Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 2. september 2008
Verði ljós
Ljósmæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru.
Ljósmæður hafa nú lagt til að öllum fæðingum verði hætt, eða þeim frestað um óákveðin tíma. Barátta ljósmæðra hefur staðið yfir lengi, án þess þær hafi fengið hljómgrunn veskishafa, fjármálaráðherra.
Bergmálstíðindi hafa heimildir fyrir að Samtök Ljósálfa muni styðja baráttu systursamtaka sinna, Samtaka Ljósmæðra.
Sömu heimildir herma að Samtök Ljósálfa munu standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli á morgun, þar sem fram mun fara ljóstillífun í boði hússins, eins og það er nefnt í fundarskrá.
![]() |
Vilji ljósmæðra að semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Kjaftasögublaðamennska?
Ég sé hve margir bloggarar eru að missa sig yfir þessari frétt, svo ég tel réttast, áður en lengra er haldið, að taka skýrt fram. Ég þekki ekkert til þessa máls.
Ljótt er ef rétt reynist. Ef maðurinn er að fylgjast með bankareikningi sinnar fyrrverandi. Jafnvel þótt þau væru enn saman, væri það jafn siðlaust og örugglega kolólöglegt.
Fréttin er skrifuð af Ylfu Kristínu K. Árnadóttur. Ég þekki engin deili á þeirri konu. Eftir lestur fréttarinnar datt mér helst í hug að umrædd kona sem segir frá sé vinkona fréttaritara. Þær hafi átt djúsí kaffispjall. Vinkonan hafi ausið úr skálum reiði sinnar yfir sínum fyrrverandi. Ylfa hafi skráð spjallið og búið til úr því frétt.
Það kemur fram í niðurlagi fréttarinnar að konan segist ekki þora að kvarta undan manninum (!!)
Hví ekki? Er ekki rétt að leggja fram kvörtun eða kæru? Láta fara fram rannsókn og komast að því hvert sannleiksgildi ásakananna er. Hafi maðurinn gerst sekur, fengi hann sína refsingu og konan yrði laus við njósnir af hans hálfu.
Nei, hún kýs heldur eð gera ekkert og láta þetta ganga yfir sig áfram. Eins er fullyrt um sekt mannsins í upphafi fréttarinnar.
[...] en fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir, sem vinnur sem þjónustufulltrúi í viðskiptabanka hennar, fylgist í leyfisleysi með bankareikningi hennar.
Þetta er ekkert annað en hrein og klár fullyrðing.
Hér höfum við einungis aðra hlið málsins, þótt miðað við lýsingarnar sé líklegt að maðurinn stundi njósnir á konunni.
Á meðan konan kýs heldur að gera ekkert, nema tala í skjóli nafnleysis og blaðamaður étur upp hráa frásögn hennar og setur á prent, er kjaftasögufnykur af málinu.
![]() |
Skoðar bankareikning án leyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Usss! Allir að fylla tankinn! NÚNA
![]() |
Fólk hvatt til að gera óveðursráðstafanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Hvað sagði ég?
Maður er rétt nýbúinn að sleppa orðinu, um áhrif veðurs á olíuverð. Þá birtist frétt um nákvæmlega það.
Áhyggjur og geðsveiflur.
![]() |
Olíuverð hækkar af ótta við Gustav |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Fyrir ykkur sem hafið tekið mark á Svíum
Samkvæmt nýrri könnun telja Svíar sjálfa sig vera best klæddu norðurlandabúana.
Samkvæmt öðrum, e.t.v. minna vísindalegri könnunum telja Svíar jafnframt sjálfa sig vera gáfaðasta allra norðurlandabúa, ásamt því að tala fegursta tungumálið, gera bestu kvikmyndirnar, bestu tónlistina og besta samgöngukerfið.
Einnig eru ýmsir utan Svíþjóðar sem virðast farnir að trúa þessu líka. Þá einna helst íslenskir f.v. námsmenn í Svíþjóð.
Aðrar óvísindalegar kannanir um viðhorf Svía til þeirra sjálfra, sýna að þeir telja sig vera hugmyndaríkasta, og....haldið ykkur nú!.......skemmtilegasta.
Þarf fleiri orð um hve marktæk viðhorf Svía um sjálfa sig eru?
![]() |
Svíar telja sig snyrtilegasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Fíkniefnafundur á Seyðisfirði
Landsamtök aðila að fíkniefnasölu, LAF, settu landsfund sinn í félagsheimili Seyðisfjarðar í gær. Fundurinn er vel sóttur. Saman koma þar helstu innflytjendur og dreifingaraðilar. Gestafyrirlesarar koma bæði frá tollgæslu og lögreglu. Fíkniefnahundurinn Kolur hélt áhugaverðan fyrirlestur um greiningu fíkniefnalyktar í gær. Landsfundurinn stendur fram á sunnudag. Þá verður honum slitið á táknrænan hátt, með að feit jóna verður látin ganga milli þingfulltrúa.
![]() |
Fíkniefnafundur á Seyðisfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
WTC 7
Ég er ekki mikill samsæriskenningamaður. Það má sjá svik, pretti og vínarbrauð í öllu sé nægur vilji fyrir hendi.
Hins vegar hefur mér fundist einkennilegt þetta með WTC7. Annarsvegar má sjá myndir á youtube, sem ég nenni ekki að finna og setja inn hér (leitið að wtc 7) sem sýna margar litlar sprengingar og hrun byggingarinnar inn á við (að miðju) rétt eins og þegar byggingar eru felldar. Svo er hitt, hvernig fréttamaður BBC gat hafa tilkynnt um hrun byggingarinnar 20 mínútum áður en hún hrundi.
![]() |
Ráðgátan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Slátranir og svik
Óli telur sig hafa verið svikinn. Hann segir margan Júdasinn leynast innan Sjálfstæðisflokksins. Oddviti Samfylkingar tekur dýpra í árinni. Hann segir þetta vera mestu svik á sögulegum tíma og Júdas blikni í samanburðinum.
Heimildarmaður segir þetta vera eðlilegt, enda sé sláttur í fullum gangi á þessum tíma árs.
Á borgarstjórnarfundi í morgun mættu ungliðar stjórnmálaflokkanna til að mótmæla eða sýna stuðning.
Fyrir utan Ráðhúsið sátu nokkrir ungliðar og léku samkvæmisleiki.
Hér eru ungliðar að setjast eftir að tónlistin hefur verið stöðvuð.
Fyrir innan sátu ungliðar meirihlutaflokanna, sem þóttu hvorki margir né ungir.
![]() |
Svik, lygi og pólitísk slátrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Kílóið af súpukjöti hækkaði í dag...
...söng Spilverkið í den.
Sú var tíðin að vöruverð var ákvarðað af miðstýrðu apparati, Verðlagsráði. Þær eru ófáar hlýlegar bernskuminningarnar. Hvar maður slafraði í sig súpu í hádeginu, heyrandi Jón Múla í útvarpinu segjandi frá nýjustu ákvörðunum Verðlagsráðs. Kílóið af ýsu kostar þetta, mjólkurpotturinn hitt og bensínlítrinn eitthvað allt annað.
Já, þá voru ekki eiginhagsmunapotandi greifar sem ákvörðuðu eldsneytisverðið, á leynifundum í Öskjuhlíð. Nei. Slíkt var ákveðið af fulltrúum ríkisins, yfir vínarbrauðum og snittum.
Ég veit ekki til að þjónustulipurð starfsfólks á bensínstöðvum hafi verið síðri í þá tíð. Eiginlega bara alls ekki. Þá einbeitti það sér að þjónustu tengda bifreiðum; afgreiðslu eldsneytis, mótorolíu og þ.h. í stað þess að þjónusta bennsínstöðva í dag tengist meira pulsu- og nammisölu en eldsneytissölu. Bætt þjónusta getur því engan veginn réttlætt aukna álagningu á eldsneyti. Einungis græðgi og fákeppni getur skýrt hana.
Hvað hefur þá verið unnið með öllu frjálsræðinu og samkeppninni, sem er alls engin samkeppni?
Hvort er verra, skynsamleg miðstýring eða misnotkun frjálsræðis?
Er ekki bara tími til kominn að endurvekja Verðlagsráð?
![]() |
Eldsneyti lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Lotterí er lífið - lífið er lotterí
Ég man ekki eftir að hafa séð, hingað til, uppgefið hverjir vinna í lottói. Einungis að einstæð 2ja barna móðir, eða hjón með 4 börn hafi unnið. Eitthvað í þeim dúr. Ekki að nöfn vinningshafa séu gefin upp. Ég álykta þó af þessu að þegar fréttamenn leiti til Íslanskrar getspár sé haft samband við vinningshafa(na) sem síðan ákveði hvort þeir vilji koma fram eða ekki.
Mér sýnist hér vera yfirvegað fólk á ferð sem fari skynsamlega með sitt fé og muni áreiðanlega ekki missa sig í einhverja vitleysuna. Þó er hætt við að skyndilega dúkki upp gamlir vinir og kunningjar, hin ótrúlegustu félagasamtök ásamt öðrum afætum. Ég vona þó að þau sjái gegn um allt slíkt.
Lífið er lotterí, var sungið um árið. Greinilegt er að einnig getur lotterí verið lífið
Ég óska hjónunum hamingju og farsældar.
![]() |
Milljónamæringar í Fellunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)