Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Efnahagsástandið. Hvað skal gera?

Stjórnarandstaðan hefur verið dugleg að gagnrýna aðgerðir, eða meint aðgerðarleysi, ríkisstjórnarinnar. Er það vel. Vitanlega á stjórnarandstaðan að gera slíkt.

Hinsvegar spyr ég mig hvort menn eigi að hafa í frammi mótmæli bara til þess að mótmæla.

Að okkur steðjar margvíslegur efnahagslegur vandi. Að hluta til heimatilbúinn og að hluta til innfluttur.

Margir súpa nú seyðið af góðæri síðustu ára, sjálfstæðis og framsóknar. Góðæri sem inspýtt var af erlendu lánsfé og iðnaðarframkvæmdum. Það var svo sem varað við því, en enginn gat vitað um hækkanirnar á olíu- og matvælaverði.

Nú stöndum við frammi fyrir lágri krónu, háu olíu- og matvælaverði með hækkandi verbólgu.

Fyrir þá sem skulda erlend lán kemur gengislækkunin verulega við pyngjuna. Það má samt kannski hugga sig við það að þegar og ef gengið styrkist, lækka lánin á ný. Svo er hinsvegar ekki með hina sem skulda verðtryggð lán. Þar kemur verðtrygging inn. Þótt gengið myndi styrkjast og fara í sama far og áður og verðbólgan myndi lækka, hefur verðtryggingin séð til þess að lánin hafa hækkað. T.d. hefur mitt húsnæðislán hækkað um 10% á tæpu ári og það munn aldrei lækka. Ég hef aldrei séð verðtrygginguna virka í hina áttina. Því situr fólk uppi með hina verðtryggða hækkun, sama hvað gerist síðar. Hvað segir Guðmundur, hagfræðingur Sigurðar G. á útvarpi Sögu um það? Maður sem heldur vart vatni yfir dásemdum verðtryggingar.

Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi. Hvað vilja þeir gera, sem harðast gagnrýna?

Hafa þeir komið fram með tillögur til aðgerða?

Steingrímur Joð hefur kallað eftir þjóðarsátt. Þjóðarsátt um hvað?

lög um gjaldeyrisstöðugleika, fulla atvinnu og sjálfbæra þróun" ?!? Hvað þýðir það? Hvernig eiga lög um fulla atvinnu að hljóða? Eða um sjálfbæra þróun?

Eða það sem hann segir hér. Það er ódýrt að gaspra og leggja ekkert til málanna.

Svo kemur Guðni og heldur að hann og hans flokkur hafi ekkert með málið að gera en baðar sig í orðaskrúði, minnir hann á risa, sem hefur kastað frá sér vopnum og klæðum og er kominn með merarhjarta"

Eru allir að tala út um rassgatið þessa dagana?


Steingrímur vill nýja þjóðarsátt

Steingrímur J. Sigfússon hefur nú kvatt sér hljóðs og sett fram tillögu að þjóðarsátt.

Hann gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda harðlega og segir að það sé fordæmalaust að ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra ferðist milli kaffistofa heimsins meðan ástandið er eins og það er hér, grafalvarlegt. Á samráðsfundum verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar sé ekki annað kaffi á boðstólnum. Vínarbrauð, snittur og annað meðlæti hafi verið lagt af. Sem eitt og sér sé hrópandi dæmi um alvarlega stöðu íslensks efnahagslífs.

Steingrímur vill þverpólitíska þjóðarsátt og hann vill skoða hvort lög um bakkelsisframboð, fulla ábót og sjálfbærar kaffistofur eigi ekki að vera hliðarmarkmið við verðbólgumarkmið Seðlabanka.


mbl.is Fá bara svart og sykurlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákveðnir sjálfstæðismenn

Sem óbreyttur alþýðumaður, þykir mér afar gott til þess að hugsa hve stjórn ríkis vors og höfuðhrepps er ákveðin. Af aðdáunarverðri ákveðni ganga menn mót framtíðinni. Af einurð og festu.

Í vor tjáði formaður sjálfstæðismanna sig um ákveðni. Þá í sambandi við mistök. Talaði hann um ákveðin mistök.

Nú stígur óskabarnið fram. Óskabarnið sem stefnir heilshugar á Cand. Mag. í borgarmálefnum, okkur alþýðunni til vegsauka. Vitanlega látum við mann sem færir oss slíka fórn, ekki lepja dauðann úr skel Lánasjóðsins. Nei, þannig launar maður veljörðarmönnum sínum ekki. Reyndar tel ég víst að þannig hugsi fólk heldur ekki. Slíkt er misskilningur. Já, eins og gulldrengurinn okkar nefnir það á sinn sjálfstæðislega hátt, ákveðinn misskilningur.


mbl.is Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samnorrænt skilningsleysi

Danski ráðherrann Try Harder telur að hinum andlausa botni norrænnar menningargeldingar, eins og hann kallar það, sé nú náð. Fyrr í vetur bárust fréttir af dönsku skilningsleysi, en nú virðist sem skilningsleysið sé mun umfangsmeira og almennara.

Nú er svo komið að á fundum Norðurlandaráðs situr fólk og þegir.

„Við höfum reynt esperanto og táknmál. Eiginlega allt nema ensku“ segir Try. „Reyndar geta hinar þjóðirnar reddað sér á einhverskonar norrænu samsulli, en við danir skiljum það ekki og þeir ekki okkur. Ég vildi óska að danir hefði fengið að velja á undan öpunum“ segir Try og vísar þar til sköpunarsögunnar. Sagan segir frá því er almættið úthlutaði tungumálum til dýra og manna. Einungis apar og danir áttu eftir að velja og aparnir fengu að velja á undan.


mbl.is Skandínavísk ungmenni skilja ekki hvert annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má hleypa spennu í sambandið?

Það vill gerast að jafnvel í góðum samböndum, fjari spennan út með tímanum. Neistinn dofnar og hið hversdagslega líf verður að rútínu. Sambandið verði að rútínu. Samlífið verði að rútínu.

Hvað er þá til ráða?

Vissulega eru margar leiðir færar. Mismunandi leiðir handa mismunandi fólki. Sumir kjósa að brjóta upp hversdagsmynstrið og gera eitthvað öðruvísi með reglulegu millibili. Hvað það er, er auðvitað misjafnt. Allt frá því að fara bara út að borða og svoleiðis eða fá sér rauðvín og osta, í eitthvað allt annað. Fara í ferðalög eða fjallgöngur, nú eða kaupa sér dót. Aðrir ganga enn lengra. Bjóða kannski vinum og kunningjum í heimsókn. Þá ekki til að skrafa og skeggræða Wink

Já, margar leiðir eru færar. Allt spurning um vilja og áhuga.

 

Var það ekki annars eitthvað í þessum dúr sem Skari meinti? Woundering


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástkærir leiðtogar vorir

Mynda kjölfestu vors alþýðufólks. Hvar værum við án þeirra? Fallin í ævarandi glötun?

Ástkær leiðtogi

Ástkær leiðtogiLeiðtogar vorir segja framtíðina „horfa til heilla.“ Hvílíkur hátíðarbragur sem prýðir alla þá visku er af vörum þeirra drýpur. Ekki að þeir segist bara vera jákvæðir eða bjartsýnir. Nei svoleiðis hversdagsraus tilheyrir einungis okkur alþýðunni. Þeir kunna að klæða sína djúpu speki í hinn fegursta hátíðarbúning. Það horfir til heilla. Fyrir mig og þig þá? Fyrir stétt hins almenna Reykvíkings? Fyrir hverja horfir til heilla?

Alþýðan


mbl.is Formennirnir voru kjölfestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obbossí!

Var einhver að opinbera skítlegt eðli?

Hver var það aftur sem talaði svo mikið og oft um að hann starfaði ávallt af heilindum og....æ man ekki hitt orðið. Það er væntanlega hvort eð er jafn marklaust.

Ég hefði haldið að það þætti einmitt lýðræðislegt að ræða málin á þar til gerðum stöðum (skipulagsnefnd) og eðlilegt að vera ekki básúnandi einhverju þrugli fyrr en réttir aðilar hefðu tekið málið fyrir.

Nei, sumir hafa tekið sínar endanlegu og óhagganlegu fyrirfram-ákvarðanir, byggðar á tilfinningu og einhverri óskiljanlegri 19. aldar rómantík.

Sumir hafa misst svo margar skrautfjaðrir (ekki að þær hefðu verið of margar fyrir), að eru sem næst eins og reyttur kjúklingur. Kannski best að blörra þá bara.


mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland taki upp Verkó sem sinn gjaldmiðil

Raddir innan Verkaýðsforystunnar telja farsælast fyrir Íslendinga að taka upp gjaldmiðilinn Verkó. Verkó var lengi vel útbreiddur í A-Evrópu, en hefur hin síðari ár vikið fyrir Evru. Verkó er fasttengdur rússnesku Rúblunni.

Angantýr Engilberts, talsmaður Samtaka alþýðunnar, telur rétta skrefið að taka upp Verkó.

„Verkó hefur sýnt styrk sinn í femmtíu ár“ segir Angantýr. „Verkó var tekin upp í Rússíá í tilefni Sputniks og náði mikilli útbreiðslu eftir það. T.d í Tékkóslóvakíu“ bætir Angantýr við.

Aðspurður um hvort ekki sé tímanna tákn að veðja heldur á Evru en Verkó, nú árið 2008, segir Angantýr Evruna vera húmbúkk og nýjabrum, sem muni deyja innan fárra ára.

„Ég er skoðanabróðir Geirs og Björns í þeim efnum. Evran er handónýt. Ef ekki Verkó, þá Escudos.“

Er blaðamaður benti á að Portúgalir hefðu lagt niður Escudos við upptöku Evrunnar, árið 2002. Sagðist Angantýr ekki taka þátt í svona rugli.

„Talaðu bara við mig eftir helgi, þegar runnið er af þér“ sagði Angantýr og neitar að tjá sig frekar um málið.


mbl.is Upptaka evru ekki möguleg án ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor ástkæra alþýða

Málsvarsmenn hinna vinnandi stétta, Kínverjar, ásamt lærifeðrum sínum Rússum, lögðust eindregið gegn því að hinn alþýðlegi og ástkæri leiðtogi Zimbabwe, Robert Mugabe, yrði ávíttur og hirtur.

Hinn ástkæri og ylhýri Mugabe þykir mikill leiðtogi alþýðunnar og því er það hrein firra að vesturveldin, með tjalla og jankía í farabroddi ætli að vera með vesen.

Lifi alþýðan.


mbl.is Neitunarvaldi beitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei þessu vant...

...er ég sammála GWB. Þó líklega á öðrum forsendum en hann.

Líklega væri ástandið eitthvað skaplegra fyrir westan, hefði minna fjármagni verið ausið í stríðsvélina undanfarin sex ár og meiru beint inn á við, til innanríkismála. Já og jafnvel félagsmála (það má láta sig dreyma GetLost).

Einnig er rétt að landar hans vinna nú hörðum höndum að bæta ástandið. Stórt skref í því máli verður tekið í vetur, er kosinn verður nýr forseti. Næsta skref skömmu síðar er sá tekur við embættinu. Vonandi verða það farsæl skref sem munu margfalda greindarvísitölu innan Hvíta hússins sem og upptöku manneskjulegra stjórnhátta.


mbl.is Bush: Erfitt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband