Mánudagur, 5. maí 2008
Tímamót í tónlistarsögunni!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. maí 2008
Yfirlýsing borgarstjóra
Borgarstjóri hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.
Vegna frétta og umræðna í þjóðfélaginu undanfarna daga, vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef aldrei haldið því fram að ég sinni starfi borgarstjóra. Allt tal um slíkt eru mistúlkanir og rangfærslur. Raunar er fráleitt að halda fram að ég starfi í meirihluta F-lista og D-lista. Til mín hefur verið beint spurningum um hvort ég sitji í borgarstjórn eða ekki og þykja mér slíkar spurningar jafnframt afar óviðeigandi.
![]() |
Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. maí 2008
Íslendingar munu gæta loftrýmis
Tímamót urðu í dag í sögu loftvarna Íslands. Loftvarnir lýðveldisins tóku formlega við því hlutverki að gæta loftrýmis yfir Íslandi. Misskilnings mun þó hafa gætt undanfarið að franskar flugsveitir tækju að sér það hlutverk.
Einhverjir munu hafa lagt ranga túlkin í komu franskra flugvéla hingað til lands segir Engilbert Ögmundsson, nýskipaður aðmíráll Loftvarna lýðveldisins. Frakkar er hér á sínum MýRass vélum í þeim tilgangi að aðstoða við náttúrurannsóknir við Mývatn. Við Íslendingar munum alfarið sjá um eftirlit hér og var fyrsta íslenska njósnatunglinu skotið upp í dag, frá Vigdísarvöllum. Þá staðsetningu töldum við vera við hæfi, þar eð frú Vigdís er verndari verkefnisins.
![]() |
Eldflaug skotið á loft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. maí 2008
Sake - Aðvörun!
Ég var í heimsókn í gærkvöldi hjá kunningja. Í húsi sem ég hafði ekki komið í áður. Hvað um það.
Haldiði ekki að maðurinn dragi fram svaka fínt austurlenskt glasasett og ætlar að bjóða mér sake. Sake mun vera Japanskt hrísgrjónavín. Án þess að orðlengja frekar, er það einn mesti viðbjóður sem ég hef látið upp í mig.
Þar sem ég vissi ekki leiðina á salernið, hljóp ég að útidyrunum. Ég rétt komst í dyrnar þegar ég spýjaði. Því vil ég koma þeirri ábendingu til þeirra sem enn eru svo heppnir að hafa ekki smakkað sake, að halda því óbreyttu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 3. maí 2008
Nýr forseti skáksambandsins
Eins og Bergmálstíðindi sögðu frá gær, sagði forseti skáksambandsins, Guðríður L. af sér.
Nýr forseti Bjarni Þorvaldsson, var kjörinn í dag. Háði hann harða baráttu við Jón Breiðfjörð.
Úrslitin voru þau að Bjarni hafði betur gegn páfa og telst því sigurvegari.
![]() |
Björn Þorfinnsson nýr forseti Skáksambands Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 4.5.2008 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 3. maí 2008
Görnin Íslandsmeistari
Handknattleiksfélsagið Görnin hefur í sjötta sinn unnið Íslandsbikarinn. Görnin, sem þekktari er undir nafninu Stjarnan, hefur verið í toppbaráttunni í vetur. Hefur þar att kappi við Val og Fram.
Hvers vegna Görnin mun vera kölluð Stjarnan, segir fyrirliðinn Æ, talaði Johny Naz ekki einhverntímann um að setja í stjörnu? Held það sé þannig.
![]() |
Stjarnan Íslandsmeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. maí 2008
Flott framtak
Þarna eru 'lítil' söfn að taka sig saman og gera eitthvað stórt.
Ég þekkti eitt sinn konu, sem gegndi starfi forstöðumanns safnahúss sveitafélags. Listasafn, byggðasafn, náttúrugripasafn,..., bókasafn, ...,name it. Hún sá um það allt. Hún stóð m.a. að samvinnu við önnur 'minni' söfn í héraðinu. Kjarnakona og unun að fylgjast með henni. Hún sá sér þó ekki annað fært en að hætta, þar sem áhugi þeirra sem borguðu, sveitarfélagsins, var enginn.
Dapurt.
![]() |
Í húsi Hákarla-Jörundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. maí 2008
I couldn't care less
Djöfuls væl í hænsniðnaðarmönnum. Seljandi okkur 30% vatn á okurverði og hafa ekki siðferðisþroska til að halda kjafti.
Ég ætla rétt að vona að hingað flæði kjúklingur. Lítið vatnsfylltur og á mannsæmandi verði. Þessir kjúklingabarónar hér mega fara á hausinn mín vegna. Ekki græti ég þá. Þetta mun svo bara batna við inngöngu í Evrópusambandið. Þá verður vonandi meira úrval og ekki þörf á að versla við þessa andskotans mafíu.
![]() |
Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 3. maí 2008
Er Stulli með feitan rass?
Mikil ólga er nú meðal félaga um ofvaxið rassgat. Félagið var stofnð í Florida árið 1999. Nú hefur heimsmarkaðsverð á rassgatsbreikkunum hækkað. verð á Toyota Hi Ace hefur hækkað um 21%, Land Crusier um 23% og landbúnaðartraktorinn Nissan Patrol hefur hækkað um 29 %
Því hefur félag um ofvaxið rassgaat gengið til liðs með Stulla og rölta nú um borg og bý og mótmæla.
![]() |
Samdráttur í jeppasölu vestra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3. maí 2008
Á dauða mínum átti ég von
Ekki hélt ég mig myndi lifa þann dag að heyra Guðna Ágústsson tala á þennan veg.
Ég veit ekki hvort það þýði að engum skyldi óvarnað eða hvort ég sé bara svona djöfulli hrokafullir sjálfur. Líklega seinna atriðið. Þá hef ég verið svo uppfullur af hroka að ég taldi Guðna síðasta manninn að tala á þennan veg. Ég mun því hér með draga til baka allt tal um Guðna og nátttröll. Ég tek hér með ofan fyrir honum.
Hvort heldur menn eru hlynntir aðild að hinu eða þessu, eða ekki, ber að ræða málin af alvöru og án þess að vera í skotgröfum. Þorgerður Katrín stóð upp, sem og Björn. Nú hefur sjálfur Guðni staðið upp úr skotgröfunum. Nú fer eitthvað að gerast.
Það verður gaman að fylgjast með hinum skemmtilega bloggvini mínum Bjarna Harðar, sem kallar ekki allt ömmu sína í evrópumálum.
Nú er gaman.
![]() |
Þarf að breyta stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)