanna. Láni hann 80% af verðgildinu árið 2007 fengi hann andvirði 80% árið 2047. Hvorki banönum, ilmvötnum né kvenstígvélum blandað í málið.
Ég tek dæmi.
Jón keypti sér íbúð á 20.000.000 í júlí 2007. Hann átti 4.000.000 sjálfur, sem hann hafði safnað á nokkrum árum og fékk lán hjá ÍLS up á 16.000.000. Í upphafi greiddi hann um 80.000 á mánuði, en eftir að verðbólgan jókst hefur upphæðin farið upp í 90.000. Til einföldunar skulum við áætla að hann hafi að jafnaði greitt 85.000 á mánuði (sem er líklega vanreiknað). 24 * 85.000 = 2.040.000. Hann hefur semsagt greitt ca. 2.040.000, sem eru mestmegnis vextir. Á sama tíma hefur höfuðstóll lánsins hækkað úr 16.000.000 í rúmar 20.000.000.
Að því gefnu að andvirði íbúðar hans hafi ekki breyst hefur lántakinn eignast allar fjórar milljónirnar hans. Líklega hefur þó andvirði íbúðarinnar lækkað um ca 11%. Vísitala húsnæðisverðs hefur lækkað á sama tíma úr 351 stigi í 311,7 stig. Jón hefur því á tveimur árum tapað eign sinni til lánveitandans, sem uppi stendur alsæll með sín axlabönd og belti, kút og kork.
Verðtryggingin, eins og hún er útfærð (verð á ilmvötnum og banönum), gerir því að verkum að lánveitandinn eignast húsnæðið sem lántakandinn fékk lán fyrir. Fyrr eða síðar. Lántakandinn hefur belti, axlabönd, kút og kork.
Hver er glóran í svona kerfi? Engin.
Fái ég lánaða bjórkippu hjá félaga mínum ber mér að borga í sama. Borga honum kippuna til baka. Sama hvað hún kostar. Því er eðlilegt að verðtrygging þess láns sé miðuð við verð bjórsins sem lánaður var, en ekki við heimsmarkaðsverð á blóðmör. Eins er eðlilegt að sá sem lánaði Jóni fyrir 80% húsnæðis hans fái greitt í sama. Hann fái greitt andvirði 80% af húsnæðinu. No more. No less. Ekkert slátur.
Önnur lán eru þau (ólöglega) gjaldeyristryggðu. Þau hafa þó þann eiginleika að ef hið ótrúlega gerðist, að krónan styrktist lækkar höfuðstóll þeirra. Það á ekki við um verðtryggð lán. Verðtryggingin er nefnilega eins og einstreymisloki. Hún hækkar bara lánin, en lækkar þau ekki. Ekki nema til komi verðhjöðnum og fyrr á ég eftir að sjá ýmislegt áður en það gerist hér.
Um daginn var ráðherrann, Árni Páll, í viðtali Sjónvarpsins og sagði að enginn mannlegur máttur gæti lækkað skuldir heimilanna. Þrátt fyrir að verðtryggingin sé verk mannanna. Nema Óli Jó hafi verið guðleg vera.
Geti menn komið á verðtryggingu geta þeir afnumið hana.
Það er ekki flóknara en það.
Það er í mannlegum mætti.
Það er ekki spurning um getu, heldur einungis um vilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Ég á mér líf
Í morgunsárið renndi ég yfir netmiðla, eins og ég geri gjarnan á morgnana. Þar sem ég hafði lokið við að skoða skemmtilegt myndband, á Pressunni, af antílópu gefa hýenum langt nef, rak ég auga í tengil hægra megin á síðunni.
Afmæli aldarinnar - Myndir úr veislunni í Turninum.
Nú nú nú, hugsaði ég. Afmæli aldarinnar! Það er ekkert minna. Þetta hljómar of 2007 til að láta það óskoðað.
Ég smellti á tengilinn og við mér blasti frétt, ásamt myndum, af afmæli einhvers fólks sem ég vissi ekki að væri til. Fyrir utan tónlistafólkið sem spilaði í veislunni og einn fjölmiðlamann að auki, hafði ég ekki einustu hugmynd af tilveru þess fólks sem á myndunum var.
Vitanlega varð ég dauðskelkaður og hóf samræður við sjálfan mig.
Brjánn, ertu virkilega svona úti á þekju? Veist ekki hver skódrottningin er.
Við þessa spurningu mína jókst hjartslátturinn og svitinn spratt fram á ennið. Þar til ég skyndilega fann til mikils léttis um leið og ég svaraði mér.
Nei. Ég er ekki úti á þekju, heldur á ég mér líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
frá bloggi til böggs
Ég hef verið latur að blogga lengi. Eiginlega bara nokkuð lengi.
Haustið 2007 fór ég að kíkja á bloggið. Var bara óskráður maður úti í bæ. Á þeim tíma var leikur kenndur við Karl Tómasson, bæjarfulltrúa í Mosó, vinsæll á blogginu og var kallaður Kalli Tomm. Leikurinn fólst í því að einhver hugsaði sér persónu og aðrir áttu að giska, eitt gisk per innlegg og þannig komast að því hver persónan var.
Reglan var að sá sem vissi svarið átti næst á ver'ann. Sem sagt að hugsa sér persónu.
Ég datt inn í þennan leik og hafði gaman að. Var þó óskráður. Eitthvert kvöldið nöldraði einhver þáttakandinn yfir því að ég, óskráður njólinn, væri að taka þátt. Þá skráði ég mig á blog.is. til að geta tekið þátt án tuðs.
Svo fór ég að blogga. Ýmist innan úr mér eða að skrumskæla fréttir dagsins. Allt í bland. Stundum pólitískt. Stundum ópólitískt. Allt eftir efnum og ástæðum. Mér fannst gaman að taka fréttir dagsins og endurskrifa þær. Helst á einhvern absúrd hátt.
Svo kom blessuð kreppan. Já, margt gekk á í vetur, en síðan í vor er leitun að bloggara sem skrifar um annað en Icesave, eða eitthvað fjármálatengt.
Ég er ekki að dissa neinn.Kannski eru bara allir svona uppteknir af Icesave og ESB og spillingu og hvað það nú er.
Ég skil reiðina. Talaði um mólótoffa og AK-47 við vini mína. Ég var reiður. Argandi gargandi reiður.
Bloggið er líklega spegill almúgans og þess sem fólki býr í brjósti.
Við erum þó ekki bara skattgreiðendur, launþegar og skuldarar. Við erum fólk sem viljum njóta þess að vera til. Fólk sem vill sjá og heyra annað fólk.
Það er svo margt annað sem skiptir máli en peningar. Slæmt ef þeir sem hvað harðast mótmæla, gleyma því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Gáta dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Framsóknarmennskan
Framsóknarmennskan í öllu sínu veldi.
http://visir.is/article/20090815/FRETTIR01/309240146/-1
Ekki komið til móts við FLOKKINN.
Meðan stjórnarskráin segir að hver þingmaður skuli fylgja sannfæringu sinni, kemur fram flokkur sem talar einni röddu. Þaes. minnihlutaraddir eru þaggaðar niður. Svona er þetta líka í Sjálfstæðisflokknum. Í ljósi þess er skiljanlegt að í skjóli þessa tveggja flokka hafi einn verið aðal og hann, ásamt undirlægu sinni, hafi getað sisona skrifað íslenski þjóðina á stríðslistann. Margra ára BSDM ríkisstjórnarsamband.
Nú mætir þetta fólk á Austurvöll, með bindi, að reyna að mótmæla einhverju. Icesaave! Sem títtnefndir lögðu blessun sína yfir.
Hvort ætti ég að gubba eða æla?
Samningnum í rauninni hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Borgarahreyfingin
Ég tjáði mig, oftar en einu sinni, um hve ánægður ég væri með ráðstöfun atkvæðis míns í síðustu þingkosningum. Ég kaus Borgarahreyfinguna.
Síðan kom svarti dagurinn, 16. júlí. Þá fannst mér 3/4 hluti þingliðs Borgarahreyfingarinnar hafa selt sig. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ekki endilega með það að þau hafi sagt nei við þingsályktun um að ganga til aðildarviðræðna við vrópusambandið. Mér er nokk sama hvaða mál hefði verið um að ræða. Nei, heldur vegna þess að stunduð voru pólitísk hrossakaup. Framsóknarmennska. Það var prinsippið sem ég taldi þingmenn mína standa fyrir sem brást.
Liðinn er mánuður og gengið á með ýmsu síðan.
Nýjasta málið eru póstsendingar sem klúðruðust. Ég ætla ekki að taka afstöðu í því máli. Þeas. hvort um er að ræða rætni eða umhyggju. Ég þekki málsaðila ekki baun. Hvorki Margréti né Þráinn. Ég er alveg tilbúinn að trúa að Margréti hafi ekki gengið neitt illt til. Eins skil ég afstöðu Þráinns. Fyrir mér er um að ræða persónulegt mál sem þau tvö þurfi að útkljá.
Afleiðingar þessa máls eru þó slæmar. Herbert, formaður stjórnar hreyfingarinnar hefur sagt af sér sem slíkur. Þar missti hreyfingin góðan mann. Eins hefur hinn skeleggi varaþingmaður, Valgeir Skagfjörð, sagt sig frá hreyfingunni.
Baldvin, bloggari, hefur tekið við formannskeflinu. Ég hef trú á þeim manni þótt ég þekki hann ekki. Hef góða tilfinningu fyrir honum.
Á þessum mánuði sem liðinn er frá SB hrossakaupunum hef ég velt fyrir mér hvort ég geti litið á 3/4 þingmenn hreyfingarinnar sem fulltrúa mína eður ei.
Ég hef átt marga fundi með loftinu en í dag komst ég að niðurstöðu. Ekki með röklegri hugsun heldur var það hjartað sem tók af skarið og tók afstöðu. Allir eiga skilið annað tækifæri. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim afglöp sín og gefa þeim annað tækifæri. Ég þekki þingmenn hreyfingarinnar ekki persónulega. Birgitta er þó bloggvinkona mín og af að lesa hennar skrif í nokkurn tíma, sem og mat mitt á manneskjunni Birgittu sem ég spjallaði við í Iðnó á kosninganóttinni, segir mér að hún er ekki tækifærissinni heldur hugsjónakona.
Því kýs ég að trúa því að SB klúðrið hafi verið feilspor, óreynds fólks, heldur en framsóknarmennska.
Ég vona að storminn lægi og að persónurnar Margrét og Þráinn nái sáttum. Ég ætla enn um sinn að flokka mig sem stuðningsmann Borgarahreyfingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. ágúst 2009
Menningarhelgi
Helgin var menningarleg. Menningarvitarnir ég og vinkona mín hófum menningargönguna á föstudagskvöldinu. Þá kíktum við í menningarsögulega gay-gönguför, hvar Baldur Þórhallsson fór á kostum. Bæði er maðurinn vel að sér og ekki síður er maðurinn svo skýrmæltur að þrátt fyrir flugvélar fljúgandi yfir þá skildi maður allt sem sagt var. Mjög áhugavert að fá innsýn í þann hluta borgarmenningarinnar sem legið hefur í argandi þagnargildi. Fórum ma inn á níuna (hegningarhúsið) og sáum þar dómssal, sem er friðaður. Lítur út eins og í upphafi aldarinnar þegar maður var þar dæmdur í fangelsi fyrir hommaskap. Sá fyrsti og eini.
Splæst í flatböku og haldið heim. Síðan vaknað seint og um síðir, en þó tímanlega til að taka þátt og sýna stuðning sinn við sjálfsagða mannréttindabaráttu.
Fórum, ásamt vini mínum í bæinn. Ætluðum að koma við hjá kunningjum hans, sem við gerðum. Þeir voru í íbúð með eðal útsýni yfir laugaveginn. Ákváðum að horfa á bara á gönguna í þetta skiptið. Gangan verður sífellt stærri með hverju árinu. Ég er sannfærður um að fremsti hluti hennar var kominn niður á torg áður en sá aftasti lagði af stað.
Eftir að hali göngunnar var kominn framhjá, löbbuðum við af stað. Vorum samt örugglega 40 mínútur að labba niðureftir. Svo tók við hin skemmtilegasta dagskrá. Sama hvert maður leit. Allsstaðar voru brosandi andlit. Enda segi ég það enn og aftur. Svo lengi sem maður ætlar bara að dansa og er ekki í neinum höstlfíling þá er best að fara á gay-barina. Þar er aldrei neinn með vesen. Bara jákvæðni og fólk með eitt að markmiði. Að skemmta sér.
Svo var farið á Pallaball, eins og vera ber. Það var awsome. Nema hvað? Alltaf stuð á Pallaballi. Dansað af sér böttið og síðan gengið út í rigninguna.
Klikkaði samt alveg á að taka myndir á Pallaballinu. Var bara of upptekinn í dansinum.
Helginni lokað með maraþon-frostpinnaáti og letikasti yfir menningarlegri dagskrá RÚV.
alveg eðal.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 17. júlí 2009
Allir voru á móti
Samkvæmt þessari frétt voru allir á móti. líka þeir sem voru með. 37 gegn og 26 á móti.
aldeilis saltað mál þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Útvarp Óli Palli
Ætlaði að blaðra aðeins um útvarp, en Óli Palli varð að fá að vera með í fyrirsögninni því hann kemur við sögu.
Ég skrapp áðan í smá bíltúr og hlustaði á útvarpið á meðan. Einu stöðina sem spilar danstónlist. Flass 104,5. Heyrði þar lag sem ég kannaðist við en veit ekki hvað heitir né hver flytur. Það er nefnilega þannig með mig að ég man vel lög, en legg mig sjaldan fram við að muna heiti þeirra eða nöfn flytjenda.
Lagið hafði ég heyrt á þeirri stöð sem ég hlusta hvað mest á; Megastacja kanal Trance, sem er pólsk. Ég er sumsé danstónlistarfíkill og þegar kemur að danstónlist eru austur evrópskar stöðvar helst að standa sig. Hlusta líka stundum á eina ungverska stöð, en man ekki nafnið á henni. Hún er búkkmörkuð á tölvunni í vinnunni. Einnig eina rúmenska sem er nokkuð góð. Radio Pro-B.
Það virðist koma í tímabilum, hversu skemmtileg tónlist er í gangi. Eitt árið getur verið drekkhlaðið af skemmtilegum lögum, meðan hið næsta inniheldur tóm leiðindi. Var að hlusta á íslenskt útvarp. Ég fór að hugsa; svakalega er leiðinleg tónlist í gangi þessi misserin. Svo fattaði ég að ég var með stillt á Rás 2. Útvarp Óli Palli, þar sem eru tveir þættir á dagskrá. Poppland á daginn og Rokkland á kvöldin. Ég viðurkenni að ég hlustaði á þessa stöð síðustu þrjá daga. Enda má maður ekki einangra sig. Þessa þrjá daga heyrði ég eitt lag sem mér heyrðist ekki innihalda gítar. Enda hljómsveitin nógu fræg til að komast gegn um gítarnálaraugað. Annars hefur mér fundist eins og það sé skilyrði að lag fáist spilað á þeirri stöð að það innihaldi gítar.
En hvað um það. Nú ætla ég að opna WinAmp-inn og tjúna á pólsku stöðina. Syntar og aftur syntar. Engir gítarar. Þeir eru svo mikið 1967.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)