Fimmtudagur, 30. október 2008
Félagið Foreldrajafnrétti
Kvusslax sjoppa er það?
Ég kíkti inn á vef þeirra fyrir nokkru síðan. Ætlaði að sjá hvaða þjónustu félagið byði upp á.
Ég var semsagt að athuga hvort félagið byði upp á einhverskonar þjónustu til handa forræðislausum foreldrum sem vantar liðsinni í baráttu við þann þurs sem kerfið er.
Á síðunni má finna eitthvað sem kallast stefna félagsins. Þar er að finna langlokutexta. Talað um grundvöll, framtíðarsýn, gildi, hlutverk og meginstefnu. Ok, hlutverk. Það er væntanlega eitthvað sem ég ætti að skoða. Hmmm, kynna málefni sín almenningi, kynna þróun sömu mála erlendis og stuðla að breytingum á gildismati þegar kemur að hlutverkum kynjanna ásamt einhverju mera blabla. Ekki minnst einu orði á þjónustu við félagsmenn.
Ég leitaði betur. Auðvelt að skrá sig og borga árgjald. Án þess þó að vita hvað fæst með því.
OK, einhver er að pósta þarna greinum, en þær eru ekki að hjálpa mér í mínu tiltekna máli.
Spjallþráður. Hmmm, ok. best að skrá sig og spyrjast fyrir. Ó, get hvergi skráð mig! Hmmm, árgjaldið, einmitt. Veit þó allavega núna að fyrir árgjaldið fæ ég aðgang að spjallþræði. Æði.
Best að sjá hvort þeir hafi skrifstofu og jafnvel ráðgjöf. Hmm, nei. Hvergi heimilisfang. Skiljanlegt ef heimilisfangið er rassvasi úti í bæ. Þó er þar að finna símanúmer. Meira að segja skráð á félagið. Reyndar farsímanúmer og ekki vil ég trufla þann sem hefur símann á sér við dagvinnuna sína, hjá Kompaníi HF. Ekkert netfang sem má pósta á? Nei, ekkert netfang félagsins. Hinsvegar má sjá lista yfir þá sem eru í stjórn. Þar má sjá símanúmer þeirra sem og netföng. Ég er bara svo upptekinn á daginn að það hentar mér betur að senda póst en að hanga í símanum.
Best að senda póst á formanninn.
Ég bíð enn svars og ég er löngu búinn að gleyma hver spurningin var.
Ætlast menn í alvöru til að tekið sé mark á þeim? Ég bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. október 2008
Kornið sem fyllir mælinn
Er nú ekki orðið nokkuð ljóst að það er ekki verandi hér, á þessu skítaskeri.
Fyrst lætur þjóðin stjórnmála-, banka- og auðmenn, sem og aðra bananamenn, landsins taka sig í ósmurt og hefur ekki kjark til að gera neitt í því. Þá er ég ekki að tala um mótmæli, heldur eitthvað sem mark er takandi á. Tómata, egg eða Mólótov.
Skuldinni er, eins og við var að búast, skellt á sauðsvartan almúgann. Honum fær að blæða. Kaupmáttur hrapar líkt og hin handónýta króna meðan skyldabyrði eykst.
Þeir sem sitja á toppnum og bera ábyrgð á ruglinu, segja...ha ég? nei, ég ætla ekki að taka ábyrgð. Það er svo hlýtt og notalegt við kjötketilinn.
Þótt skoðun almennings sé klínt í augun á þeim, sjá þeir ekkert athugavert.
Traust Seðlabankans neðan við frostmark.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins fellur hraðar en lortur oní skál. Eru algerlega fastir í sinni skoðun að hér þurfi engu að breyta. Ok, samkvæmir sjálfum sér en eru þó úr takti við þegnana sem þeir ættu að vera að þjóna. Undantekningin er kannski kjarnakonan hún Þorgerður.
Samfylking hefur ekki þor til að taka af skarið og blása af hjónabandið. Of notalegt við kjötketilinn, sjáið þið. Þau tala reyndar um að eitthvað þurfi að gera í Evrópumálum, en þora ekkert að gera. Innantóm orð.
Hinir tuða líkt og venjulega, en benda sjaldnast á raunhæfar lausnir heldur. Jú, einhverjir eru farnir að nefna Evrópusamband án þess að verða rauðir af bræði. Það er þó byrjun. Samt er ekki nóg að blaðra og álykta.
Einhver verður að fara að gera eitthvað!
Á meðan bíður almúgurinn og sér fátt annað en að skella sér í ríkið og koma sér í mók. Komast út úr þessum ömurlega raunveruleika hér og inn í eitthvað annað.
Nei, nei. Þá hækka þeir mókgjafann.
Ég læt alveg ósagt hvernig samfélagið samþykkir að afætum sé gefið veiðileyfi á annað fólk, án ástæðu. Það er önnur umræða.
Því miður, þá fækkar óðum ástæðunum til að hanga hér lengur.
Auglýsi síðar hvenær uppboðið á innanstokksmununum verður haldið.
![]() |
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. október 2008
Vinir, kunningjar og Krónan KR 0
Það eru hlutir sem þessir sem skilja að vini og kunningja. Kunningjarnir eru kannski tilbúnir að hjálpa þegar til þeirra er leitað. Vinirnir koma þó að fyrra bragði og bjóða fram hjálp sína.
Hvaða önnur þjóð hefur komið að fyrra bragði og boðið okkur hjálp?
...
Hvað eiga þessir menn sameiginlegt?
Jú, þeir eru eða voru þingmenn. Ég er ekki að spyrja um það.
Jú, þeir eru karlkyns. Ég er ekki heldur að spyrja um það.
Jú, þeir eru í svart/hvítu. Ég er ekki að spyrja um það.
Gefstu upp?
Þeir hafa hvorki viljað sjá né heyra neitt sem kallast vrópusamband.
Því skal haldið til haga að þeir eru alls ekki einir í þeim hópi, en kannski einhverskonar tákngervingar þó.
Þeir eru semsagt miklir áhugamenn um smábátasiglingar.
Ég trúi vel að gaman hljóti að vera að sigla um á litlum opnum báti og dorga, einn með sjálfum sér, þegar gott er í sjóinn og veður milt. Hinsvegar er það ekki eins gaman þegar hvasst er og sjór er úfinn. Kannski einhverjum þyki það þó gaman. Ofangreindum þykir það væntanlega. Þó er spurning
hvaða rétt menn hafa til að þvinga heila þjóð með sér í slíka háskaferð, að leggja til hafs þegar spáir slæmu. Þjóðin hefur neyðst til að velkjast um á sínum opna báti, Krónunni KR 0 sem er í eigu Seðlabankans, í stað þess að sigla með hinum. Vel viðraði framan af, en svo skall á með ofsaveðri.
Myndin er tekin árið 2001, er Krónan var sett á flot.
Viðvörunarflautur blésu hvarvetna, en menn voru of uppteknir við að dorga. Stormurinn skall á og færin lentu í sjónum.
Enn þrjóskast þeir við. Leita heldur leiða að ausa út bátnum og útvega ný færi. Leki er kominn að bátnum og líklega tímaspursmál hvenær þeir hætta að hafa undan að ausa. Allavega, finnst þeim rétt að láta á það reyna í stað þess að koma sér í öruggt skjól í um borð í stærra skip. Vitanlega draga þeir þjóðina með sér í það ævintýr.
Þótt ótrúlegt megi virðast jókst verðgildi Krónunnar á tímabili. Vel veiddist og stemmningin um borð var góð. Nú er svo komið að verðið hefur hrapað. Eins má segja um önnur útgerðarfyrirtæki sem hafa, eins og Krónan, verið að mestu í eigu banka. Þó annara en Seðlabankans.
Verð Krónunnar KR 0 hefur ekki einungis hrapað, eftir margra ára overload, heldur sveiflast það gífurlega. Seðlabankinn hefur því tekið upp nýja leið við að mæla verðgildi Krónunnar, frá degi til dags.
![]() |
Siðferðileg skylda að hjálpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. október 2008
Samsæriskenning
Ætli þetta sé ástæða þess að ónefndur hafi látið af meintri andstöðu við að fá aðstoð IMF?
![]() |
Vaxtahækkun vegna IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. október 2008
Svínsleg kosningabarátta
Barack Obama, frambjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum gagnrýndi John McCain, forsetaefni repúblikana, harkalega í dag fyrir neikvæða og ódrengilega baráttu.
Sagði Obama m.a. frá því að eftir fundi öldungadeildarinnar hafi hann gjarnan komið að skónum sínum fylltum lifrarkæfu eða osti. Hann segir McCain hafa stundað þann verknað.
Eins segir hann McCain hafa spreyjað fýluspreyi á fundi og kennt sér um að hafa losað loft.
Nei kæru vinir segir Obama. Við tökum ekki þátt í svona.
Kosningastjóri McCain gerir lítið úr áburði Obama. Segir hann órökstuddann með öllu og segir það ekki satt að kosningasjóðurinn hafi keypt fimm pund af lifrarkæfu frá Florida.
Í framhjáhlaupi má geta þess að Obama hefur talsvert forskot á keppinaut sinn, McCain. Hægri vinstri eins og hann orðar það sjálfur. McCain er þó hvergi af baki dottinn og hefur gert orð Ástþórs Magnússonar að sínum. Sigurinn verður minn.
![]() |
Baráttan neikvæð og ódrengileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. október 2008
Hver er maðurinn?
Maðurinn er stjórnmálamaður
Smá hint. Maðurinn er fjasari.
Ok, meira hint. Maðurinn er á móti öllu. Þá meina ég öllu!
Ok, eitt hint enn. Maðurinn er handhafi gullmerkis Félags áhugamanna um óánægju
Kommon!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 25. október 2008
Efnahagslegur alkóhólismi
Fjallkonan er ung og saklaus. Eftir að hafa lifað við þröngan kost um langt skeið hefur hún hlotið talsvert frjálsræði. Aukið frelsi til orða og athafna.
Eftir mörg ár, undirokuð af umhverfi sínu, sem byggði innra með henni skert sjálfsmat hlaut hún skyndilegt frelsi.
Skyndilega gat hún verið lengur úti á kvöldin. Meira var í boði er ginnti unga sál. Meira fé milli handanna, að eyða.
Lífið var draumur. Hún kynntist hinu ljúfa lífi. Sem var nú eitthvað annað en í gamla daga.
Hún hóf að dreypa á lystisemdum lífsins. Kannski heldur ótæpilega á stundum. Hún komst að því að lífsins má njóta í dag, þótt það kostaði örlítinn hausverk á morgun. Nautnin nú skipti meira en vanlíðanin seinna. Ástandið ágerðist. Lengst af fór hún á stutt fyllerí, sem á eftir fylgdi stutt þynnka. Að lokum var svo komið að hún uppgötvaði að enginn þörf væri á að stoppa nautnina. Henni mætti viðhalda. Hún hóf sinn fyrsta almennilega fyllerístúr. Það sem gjarnan vildi fylgja fylleríunum var minnkandi sjálfstraust og sjálfsmat.
Vitanlega taldi hún sig samt allan tíman hafa stjórn á drykkju sinni. Hún lét lönd og leið raus annarra um að hún skyldi nú slaka á. Jafnvel gera eitthvað í sínum málum. Nei, henni þótti engin þörf á því. Hún réði við þetta sjálf. Því hélt hún fylleríinu áfram. Ein og sjálf. Hún lét ekki smá móral samfara fylleríi draga úr sér móðinn. Eftir fáeina daga byrjaði ballið á ný.
Margir höfðu varað hana við að án tilkomu annarra myndi hún verða sér til skaða. Hún hélt nú ekki. Hún væri sjálfstæð og gæti séð um sig sjálf. Þyrfti sko ekki leiðsögn einhverra annarra.
Því hélt hún áfram í sama mynstrinu, þar til botninum var náð. Hún drakk sig í þrot. Hún hlaut andlegt og líkamlegt skipbrot. Sjálfsvirðingin og sjálfsmatið var komið niður í núll. Enginn leit á hana sem ábyrgan aðila sem mark væri á takandi.
Þegar hér var komið við sögu hugsaði hún að kannski væri það rétt að hún þyrfti stuðning. Hún gæti ekki stjórnað sinni drykkju sjálf. Kannski það væri rétt eftir allt saman að án aðstoðar gæti hún þetta ekki. Sjálfsmatið var í algerri lægð. Nú væri tíminn, að læra af reynslunni og breyta, eða halda áfram í sama farinu. Ekki væri hægt að komast neðar.
Í áfallinu hugsaði hún hvort ekki væri rétti tíminn nú, að taka sér taki og ganga í félagsskap þeirra sem áður höfðu tekið sig saman um sameiginlega og gagnkvæma samvinnu um að eiga betra líf. Líf án rússíbanareiðar. Rússíbanareiðar þess sem stendur einn í vanmætti sínum.
Raddirnar sem til hennar töluðu voru þó margar og misjafnar. Sumar sögðu að hún gæti vel höndlað sína drykkju. Hún þyrfti bara aga og dugnað. Hún yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfstæði sitt. Raddir sem töluðu af vanþekkingu þeirra sem ekki þekkja til þess sjúkdóms sem hana hrjáði.
Nú situr hún, hvumpin og hugsar um framhaldið. Á hún að taka skrefið og ganga í hóp þeirra sem kjósa að vinna saman, eða standa áfram ein og óstudd. Hún veit að þótt vonleysið æpi á hana nú, kemur sú stund að sjálfsmatið lagast. Mórallinn þverr. Tekinn næsti túr með tiheyrandi skipbroti, verði ekkert að gert.
Hún veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort skipti meira máli, fullkomið óskert sjálfstæði eða að lifa hamingjusöm?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Auðvitað ber Geir enga ábyrgð
Vitanlega er ekki tími til að boða til kosninga. Sauðsvört og nautheimsk alþýðan myndi fara úr límingunum við það.
Hvernig ber að skilja svar forsætisráðherra öðruvísi.
Hann ber auðvitað ekki nokkra ábyrgð. Reyndar hefur hann verið forsætisráðherra undanfarið eitt og hálft árið. Þar áður fjármálaráðherra til guðmávita hve margra ára.
Hann ber enga ábyrgð.
Eða stýrivaxtagaurinn á Svörtuloftum, sem skóp umhverfið er olli þessu.
Hann ber enga ábyrgð.
Enginn ber ábyrgð. Þannig er það á Íslandi.
Það er svona þegar kerfið er á þann veg sem það er, að þeir sem ráða eru í þeirri stöðu að geta ákveðið sjálfir hvort þeir reki starfsmenn sína eða ekki. Starfsmenn sem eru þeir sjálfir.
Að vera báðum megin borðsins er yndislegt. Ég elska spillinguna þegar hún er lögboðin. Vonandi fáum við að halda í sömu ráðamenn þar til við lifum öll í tjöldum.
![]() |
Ekki rétt að boða til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. október 2008
Hugleiðing um fyrirtæki, stjórnmál, tilgang og markmið
Mér finnst að mörgu leiti mega líkja þjóðfélagi við stórt fyrirtæki.
Ég er ekki að fara inn á HHG brautina!
Þjóðfélag er í raun stórt fyrirtæki þar sem þeir sem þar starfa eiga það og þeir sem eiga það starfa þar. Starfsemi félagsins er aðallega tvenn. Verslun og þjónusta.
Það rekur margvíslega þjónustu við starfsmenn sína og á viðskipti við starfsmenn og önnur fyrirtæki.
Fyrirtækið hefur tilgang og markmið. Þessu tvennu hafa sumir viljað ruglast á og/eða blanda saman.
Tilgangur félagsins er að veita starfsmönnum sínum sem besta þjónustu og starfsskilyrði.
Markmið félagsins er að bæta skilyrðin og þjónustuna.
Markmiðið er semsagt að efla tilganginn. Til að svo megi vera þarf fyrirtækið að hagnast. Hagnaðinn á síðan nota til að efla tilganginn.
Þeir sem hér hafa stjórnað hafa gjarnan ruglað saman markmiðinu og tilgangnum, eða a.m.k. hlustað á menn sem gera það.
Sumir menn hafa nefnilega talið að tilgangurinn sé að hagnast. Þá vill hinn raunverulegi tilgangur, þjónustan og starfsskilyrðin, gleymast.
...
Í Stórum fyrirtækjum, þar sem eigendurnir eru fjölmargir, er sá háttur hafður á að eigendur þess koma reglulega saman og velja þá menn sem stjórna skulu fyrirtækinu. Þeir sem fyrir valinu verða kallast stjórn fyrirtækisins. Stjórnin ákvarðar stefnu fyrirtækisins. Stjórnin ræður síðan aðra til að framkvæma það sem þarf, til að framfylgja megi hinni ákvörðuðu stefnu. Séu þeir sem eiga að framkvæma ekki að standa sig í starfi, getur stjórnin vikið þeim frá og ráðið nýtt fólk. Á sama hátt geta eigendurnir knúið fram fund til að velja nýja stjórn.
Þetta er ekki ósvipað í þjóðfélagi. Þó ekki alveg. Eigendurnir eru fólkið í landinu. Með reglulegu millibili velja þeir sér fulltrúa í stjórn. Stjórnin kallast þing. Eftir þetta eru völdin hinsvegar úr höndum eigendanna.
Eftir að stjórnin, þingið, hefur verið valið draga menn sig saman í fylkingar. Sú stærri ræður sjálfa sig til að framkvæma stefnu fyrirtækisins, sem að auki er aðallega mörkuð af stærri fylkingunni án mikils samráðs við hina smærri.
Stjórnendur fyrirtækisins kallast ráðherrar. Framkvæmdastjórinn kallast forsætisráðherra. Fjármálastjórinn kallast fjármálaráðherra og svo mætti áfram telja.
Séu ráðherrarnir ekki að standa sig í starfi hefur stjórn þess, þingið, vald samkvæmt lögum fyrirtækisins til að víkja umræddum aðila með að lýsa hann vantraustan. Þar sem stjórnin hefur hinsvegar dregið sig í fylkingar og sömu menn þeirrar stærri eru hinir sömu og á að reka, gerist það aldrei í raun. Eigendur hafa enga leið til að knýja fram fund til að velja sér nýja stjórn. Einungis stjórnin sjálf hefur til þess vald.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Steingrímur í símanum
Steingrímur Joð kemur mér gjarnan fyrir sjónir sem reiður karl sem hangir heima hjá sér, í símanum allan daginn. Ég skil vel að manni sem nærist á að vera á móti öllu skuli líða illa nú þegar eitthvað virðist hugsanlega vera að hrökkva í lag.
Í einhverju símtalinu, við einhvern, er honum sögð djúsí kjaftasaga. Vera má að fótur sé fyrir henni. Er þá ekki rétt að það fáist fram, á vettvangi Alþingis?
Nei. Enginn andskotans tími til þess. Heldur er tekinn upp síminn, enn og aftur og hringt í blöðin.
Heppinn er hann þó að símafyrirtækin bjóði upp á svokallaða vinalista. Maður getur skráð þrjú númer eða eitthvað á vinalista og hringt frítt í þau. Í það minnsta með helmings afslætti.
Hvaða fjölmiðlar skyldu vera á vinalista Steingríms?
![]() |
Líkir Bretaláni við fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |